Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama hvaða fjölmiðil maður hlustar á

Í fréttatíma Stöðvar 2 talaði hann um að þessi samningur væri hagstæðari sem nemur á annað hundrað milljarða. En í þessari frétt hér á mbl.is segir hagstæðari um 200 milljarða. Það munar nokkru. Sem og að nú er talað um að um 50 milljarðar séu það sem ríkið þarf að borga ofan á þá rúma 20 milljarða sem eru í innistæðutryggingasjóð. Þannig að þetta eru  rúmir 70 milljarðar sem þetta kostar okkur. Vonandi duga eignir fyrir þessu. En mig minnir að menn hafi verið að áætla kostnað við fyrri Icesave upp á 180 milljarða og sumir sögðu að hann yrði minni. Þannig að munurinn er rúmir hundrað milljarðar held ég. En við skulum segja að þetta sé rétt. Þá veðum við að drífa þetta af. Því að það verður að stoppa það tap sem við höfum orðið fyrir með því að hafa Icesave ófrágengið ári of lengi og hefur kostað okkur tugi milljarða eða meira.


mbl.is 200 milljörðum hagstæðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að hugsa þetta, skil ekki hvernig það er hægt að henda svona tölu í fjölmiðla þegar það er í raun ekki vitað hversu mikið af eignunum munu duga upp í skuldina, maðurinn hefur ekki minnstu hugmynd um hversu mikið þjóðin mun spara á þessum nýja samingi.

Ef eignirnar duga fyrir allri skuldinni, skiptir þá þessi nýji samingur einhverju máli? ja nema að tefja fyrir auknum hagvexti og uppbyggingu í þessu landi?

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Á annað hundrað milljarða geta að sjálfsögðu verið 190 milljarðar og þá er það ansi mikið nálægt 200 millj. Reyndar miklu nær en 100 milljörðum. Bara svona að árétta að báðar fréttirnar hljóma svipað fyrir mér...... nema ég skilji íslensku svona illa  En svo er ég sammála því að erfitt hlýtur að vera að henda svona tölum fram á meðan ekki er vitað hvað fæst upp í skuldir við sölu eigna...

Hafsteinn Björnsson, 9.12.2010 kl. 19:32

3 identicon

Magnús...það voru 21 milljarður í tryggingarsjóðnum við hrun...hvað ertu að meina eiginlega...??

Tryggvi það veit enginn hvort eignirnar duga....nú er búið að setja alvöru fyrirvara...

itg (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:25

4 identicon

itg, það er það sem ég sagði, það veit enginn hvort eignirnar duga fyrir skuldinni.

Ég er bara að pirra mig á því að Bjarni geti komið í fjölmiðla og hent einhverri tölu fram sem hefur engar stoðir í raunveruleikanum.

Steingrímur gæti alveg eins komið fram og sagt að þessi nýjir samingur skipti engu máli (því eignirnar munu duga fyrir skuldunum). Algjörlega jafn fáranleg fullyrðing

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband