Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki lausn til að sætta þjóðina?

Hvernig væri nú þegar þessir samningar eru í höfn, að ráða fræstustu lögfræðinga og lögskýrendur sem völ er á til að fara yfir Icesave máið í heild og gefa okkur þjóðinni álit um hvort að okkur beri að borga þetta, hvernig málið færi líklegast fyrir dómi og hvernig við stæðum eftir þennan  dóm. Þetta yrðu þá hlutlausar upplýsingar sérfræðinga en ekki hróp einhverja einstaklinga hér á landi sem byggja sínar skoðanir oft á hæpnum grunni. Jafn vel leikmenn í lögum sem ráða hér ferðinni í umræðu sem hafa ekki neinar forsendur í túlkun á reglum og tilskipunum ESB og EES.

Gefum þeim 3 til 5 vikur til að fara yfir öll göng málsins og gefa þjóðinni hugmynd um hvað gerist eftir því hvaða leið við förum. Þetta væri ágætt að gerðist áður en atkvæðagreiðsla yrði á Alþingi.

Held að önnur hringekja þar sem þing samþykkir eftir mikið moldvirði misvitra þingmanna og látum í fjölmiðlum, síðan undirskriftasöfnun og þjóðarakvæði, hjálpi ekki áliti okkar út á við og hjálpi okkur bara ekki neitt. Held að engin þjóð samþykki nokkrun tíma að taka á sig skuldbindingar í þjóðaratkvæði. Og sér í lagi þegar einhverjir hafa prentað inn í hana að henni beri ekki að greiða þetta.

En ef við fáum færustu erllendu sérfræðinga í þessum málum til að gefa okkur skýrslu um þessa hluti og líkur á hvað þetta þýðir fyrir okkur þá fær þjóðin þó vitrænar upplýsingar sem ekki eru tekanar saman af hlutdrægni.


mbl.is Buchheit: Þróunin hefur verið Íslendingum hagfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með tillögu þinni ertu í framför í dag frá skrifum þínum í gær, Maggi.

En málið mun hafa sinn gang, og barizt verður gegn þessum svikasamningi eins og báðum hinum.

Jón Valur Jensson, 10.12.2010 kl. 18:18

2 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála Magnús. Það verður að fara fram rökræn umræða um innihaldið, en ekki pólitískt karp um kynningu samninganefndarinnar. Vonandi hafa menn lært eitthvað af því sem á undan er gengið.

Jóhannes Þór Skúlason (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:49

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvernig væri Magnús að endursenda samninganefndina til Bretlands og tilkynna nýlenduveldunum að samningsdrögunum væri hafnað og að við ætlum að fara að tillögu þinni ?

 

Ríkisstjórnin hefur ekki hlustað á þá sérfræðinga sem haldið hafa fram okkar rétti, en sett allt sitt traust á andstæðinga okkar. Erfitt verður því “að ráða færustu lögfræðinga og lögskýrendur sem völ er á til að fara yfir Icesave-málið”.

 

Hér kristallast eitt af þeim mörgu vandamálum sem Icesave-stjórnin er að skapa þjóðinni. Andstaða Steingríms er fullkomin, við að skoða Icesave-málið rökrétt og byggja afstöðu landsins á lögum. Þú ættir því að ræða við Steingrím, áður en þú kemur með svona tillögur. Meiri menn en þú hafa farið erindisleysu á fund valdstjórnarinnar.

 

Raunar er staðreyndin sú að sérfræðingar víða um heim hafa lagt mat sitt á stöðuna og allir komist að þeirra niðurstöðu að almenningi á Íslandi beri engin skylda að greiða Icesave-kröfurnar. Staðreyndin er sú, að samkvæmt tilskipunum ESB er það kol ólöglegt. Grundvallar forsenda ESB er að ríkisaðstoð og ríkisábyrgðir eru bannaðar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2010 kl. 19:35

4 identicon

Það er ekki nokkur möguleiki að það verði nokkurn tímann þjóðarsátt um Icesave-samningana, hvort sem þeir séu "góðir" eða "vondir".  Alltaf munu einhverjir styðja og alltaf einhverjir mótmæla harðlega.  Spurning hvernig þetta fer á þinginu.

Skúli (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband