Leita í fréttum mbl.is

Hvað ef?

Var svona að velta fyrir mér hvernig bloggarar töluðu um Steingrím ef:

  • Steingrímur hefði neitað að skrifa undir Icesave 1 og Bretar og Hollendingar hefðu fengið ESB lönd í sameiginlegar þvingunaraðgerðir gegn okkur. Þ.e. stoppað AGS aðstoðina, og þar með lán frá Norðurlöndum líka.  Sem og einhverjar viðskiptaþvinganir líka.
  • Að Bretar og Hollendingar hefðu gert í framhaldi af því að þjóðin feldi Icesave 2 alvöru árás á okkar hagsmuni. Stoppað AGS og Norðurlönd  og viðskiptabann á okkur
  • Ef að verstu spár um afleiðingarnar af því að hafna Icesave hefðu staðist og hér hefði orðið enn verri kreppa en nú er raunin og langvarandi.

Ef að viðsemjendur okkar hefðu slitið viðræðum og þetta mál færi fyrir dóm og tapaðist. Hvaða hefðu bloggarar þá sagt um Steingrím? Væri hann þá vanhæfur stjórnmálamaður sem væri að vinna gegn þjóðinni og væri að kosta þjóðina óþarfa hörmungar?

Bara svona að velta þessu fyrir mér. Náttúrulega í kjölfarið á þeim árásum sem Steingrímur liggur undir núna. Ég skil verk hans þannig að hann telji sig ekki hafa leyfi til að taka of stóra áhættu sem gæti sett þjóðina í óafturkræft ferli sem leiddi hana í algjört hrun. En allir virðast vera hér vígreifir og tilbúnir í baráttu fyrir að borga ekki Icesave. En ef þessi barátta myndi leið til að lífskjör vestnuðu myndu held ég margir detta úr bardagaham og fara að kvarta og kveina. Þeir gera það nú en hvað þá ef að vöruverð hér myndir hækka enn meira og fleirir missa vinnuna.

Þetta gerðist að vísu ekki en ef!


mbl.is Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er í sjokki ef þú ert ekki að grínast með þessu, eini maðurinn í þeirri sannfæringu að við hefðum átt að samþykkja fyrri Icesave?

Viktor Alex (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ertu að grínast eða vilt þú virklega borga skuld einkabanka.

Vinnubrögð Steingríms í icesavemálu tryggir að landsdómur starfi áfram enda er ótrúlegt að hann sé ekki búinn að segja af sér fyrir afglöp í starfi 

Óðinn Þórisson, 14.12.2010 kl. 17:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er nú bara hlægilegt þetta tal um ,,landsdóm".

þar að auki fer að verða verulega stingandi hve margir kexruglaðir einstaklingar eru á íslandi.  Maður hefði ekki trúað því fyrirfram en síðan blogg allrahanda kom til þá sést það svo greinilega.  Kexruglaðir.

Íslendingar eu að stórskaða langtímahagsmuni sína á allan hátt.  Nú síðast vitleysan með makrílinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.12.2010 kl. 18:08

4 identicon

Og hvað ef Steingrímur hefði lagt það til að þjóðin gæfi 400 milljarða til byggingar mikils hofs fyrir guðinn Mólokk, boðað reiði guðsins, plágur og eldgos ef ekkert yrði af gjöfinni og reynt að koma málinu fram gegn eindregnum vilja þjóðarinnar en mistekist.

Ekkert bólar svo á refsingu Mólokks.

Ætli einhver sæti ekki sveittur við lyklaborðið og reyndi að fá fólk til að velta því fyrir sér hvernig ástandið væri ef þjóðin hefði fengið að kenna á reiði guðsins.... og hleypti ekki að einni einustu efasemd um dómgreind Steingríms, heilindi og getu almennt til að gegna þeirri valdastöðu sem hann gegnir.

Veruleikinn er nefnilega að Bretar og Hollendingar hótuðu aldrei grimmilegum hefndum ef ekki yrði af Icesave II. Það voru Samfylkingin og Steingrímsarmurinn sem skálduðu ógnina upp, að hluta til var þetta meðvituð áróðurstarfsemi og að hluta til stjórnuðust menn af taugaveiklun og heimsku.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi, þú spyrð hvernig talað væri um Steingrím ef hann hefði neitað að semja um IceSave, og gefur þér svo að það hefði í för með sér verstu mögulegar afleiðingar fyrir Ísland og að afstaðan hefði engin áhrif út fyrir strendur landsins. Þetta er afar þröngt sjónarhorn sem daðrar við einagrunarhyggju, og byggir á óþekktum forsendum. Auk þess talarðu um "aðstoð AGS" eins og það sé sjálfgefið að afskipti sjóðsins hér á landi séu af hinu góða, þegar empirísk sönnunargögn benda til annars veruleika.

Ég get hinsvegar líka teiknað upp sviðsmynd sem byggir á þröngum forsendum og hefði í för með sér "verstu mögulegar afleiðingar", þ.e.a.s. fyrir Evrópusambandið sjálft en ekki Ísland:

Ef íslensk stjórnvöld hefðu neitað strax að semja á þeim grundvelli að um enga greiðsluskyldu væri að ræða, og lagt sig fram um að færa rök fyrir þeirri afstöðu opinberlega með herferð á borð við þá sem var farin sumarið 2008 til að breiða út blekkingar um stöðu bankakerfisins, þá hefði um leið opinberast hversu ófullnægjandi innstæðutrygginakerfið er til að veita þá vernd sem því er ætlað.* Blekkingin hefði misst mátt sinn og trúverðugleiki fjármálakerfis Evrópu orðið að engu, sem í ofanálag við þjóðargjaldþrot Grikklands, Írlands og hugsanlega fleiri landa, hefði í för með sér stórfelldan fjármagnsflótta úr bankakerfum meginlandsins. Evrópubúar fengju þá að upplifa alvöru bankahrun eins og það sem reið yfir Ísland, Evran myndi hrapa, myntbandalagið splundrast og Evrópusambandið sjálft gliðna í sundur í kjölfarið. Þá væru það ekki Íslendingar sem þyrftu að óttast viðskiptabann, heldur ESB að óttast sannleikann.

Afleiðingarnar af þessari sviðsmynd væru eftirfarandi: Það væri ekki um neinar "sameiginlegar refsiaðgerðir" að ræða af hálfu ESB, ef þeirri einföldu ástæðu að þá væri ekkert ESB lengur, eða að minnsta kosti væri það upptekið af öðrum og stærri vandamálum en litla Íslandi. Ef þetta hefði í för með sér að við fengjum ekki lán frá AGS, þá væri það hið besta mál því þá væri íslenska ríkið ekki eins mikið skuldsett. AGS er ekki góðgerðarstofnun sem gefur okkur ölmusu, heldur er það fjármálastofnun sem býður okkur skuldsetningu. Það voru einmitt miklar skuldir sem orsökuðu vandamálið til að byrja með og þar með er lykillinn að lausninni að hindra frekari skuldsetningu.

Ég skal því svara spurningu þinni þannig: ef Steingrímur hefði einbeitt sér að því að leysa vandamálin með hagsmuni Íslands í huga og sannleikann að leiðarljósi, í stað þess að þjóna hagsmunum evrópska fjármálakerfisins með blekkingum, þá myndu margir eflaust líta núna á Steingrím sem þjóðhetju.

*Sú staðreynd að innstæðutryggingakerfið sé meingallaði og feli í sér loforð um vernd sem óframkvæmanlegt er að standa við, er ekki einhver persónuleg afstaða mín heldur einfaldlega tryggingafræðileg staðreynd sem flestir sem hafa lagt það á sig að skoða löggjöfina almennilega eru sammála um. Ég var í síðustu viku kallaður fyrir viðskiptanefnd Alþingis til að gera grein fyrir áliti á frumvarpi til nýrra laga um innstæðutryggingar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni tók undir áhyggjur mínar og benti á að þeir hefðu látið reikna út fyrir sig hversu langan tíma tæki að byggja upp greiðslugetu tryggingasjóðs til þess að geta ábyrgst, þó ekki nema einn meðalstóran banka á íslenskan mælikvarða. Niðurstaðan var að það tekur um 90 ár, þrátt fyrir stórfelldar hækkanir á iðgjöldum til sjóðsins og aðrar fyrirliggjandi fosendur. Þetta ósjálfbæra fjármálakerfi sem við búum við hrynur hinsvegar að minnsta kosti einu sinni á 70 árum eða oftar, og því augljóst að loforð um tryggingu á innstæðum er eintóm blekking. Lygi verður ekki sönn þó hún sé lögleidd!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2010 kl. 19:58

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Maður veltur því óneitanlega fyrir sér hvort að stjórnarnadstöðu atvinnupólitíkusinn og jarðfræðingurinn, Steingrímur, hafi vit til þess að hafa skoðun á þessu máli. Ekki held ég að gráhærða og illa menntaða lesbían bæti þar mikið úr skák. Stjórnmálamenn Íslands eru lélegt jók, það er bara þannig.

Er ekki Óli Björn Kárason lifandi dæmi um aula sem fór í pólitík. Varla hægt að skafa upp lélegra viðrini en hann.

Guðmundur Pétursson, 15.12.2010 kl. 05:49

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Illa menntuð? Láttu ekki svona, hún er nú með verzlunarpróf.

En Óli Björn... já frábær hugmynd að mæta fullur á mótmæli á Austurvelli.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband