Leita í fréttum mbl.is

Fyirirgefið ég er ekki að ná þessu!

Nú eru fleiri sjálfstæðar stofnanir á landinu. Það heyrist t.d. ekkert í Skálatúni sem væntanlega verður að semja við Mosfellsbæ um framtíð sína. Hvað er það sem Sólheimar hræðist svona við að semja við þessi sveitarfélög á Suðurlandi? Held að það hljóti að vera eitthvað annað þarna að baki. Nú hafa þeir fengið minnir mig um 280 milljónir á ári auk þess sem að fólkið sem þarna byr hefur lagt megnið af örorkubótum sínum í reksturinn, sem og sjálfaflafé Sólheima með sölu og gistingu. Það bara hlýtur að vera eitthvað annað sem er að angra þá. Getur verið að þeir hafi tekið erlend lán til uppbyggingar? Nú hefur verið byggt alveg rosalega síðustu ár.

Ef að þeir sáu ekki fram á að geta rekið þetta með þeim framlögum sem þeir fengu í fjárlögum þá hefi nú verið fallegra gagnvart þeim sem þarna búa að vinna þetta manneskjulegar. Og kannski fara sér hægar í byggingar og eiga þar með meira fé til að þjónusta fólkið sem þarna býr.

Vona að þetta leysist sem fyrst og þetta sé ekki hluti af baráttu Sólheima að beita fötluðu fólki sem þarna býr fyrir sig í baráttu um peninga. Og þetta sífelda söngl um þjónustumat er náttúrulega út í hött þar sem það hefur ekki veirð gert oftar hjá örðum stöðum sem þjónusta fatlað fólk. Hélt reyndar að Sólheimar hefðu veirð teknir í SIS mat eins og aðrir á þessu ári vegna yfirflutnings málefna fatlaðra.

Eftirfarandi er tekð af bloggi Ólínu Þorvarðardóttur Alþingismanns frá því í dag:

Forráðamenn Sólheima í Grímsnesi eru komnir út á afar hálan ís þegar þeir fullyrða við heimilisfólk Sólheima að heimilið verði lagt niður vegna flutnings á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga (sjá hér).  Hótuninni til áréttingar hafa þeir kallað til áfallateymi til þess að aðstoða skjólstæðingana til þess að komast yfir þessar „fréttir“, sem þó eru engar fréttir heldur ýkjur og ofmæli sem þyrlað hefur verið upp til þess að skapa þrýsting á stjórnvöld.

Þetta er ótrúleg framkoma við fólk – við skjólstæðinga.

Það er ekkert sem réttlætir það að skapa annað eins óöryggi og ótta hjá heimilismönnum Sólheima. Vistfólk á Sólheimum á það síst skilið að vera notað með þessum hætti í deilu forsvarsmanna heimilisins við stjórnvöld.

Málið snýst um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir sama fjármagni til heimilisins og verið hefur undanfarin ár. Sú „alvarlega staða“ sem forsvarsmenn Sólheima tala um í fréttum er stormur í vatnsglasi – og sé hún jafn alvarleg og þeir vilja meina, þá er lágmark að málið sé rætt á vitrænum forsendum hjá þeim sem hafa raunverulega um framtíð heimilisins að segja. En að beita fyrir sig varnarlausu fólki og misnota tilfinningalíf þess með þeim hætti sem hér er gert, það er ekki boðleg aðferð.

Því miður hefur það stundum tíðkast í íslenskri samfélagsumræðu að hóta fólki atvinnumissi og húsnæðisleysi til þess að kalla fram niðurstöðu. Það er ljótur leikur – ég tala nú ekki um þegar um er að  ræða samfélagshóp á borð við fatlaða vistmenn Sólheima.

Sólheimar í Grímsnesi voru stofnaðir með göfugt markmið á sínum tíma.  Það væri óskandi að menn einbeittu sér nú að hinum háleitari markmiðum starfseminnar.


mbl.is Þjónustu við fatlaða hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona til að ítreka það þá er veirð að tala um sömu upphæð á fjárlögum og frá fyrra ári. Þó þeir semji við sveitrfélöginn á Suðulandi. Mér skilst að það sé búið að ákveða að öll Sveitarfélög á Suðurlandi nema Vestmannaeyjar og Hornafjörður sameinist um rekstur þjónustu fyrir faltaða. Ég starfa hér í Reykjavík og þar er verið að spara um 5% í þessum málaflokki á næsta ári. Sem og um allt land.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2010 kl. 15:55

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

takk fyrir þetta Magnús - áhugavert

Jón Snæbjörnsson, 15.12.2010 kl. 16:26

3 identicon

Hvernig getur félagið ákveðið að leggja niður þjónustu við fatlaða en haldið áfram rekstri á verslun og gróðurhúsum? Er ekki í lögum félagsins að það sé fyrir fatlað? Hver á að fá hagnaðinn af rekstrinum? Hver ætlar að leggja þeim til fé ef þetta stendur ekki undir sér? Ætla þeir að veðsetja allt upp í topp eða er nú þegar allt veðsett upp í topp? Hver hefur eftirlit með bókhaldi þessarar stofnunnar? Hverjir stjórna þessu og hvað hafa þeir í laun?

Merkúr (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 18:12

4 identicon

Er þetta ekki bara dæmi um einkavæðinguna. Það sem er hagkvæmt er haldið en það sem kostar er látið fara. Á Sólheimum er ekkert pláss fyrir fatlaða að mati stjórnarinnar. Ef þessir menn ættu ekki nú að skammast sín hvenær þá

Sævar (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband