Leita í fréttum mbl.is

Veit að það er erfitt hjá mörgum - en lesið þetta.

Bendi hér á frétt á visir.is þar sem segir m.a.

Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir þriggja barna, er hins vegar með um 388 þúsund krónur í heildargreiðslur frá Tryggingastofnun. Það eru hennar ráðstöfunartekjur, sem jafngilda þá tæpum 600 þúsund krónum (596.000 kr.) í mánaðarlaun. Til viðmiðunar má nefna að föst laun þingmanna eru 520 þúsund krónur. Auk örorkubóta eru greiðslur Freyju meðal annars meðlög, barnalífeyrir og umönnunargreiðslur vegna barna.

Freyja býr í félagslegri íbúð í Norðlingaholti ásamt þremur dætrum sínum, 10 til 13 ára. Hún kveðst hafa veikst af heilahimnubólgu 7 ára gömul og greind öryrki 16 ára.

„Upp úr þessu hef ég ekki haft fulla vinnslugetu eins og eðlileg persóna," segir Freyja. Hún segist vera óvinnufær, meðal annars með áreynsluasma og lélegt ónæmiskerfi.

http://visir.is/taepar-400-thusund-kronur-naegja-ekki-fyrir-framfaerslunni-/article/20101251653

Það var líka rætt við hana á RUV þar sem hún hafði komið við hjá mæðrastyrksnefnd en þar var lokað þannig að hún kom seitt til fjölskylduhjálpar og treysti sér ekki til að bíða í röðinni.

Þá er maður farin að heyra af erlendu fólki sem lítur á þetta sem hluta af framfærslunni sinni. Þetta fólk er nýtið og kennt frá upphafi að notfæra sér allt sem drýgir tekjur heimilis.

Síðan bendi ég á þessa í kvöldfréttum sjónvarpsins þar sem félagsráðgjafi hjá hjálparstofnun Kirkjunar sagði að hjálparstofnanir keppist um að auglýsa eymdina sem við þeim blasir til að fá meiri styrki og fé og séu farnar að keppa sína á milli og lifi orðið sjálfstæðu lífi á að magna eymdina. Sjá hér http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547193/2010/12/15/2/

Þetta er orðið svo rækilega auglýst að nú ganga sögur um matarboð sem fólk hefur yfirgefið þegar það frétti að matur væri fengin frá fjölskylduhjálpinni, fólk sem fór nær beint frá heimkomu frá Kanarí niður í Fjölskylduhjálpina. Svona fólk kemur óorðið á þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda. Eins og konan sem talað er við efst. Þetta er manneskja sem þarf frekar aðstoð við fjármál sín. Hún er með hærri greiðslur en Alþingismenn fá Og hefur svo reglulega mætt í fjölskylduhjálpina og eytt svo peningum í vitleysu.


mbl.is „Aðrir voru ævareiðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Og þetta erum við að styrkja með skattpeningum okkar.

Marta Gunnarsdóttir, 15.12.2010 kl. 19:54

2 identicon

Það voru mest útlendingar sem voru með skammir samkvæmt fréttinni. Útlendingar eru oft algjörlega úti að aka, ég veit það afþví ég var útlendingur lengi sjálf, glíma við mun meiri hræðslu en venjulegt fólk....það er til dæmis orðin ógnvænlegri upplifun að fara til læknis sem maður skilur ekki hvað er að segja, nema brotabrot, og vonar maður skilji rétt, bankamanns sem maður skilur illa, og svo framvegis, og flestir útlendingar hér tala nánast enga íslensku og enn minni ensku....og er alls ekki hjálpað að læra fyrra málið af heimskingjum sem ævinlega tala við þá á ensku, eins og þeir haldi allur heimurinn hljóti að kunna ensku, þegar aðeins örfáar þjóðir tala það mál í raun vel...og því afar sveitalegt og asnalegt að tala við fólk á ensku, ber þess vott maður þekki lítið til í öðrum löndum að álykta það bjargi alltaf málunum ....það er ekki allur heimurinn Ísland-Svíþjóð-Noregur-Danmörk..England... Þannig að það er mögulega aðallega óttinn sem veldur þessum viðbrögðum, í bland við örvæntinguna að geta ekki haldið góð jól með börnunum sínum. Útlendingar frétta um allt síðastir allra út af málleysi, svona lagað að sjálfsögðu líka. Svo vita þeir ekki hvað er hvað, og gætu vel ruglað þessari starfsemi saman við ríkisstjórnina, þeir vita ekki hvað er ríki og hvað ekki, og hvað sjálfboðavinna og hvað ríkisstarfsmenn. Alltof margir útlendingar lifa í ringulreið, ótta og málleysi og þekkja hvorki haus frá sporð. Á meðan gerir hinn lati og skammsýni Íslendingur ekkert til að hjálpa þessu fólki að aðlagast og læra íslensku, en nýtir tækifærið til að monta sig af ensku sinni við hálfmállaust fólkið. Fjöldi útlendinga hefur komið hingað talandi hvorki ensku né íslensku, og talar eftir 20 ára veru hér þokkalega ensku en enga íslensku, afþví fólkið fæst ekki til að tala við þá á íslensku. Þetta er skömm og ekkert annað. Skamm fyrir leti og mannvonsku Íslendingar! Reynið að sýna fólki sem býr hér og sjálfum ykkur þá virðingu að tala íslensku!

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU er ríkisstarfsmenn þjónar í þágu almennings, og til að þeir geti greitt tekju er þeim bætt ofan á laun þeirra.  Laun taka svo mið af virðingunni sem fylgir stöðugildinu, ætlast er að ríkistarfsmenn geti uppfylt skylt skyldur sínar og ekkert annað um fram það.

Launum þingmanna  fylgja líka hlunnindi og grunn laun eru oftar en ekki 50%  af raunvirði hlunninda og tekna.

388.000 er örugglega ekki skilgreindar til frjálsrar ráðstöfunnar öryrkja.

Stór hluti er niðurgreiðla á óumflýjanlegum kostnaði.  

Þá er maður farin að heyra af erlendu fólki sem lítur á þetta sem hluta af framfærslunni sinni. Þetta fólk er nýtið og kennt frá upphafi að notfæra sér allt sem drýgir tekjur heimilis.

Ekki þeir sem ég þekki erlenda, neitt sérstaklega. Gos og snakk drýgir alls ekki tekjur heimilisins.  

Fátæklingum er yfirleitt ekki kennt neitt hagstætt. Í mörgum ríkjum kostar drasl fæði nánast ekki neitt.

Það er að mínu mati hlutverk félagsmálastofnunar að kenna skjólstæðingum sínum að versla rétt inn.

Ég heyrði hér um árið mannesku segja að hún væri vön að gefa börnum sínu kornflex í þrjár vikur og síðan væri fjölskylda nánast í svelti til næst mánaða móta.

Kg. af kornflexi er 6 sinnum dýrara en haframjöl.  Sá hefur efni á kornflexi í 3 vikur getur hefur efni á haframjöli í 18 vikur.  

Það er fullt af fólki sem finnst niðurlægjandi að betla sér til matar. Það endar þá sem réttinda öryrkjar.

Júlíus Björnsson, 15.12.2010 kl. 20:39

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi þú ættir að skammast þín, þessi færsla í ljósi þess ástands sem nú ríkir er þér til skammar, en ég skammst mín að þurfa að búa í sama sveitarfélagi og þú. Marta Gunnarsdóttir er örugglega samfylkingarsnúður eins og þú.

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2010 kl. 20:49

5 identicon

Guð minn góður "íslenska".

Ótrúlegt þetta væl í þér. Ég geri þá kröfu til útlendinga að vera tilbúnir að læra tungumálið mitt sem er Íslenska en ef það skilur staf í henni reyni ég auðvitað að tala við það ensku. Það gerir mig ekki að heimskingja heldur rökvísum einstakling. Hvað á hin „lati“ og „skammsýni“ Íslendingur að gera til þess að kenna þér íslensku? Það er þitt að stíga fyrsta skrefið að mínu mati, sækja námskeið sem boðið er upp á í íslensku o.s.frv. Þú getur svo eftir það beðið okkur „heimsku“ Íslendingana að tala við þig íslensku.

Enska er ekki eitthvað „sveita“ mál. Það er viðskiptatungumál og alþjóðatungumál dagsins í dag. Ef þú vilt koma skilaboðum á framfæri til heimsins þá eru þau sögð á ensku.

Þegar ég fer erlendis : Hvar sem er í þessum heimi þá tala ég ensku. Jú jú maður reynir auðvitað að fóta sig eitthvað áfram í því tungumáli sem talað er á staðnum en þegar allt kemur til alls þá blífur enskan nær oftast.

Davíð (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:03

6 identicon

Sæll Davíð. Ég er Íslendingur sem hef reyndar búið stóran hluta æfi minnar erlendis. Ég á vini sem komu hingað til lands BARA til að læra íslensku, en alveg sama hvað þeir reyndu að segja fólki það, og að þeir tali ekki ensku, grípa Íslendingarnir alltaf til enskunnar þegar viðkomandi hefur smá hreim eða snert af málfræðivillum. Ég þekki líka verkafólk sem flutti hingað talandi hvorki ensku né íslensku, og talar 20 árum seinna eða meira, nóga ensku til að geta bjargað sér, en nánast enga íslensku, afþví Íslendingarnir töluðu alltaf ensku við það, svo þau smám saman lærðu hrafl í henni. Þetta ER heimska. Eins er það heimska í þér að álykta að bara afþví einhver talar ekki íslensku hljóti hann að skilja ensku. Meirihluti Evrópubúa talar ekki einu sinni góða ensku, þú getur ekki einu sinni bjargað þér á ensku í Frakklandi nema í túristabæjum og á hótelum, og meirihluti fólks frá Asíu ekki stakt orð. Því er fátt fáránlegra og ömurlegra en ausa ensku yfir verkafólk frá Asíu og Póllandi sem skilur þig hvort sem er jafn illa og ef þú talaðir íslensku. Þetta er heimska sem stefnir þessu samfélagi í voða og mun enda í stéttaskiptingu og verra ef ekki er breytt um stefnu.

PS: Reynsla túristans í sínu verndaða hótel-tour guide etc umhverfi er engan veginn marktæk. Ef þú hefur ekki átt heima í landi sem þú ferðast til, veistu ekkert um almenna enskukunnáttu þar. Ég hef búið í þremur heimsálfum..

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:13

7 identicon

Og Davíð, flestir sem búa hér eru ekki einhverjir viðskiptamenn, og breytir því engu hvað hvítflibbar héðan og þaðan tala góða ensku. Og það er mjög sveitó að álykta öll heimsbyggðin sé hvítflippar, jú. Venjulega verkakonan frá Fillipseyjum talar jafn litla, þó fólk röfli við hana á ensku dag og nótt í stað þess að hjálpa henni og börnunum hennar með að tala við hana á íslensku. Það er því ekkert skrýtið eftir 30 ár geti hún oft bjargað sér á ensku, meðan börnin líða jafnvel fyrir að hún fékk aldrei tækifæri til að læra íslensku. Eins og ég segi, ég þekki fólk sem kom hingað eingöngu í íslenskunámstilgangi, sumt margtyngt en ekki sérlega gott í ensku,......og sama hvað það grátbað "Já, ég er með smá hreim og tala ekki alveg rétt, en ég vil læra íslensku"....það gekk ekki neitt. Einn vinur minn laug því blákalt hann talaði enga ensku og skildi ekki orð, en það dugði ekki til. Fólk mundi það í svona 5 mínútur og fór svo aftur að tala ensku. Þetta mál er farið að hafa stórkostlega alvarlegar afleiðingar sem öllum sem koma að málefnum útlendinga hér á landi eru kunnar, og ef við látum ekki af þessari heimsku, þá mun það hafa enn alvarlegri afleiðingar, sem við getum þá kennt sjálfum okkur um og engum öðrum. Við berum ábyrgðina. Nágrannar okkar eru oftast vitrar, reyndu að flytja til Frakklands eða Þýskalands og bjarga þér á ensku. Þér verður ekki leyft það lengi...af því fólk veit hvaða afleiðingar það hefur fyrir þjóðina alla, en sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir minnihlutahópa af erlendu bergi brotna.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:18

8 identicon

Sammála Sigurði.

Það er ótrúlegt, samt fyrirsjáanlegt, að samfylkingarmenn, félagshyggjumennirnir, skuli nota viðtal við glórulausa konu til að hefja upp umræður um einstaklinga sem svindla á kerfinu.

Alveg er ég handviss um að þessi kona fannst eftir mikla leit hunda ríkisstjórnarinnar. Hún er fullkomin, hefur aldrei unnið og eyðir eins og það sé enginn morgundagurinn... og sér ekki heimskuna.

Einkennilegt þykir mér að þessi frétt birtist um sama leiti og fréttir um stórkostlegar raðir í matarúthlutun borgarinnar eiga sér stað.

Djö geta menn verið aumir !!

runar (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:39

9 identicon

Sigurður, hvar voru samfylkingarmenn að nota viðtal við glórulausa konu?
Var það ekki fréttastofa 365 miðla sem var að því?

Guðmundur Freyr Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:33

10 identicon

Sæll Guðmundur Freyr...þessi frétt getur ómögulega og engan veginn verið nein tilviljun og ég veit ekki hverjir eru það ómerkilegir eða hvers vegna að normalisera ástandið með þessum hætti og flytja ómerkilegan villandi áróður fyrir ríkisstjórnina til að draga upp fegurri mynd af ástandinu en eðlilegt, og nota til þess ómerkilegar leiðir eins og að draga þá sem þiggja aðstoð niður í svaðið, en um það hafa enskumælandi þjóðir orðið "dehumanize", okkur fer að vanta slíkt orð, því einmitt þetta eru þessir ómerkilegu fréttamiðlar sokknir niður á plan slúðurblaðamennsku að gera. Þetta kallast víst líka að sparka í liggjandi mann. Stjórnvöld vilja koma betur út með að láta líta út sem svo að allir þessir þiggjendur séu bara kjánar, en ekki fólk í neyð.

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:37

11 identicon

Vil láta koma fram að með því er ég ekki að alhæfa um ástand þessarar konu. Vel má vera að saga hennar sé mun skiljanlegri en virðist við fyrstu sýn. Sjónvarpið fór aldrei í saumana á þeirri sögu, afþví tilgangurinn var ekki að segja áhugaverða sögu þessarar konu, heldur að draga hana sem fulltrúa hóps "bótaþega" ofan í svaðið. Allt slíkt eykur svo á sundrungu í samfélaginu og letur fólk frá að leita réttar síns þegar við á til að mæta ekki fordómum þeim sem greinilega er verið að reyna að búa til í pólítískum tilgangi. Um slíkt eru til ýmis ófögur nöfn...

íslenska (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 22:39

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margir Bandaríkjamenn sem  ég tala við telja sig ekki kunna eða tala góða ensku.

Hinsvegar finnst öllum hér þeir snillingar í ensku.

Júlíus Björnsson, 15.12.2010 kl. 23:14

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Mikilvægt að margir hér fyrir ofan átti sig á því að þennan mat er ekki verið að kaupa og gefa fyrir skattfé. María niðurgreiðslur til leikskóla eru kostaðar af skattfé en ekki rekstur Mæðrastyrksnefndar né Fjölskylduhjálpar.

 Skattféð fer í stjórnarráðið, verkefnastjórana, ráðgjafaverkfræðingana og lögfræðingana og þjóðþingið. Ísland er ekki velferðarkerfi og af því Mæðrastyrksnefnd styrkir fátæka en ekki hrepparnir, þá komast hrepparnir upp með að spandera í yfirbygginguna og þurfa ekki að fara eftir lögunum.

Einar Guðjónsson, 16.12.2010 kl. 00:37

14 identicon

Mjög ósammála Sigurði - Maggi hefur ekkert að skammast sín fyrir þessa færslu. Ég er hjartanlega sammála honum að þessi kona þarf aðstoð við fjármálin en ekki fjölskylduhjálp til að kaupa jólamatinn. Ef þú getur ekki lifað af á 600.000 fyrir skatt þá bara hlýturu að vera að gera e-ð vitlaust!!

Íslenska, í fyrsta lagi þá hefur þessi frétt ekkert með tungumál að gera en fyrst þú ert að tala um það bara verð ég að tjá mig um það. Það er ekki á ábyrgð almúgans að fræða og leiðbeina innflytjendum! Sem innflytjandi verðuru bara að bjarga þér sjálfur - ég veit þetta þar sem ég er sjálf innflytjandi í öðru landi. Þegar ég kom hingað var ekki einhver móttökunefnd sem sagði mér að ég þyrfti að gera hitt og þetta! Ég þurfti sjálf að finna mér tungumálanámskeið og leita mér upplýsinga á netinu eða mæta á staðinn. Hjartanlega sammála Davíð að það er eðlilegt að grípa til ensku þegar það tekst ekki að tjá sig á íslensku - ert þú tilbúin að staðfesta það að allir útlendingar sem hafa verið hérna í 20 ár hafi reynt að tjá sig á íslensku áður en íslendingurinn fór að tala ensku?? Ég var t.d. að vinna með einum á Íslandi sem hafði búið þar í 10 ár, ég talaði alltaf íslensku við hann og hann skildi mig alveg, en hann svaraði mér alltaf á ensku því hann hreinlega treysti sér ekki að tala íslensku! Er það líka heimskum íslendingum að kenna? Íslendingar eru mjög fjöltalaðir þegar samanborið við aðrar þjóðir og er ég viss um að margir ef ekki flestir geta tjáð sig á allavega 3 tungumálum (íslensku, öðru norðurlandatungumáli og ensku) og það eru ekki margar þjóðir sem VERÐA að læra 4 tungumál í grunnskóla-framhaldsskóla. Af hverju ættiru ekki frekar að skammast í þröngsýnum frökkum sem neita að læra ensku? Eða þröngsýnum bandaríkjamönnum sem telja sig nafla alheimsins og vita varla hvar Evrópa er?

Sandra (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:59

15 identicon

ps. langar svo að benda ykkur á að greyið fátæki öryrkinn er ekki alveg öll þar sem hún er séð: http://oi55.tinypic.com/28mjzf4.jpg

Og hversu margir eru á fullum bótum frá ykkur skattgreiðendum en eru svo að stunda vinnu? Já ég vorkenni henni útaf veikindum hennar en hvað varðar fjármálin - NEI! Hún er ein af mörgum sem tók fullan þátt í bólunni og er það heppin að hún missti ekki vinnu ofan á það!

Sandra (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 12:04

16 identicon

Ég þekki fólk sem tarfar hjá alþjóðahúsinu, hjá barnaverndarnefnd, við nýbúafræðslu etc, og veit hvernig þessi mál eru orðin hér á landi...Það er ekkert vit í að tala aldrei við tælending sem kemur hingað mállaus nema á ensku, en það er það sem flestir gera. Auðvitað eru til undantekningar, eins og þú, en ég þekki persónulega tugi af útlendingum hérna og þetta er saga þeirra allra, fólk talar bara ensku við þá, líka þá sem tala enga ensku. Frakkar kunna margir fjölda tungumála, ég þekki Frakka sem hafa búið í Englandi, og lært í Oxford, en myndu samt aldrei tala við þig lengi nema á frönsku ef þú ert innflytjanda í Frakklandi, afþví þetta fólk er meðvitað um hvaða afleiðingar það hefði á þróunn mála þar í landi...Sama með Þjóðverja. Það er fáránlegt að fullyrða að Íslendingar tali fjögur mál, að vera búin með þetta og hitt málið 603 og hafa alltaf fengið 10 þýðir ekki að þú í raun talir málið, eins og margir reka sig á sem flytja út. Ég lærði öll mín tungumál afþví að tala við fólk sem var nógu velinnrætt og gott til að hafa þolinmæði til að tala við mig þó ég væri með hreim og ófullkomna málfræði, og dettur ekki í hug að koma ekki eins fram við aðra eftir það.

Varðandi þessa veslings konu, þá er greinilega mikið meira að hjá henni en þessi tilgangslausa frétt nær að fara niður í saumana á, og málefni einnar konu út í bæ varla fréttnæm. Það er aftur á móti satt að hér er fólk sem býr í einbýlishúsum og keyrir um á bensum og jeppum sem skuldar tugi milljóna og á þess vegna ekki fyrir mat sirka 24 hvers mánaðar afþví nánast allar tekjur þeirra fara í skuldir. Oft bara fólk sem var að reyna að koma á fót fyrirtækjum, og hefði gengið vel ef kreppan hefði ekki komið til, fólk sem fór í ábyrgð fyrir aðra, eða jafnvel aðstaðdendur  fólks með sjaldgæfa sjúkdóma sem ekki fæst ríkisstyrkt meðferð fyrir hér á landi. "Ekki dæma bókina eftir bókarkápunni". Það hafa líka dáið tötrum klæddir nirflar sem ferðuðust um á hjóli og reyndust eiga milljarða við andlátið...

íslenska (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 19:52

17 identicon

Ég fullyrti hvergi að íslendingar töluðu 4 tungumál! Ég sagði að margir eða flestir gætu tjáð sig á 3 en já við þurfum að læra 4! (það að tjá sig og tala er ekki það sama - maður getur alveg tjáð sig með ýmislegt án þess að vera rebrennandi)

Finnst alveg stórmerkilegt að þér finnist fólk heimskt og illa innrætt fyrir að grípa til ensku þegar það talar við fólk sem talar ekki íslensku! Eru það kannski bara innflytendurnir heimskir fyrir að flytja inn í land þar sem þeir tala ekki fyrsta, annað, þriðja eða fjórða tungumál sem þjóðin talar? Fyrir að vera hræddir, "fá ekki upplýsingar" og geta ekki reddað sér sjálfur?

Hefur gert þér grein fyrir hvað íslenska er erfitt tungumál og að þessir 'vinir' þínir eigi kannski bara erfitt með að læra hana en vilji ekki viðurkenna það - það er alltaf auðveldara að kenna öðrum um! Jájá af hverju kennum við ekki bara allri íslensku þjóðinni um?

Ég veit ekki betur en að það hafi verið stærðarinnar umkvörtunarefni fyrir ekki svo löngu síðan að þjónar á veitingastöðum töluðu ekki íslensku! Þá voru það þjónarnir sem báðu gestina að tala ensku! Hver er heimskur í því dæmi? Eigandi veitingastaðarins? Eða gesturinn fyrir að láta undan og tala ensku eins og um var beðið?

Og btw, það vinnur enginn hjá barnaverndarnefn sem talar ekki íslensku!

Sandra (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 23:16

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

@Sigurður Þorsteinsson,      15.12.2010 kl. 20:49   

Ferlega eru svona færslur leiðinlegar. Ef þú lest pistilinn minn þá er ég að segja að það er ákveðin hópur þeirra sem er að nýta sér neyðaraðtoð sem er að koma óorði á hana. Sem og það er með öllu óskiljanlegt að daglega séu hjálparsamtök að auglýsa sig og hvað mörgum þau eru að hjálpa. Sem og að þau hafa sagt að ekki komi til greina að vinna með stjórnvöldum að kortleggja vandan. Eins og Guðbjartur félagmálaráðherra hefur stungið upp á að með samvinnu yrði þessum málum síðan komið yfir í kort. Síðan er það umræðan að fólk sé að misskilja þessa hjálp og leita í hana til að framfæra sér. Þ.e. líta á þetta sem hlut af sinni framfærslu og það er ekki í lagi. Og finnst þér ekki skrýtið að það skuli vera 4 hjálparstofnanir sem eru hér í 150 þúsundmanna samfélagi að sinna sama hópnum. Ætli þessu væri ekki betur komið með samvinnu milli þeirra.

Bendi þér á að skv. Mæðarstyrksnefnd er 4 manna fjölskylda með undir 330 þúsund talinn eiga rétt á þessum mataraðstoðum. Þetta var í fréttum í dag. Eins erlendir verkamenn atvinnulausir og fleiri sem senda laun sín erlendis en sækja sér mataraðstoð hjá þessum samtökum.

Með því að kortleggja vandan er örugglega líka fullt af fólki sem þyrfti frekar aðstoð og aðhald varðandi fjármuni sbr. dæmin sem við höfum heyrt í fjölmiðlum í dag og í gær.

Ég sagði að margir ættu erfitt og þyrftu aðstoð en margir eru hinsvegar bara ekki færir um að ráða við peningamál sín. Og það er sárt að þeir eru með miklu hærri tekjur eða bætur en almennt gerist. Þetta lagast ekki nema að þessi mál séu könnuð.

Það komu hér fulltrúar frá Dönskum hjálparsamtöku minnir mig og sáu raðirnar hjá hjálparsamtökum Og fyrsta sem þeir ráðlögðu var að taka alla í röðinni og finna út hvar vandi þeirra væri og þá myndi hjálpin verða markvissari.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2010 kl. 00:28

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er enginn staður í Reykjavík þar sem þeir sem eru svangir en hafa ekki efni á mat geta fengið ókeypis máltíð? Staður þar sem fólk er ekki yfirheyrt og ekki dæmt. Staður þar sem þeir sem tala ekki íslensku eða ensku geta fengið að borða án orða. Ef ekki þá fyndist mér lágmark að ríkið sæi um að stofna slíkan stað. Að fólk skuli ekki fá nóg að borða í ríku landi á borð við Ísland er skandall.

Hörður Þórðarson, 17.12.2010 kl. 09:55

20 identicon

ríku landi eins og Ísland... bwaahahaha

hvar hefur þú haldið þig Hörður?

Það á ekki að gefa fólki að borða án ástæðu - fólk sem þarf ekki matarhjálp ætti ekki að fá hana! Það er nógu mikið álag á skattgreiðendum nú þegar! Burt með svindlið! Það sem Magnús segir hérna á undan þér - að ræða við fólk sem þarf hjálp og komast að því hvar vandinn er í rauninni grafinn er eina vitið!

Sigurður (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:09

21 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er mikilvægara að halda uppi sandkassaleika við suðurströndina, rándýrri utanríkisþjónustu, risavöxnu stjórnkerfi og ýmsum ganglausum stofnunum en að gefa fólki að borða? Ég tel að þjóð sem hefur efni á þeirri sóun sem að ofan er nefnd ætti að skammast sín til að sjá til þess að fólk gangi ekki um svangt.

Ég er alveg sammála að svindlið skal burt en ég vona að þú skiljir að þeir sem sækja staði þar sem matur er gefinn ókeypis eru ekki að gera það að gamni sínu.

Ef fólk vill ræða sín mál er sjálfsagt að gera það. Ef fólk vill bara fá að borða án þess að tala ætti það að vera alveg jafn sjálfsagt.

Hörður Þórðarson, 17.12.2010 kl. 10:21

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eftir Höfðinu dansa limirnir: Hlutfallslega er umrædd jafn fjárlæs og stjórnssýslan hér.

Ég hef ekki taugar til velta mér upp úr undantekningum, þeir sem minna mega sín eru aðalatriðið.

Það er hlutverk sveitarfélaga að kynna sér bakgrunn sinn skjólstæðinga.  Þeir sem svíkja út úr kerfinu [með röngum upplýsingum] eiga að fá refsingar. Líka þeir sem vinna í þjónustu fyrir almenning, skattgreiðendur.

Júlíus Björnsson, 17.12.2010 kl. 12:22

23 identicon

Nei fólk kemur ekki þangað að gamni sínu Hörður, ég finn til með fólki sem virkilega á bágt. En þessi kona, Freyja, er ekki aðeins að fá úberbætur og reka sitt eigið fyrirtæki heldur tók hún meiraprófið og fór í laseraðgerð á augunum bara í þessum mánuði! Maður verður svo uppfullur af hneykslan við að heyra hana svo kvarta yfir að hún eigi ekki fyrir jólunum! Svo stígur hún fram af sjálfsdáðum, finnst þetta greinilega fullkomlega eðlilegt! Á hún að vera fjárráða ég bara spyr... Já ég veit að þetta er bara eitt einstakt dæmi en að sjálfsögðu vekur það upp umhugsun hversu mikið er af svona dæmum! Ef hægt er að ráðast á vandann þar sem hann virkilega er, eins og þessir dönsku spesialistar, liggur það ekki í augum uppi að þeir sem virkilega minna meiga sín fá enn betri umönnun?

Sigurður (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 15:10

24 identicon

Það þýðir ekkert að tala við fólk sem sér ekki skóginn fyrir trjánum. Það hefur langtímaafleiðingar fyrir allt samfélagið að fólk af leti og monti yfir enskunni sinni hlífi sér við að tala íslensku. Það minntist enginn á starfsmenn barnaverndarnefndar töluðu ekki íslensku, það er að sjálfsögðu ekki raunin. En þeir eru farnir að benda á örðugleika og erfiðleika sem börn glíma við út af málleysi foreldra sinna....Ef þú ert ekki læs slepptu því þá að reyna að lesa Sandra.

íslenska (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 17:52

25 identicon

"Ef þú ert ekki læs slepptu því þá að reyna að lesa Sandra."

LOL! Þú ert einstaklega góð(ur) í rökræðum!

Sandra (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband