Leita í fréttum mbl.is

Halda þessi rök vatni

Þau segja:

Stuttu eftir hrun hafi sérfræðingar spáð því að tala atvinnulausra gæti nálgast 25.000. Ef fjöldi atvinnulausra (12.300 einstaklingar), brottfluttra umfram aðflutta (8.000) og minni atvinnuþátta (4.000) sé tekinn saman, þá hafi sú spá ræst.

Nú fór ég inn á Hagstofu og þar má sjá að mörg ár eru brottfluttir fleiri en aðflutir. Þetta er fólk sem er að fara erlendis í nám. Þannig er t.d. 2009 meira en helmingur borttflutra erlendir verkamenn sem eru að fara heim í kjölfar minnkandi vinnu. Enda á ekkert land að vera háð erlendu verkafólki það þýðir yfirleitt ofþennslu.

 adfluttrvsbrottfluttir


Af þessari stöplariti má ráða að rúmlega helmingur þeirra sem flytja af landinu eru erlendir ríkisborgarar. Enda voru þeir fluttir hingið í miklu mæli til að vinna við byggingarframkæmdir sem nú hafa verið kláraðar eða stoppað. Auðvita er líka fólk sem er tímabundið að fara erlendis að vinna. En það hefur alltaf verið þannig.

Veit að Lilja er að horfa í að nota skatt á séreignarsparnað til að koma hingað inn með fjármagn en halda menn að ríkisframkvæmdir kæmu til með að draga úr samdrætti? Og hverju mun það hjálpa að halda t.d. uppi starfsemi sem verður hvort sem er að skerfa þá niður þegar þessi innspýting er búinn því að þá kemur að því að tekjur ríkisins af skatti á úttekin séreignarsparnað er engar því búið er að skattleggja hann. Á meðan þá halda þau uppi stanslausum áróðri gegn erlendri fjárfestingu og með Icesave óleyst og krónuna eins og hún er ekkert víst að við höfum aðgang að erlendur fjármagni í framkvæmdir eins og við viljum.

Síðan ræða þau um að tölur um atvinnuleysi upp á 25 þúsund standist. Þau gleyma því að hér á landi hafa alltaf um 2 til 4 þúsund manns verið á atvinnuleysisskrá. Og nú eru þau 13 þúsund sem þýðir raunhæft að skapa þarf um 9000 þúsund manns vinnu. Það verður ekki gert með því að auka umsvif ríkisins því við stöndum ekki undir því til lengdar.  Áður var ég búinn að sýna að mera helmingur brottfluttra eru erlendir ríkisborgarar og því eru þessi 8000 gróft yfir skot hjá þeim. Þannig að þetta vandamál er ekki næstum eins slæmt og þau láta.

Veit ekki hvaðan þau hafa upplýsingar um að 4000 manns hafi hætt atvinnuþátttöku. Ég bara trúi því ekki.

Og töldu þau þá besta ráðið að reyna að fella ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir þetta?

Við vitum líka að ef að þetta fólk sýndi meiri samstöðu værum við komin lengra á leið í endurreisn. Það er ógurleg orka sem fer hjá stjórnvöldum í að reyna að halda þeim ánægðum.


mbl.is Bregðast við málflutningi Árna Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi sem eru atvinnulausir eru teknir með þegar tekin er saman fjöldi atvinnulausra þannig að röksemdafærslan stenst.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2011 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er atvinnulaus en get ekki þegið bætur og þannig er um mjög marga í minni stöðu núna en ekki fyrir hrun því að þá var mun meira að gera!

Sigurður Haraldsson, 11.1.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband