Leita í fréttum mbl.is

"Almenningur á mikið í bankagróða"

Það hefur verið að heyra á bönkunum síðustu daga að megnið af þeirra hagnaði sé erlendis frá og manni hefur nærri fundist að bankastarfsemi á Íslandi væri nærri rekin með tapi. Og í framhaldi af því þá sé fólk frekjur að fara fram á að dregið verði úr vaxtaorkri hér á landi. En á www.ruv.is má finna frétt þar sem að Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ bendir á að bara verðbólgu gróði bankana og vextir af yfirdráttalánum sé um 51 milljarður. Þetta er ofan á hagnað sem bankarnir hafa af því að taka lán erlendis á kannski 0,7% vöxtum og endurlána almenning hér á minnst 4,9% vöxtum.  Vinur minn sem er nokkuð mikið að spá í lánamarkaðinn hlær að okkur sem erum með lán í Íslenskum krónum. Lán sem hann er með í erlendri mynnt upp á 6 eða 7 milljónir er með greiðslubyrði upp á um 20 þúsund á mánuði og gefur honum tækifæri á að greiða stöðugt niður höfuðstólinn með auka greiðslu þannig að lánið verður uppgreitt á skömmum tíma.

Á meðan er ég t.d. með verðtryggt neyslulán þar sem að það er sama hvað ég greiði höfuðstóllinn lækkar sama og ekki neitt. það var um 290 þúsund nú i dag og með 15 þúsundkróna afborgun lækkaði það í 289 þúsund. Það ber rúmlega 11% vexti og veðrtryggingu.

Nú þarf ég að fara að breyta þessu.

 www.ruv.is   

ASÍ: Almenningur á mikið í bankagróða

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ segir að almenningur á Íslandi standi undir stórum hluta af hagnaði íslensku bankanna.

Verðbólgutekjur bankanna af verðtryggðum lánum almennings skilaði 36 miljörðum og vextir af yfirdráttarlánum almennings skilaði 15 miljörðum á síðasta ári.

Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn skiluðu 164 miljörðum í hagnað eftir skatta á síðasta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband