Leita í fréttum mbl.is

Vg hefur tekið fylgið frá Samfylkingunni.

Ef skoðað er fylgi flokkanna skv. þessari könnun má merkja það að Vg virðist hafa fengið allt fylgið sem Samfylking hefur tapað. Þetta er merki um að Samfylkingin verður að skýra stefnun sína í umhverfismálum betur. Það eru þau sem fólk hefur nú mikin áhuga á. "Fagra Ísland" er stefna sem Samfylkingin talar mikið um en fáir vita hvað stendur fyrir. Vg eru mun harðari á sinni stefnur en jú samt ekki ef fólk skoðar betur. Þannig hefur fólk bent á framistöðu Vg í Mosfellsbæ  Sjá hér.

Nú verður Samfylkingin að kynna stefnu sína betur fyrir almenningi. Því að ég og fleiri erum á því að framtíð okkar sé betur borgið þar sem að jafnaðrmenn fara með völdin. En til þess að svo megi verað verður að vera til flokkur þar sem fólk vinnur allt sem eitt að stefnumálum flokksins. Nú brýni ég Össur að fara að sýna Ingibjörgu Sólrúnu hollustu en hætta að leika sér svona sóló og láta alla lofa hann fyrir stöðu Flokksins þegar hann var við stjórn.  Ágúst Ólafur verður að hætta að daðra svona mikið við markaðshyggju. Hann er í hjarta sínu jafnaðarmaður. Þeir  og fleiri verða að fylkja sér um formanninn sem að flokkurinn kaus sér. Vantar nokkuð á að þingmannahópurinn starfi sem ein heild. 

Og daður Samfylkingar við aðra stjórnmálahópa í andstöðunni er þeim ekki til framdráttar. Nú er ljóst að þeir eru að taka fylgi frá Samfylkingunni.

af www.ruv.is

Könnun: VG bæta einir við sig

Fylgi Samfylkingarinnar er hið minnsta á kjörtímabilinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups. Innan við helmingur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina samkvæmt könnuninni.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn sem bætir við sig fylgi í könnuninni. Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana og Frjálslynda er mun meiri meðal karla en kvenna.

Fylgi flokkanna:

Fylgi flokkanna: kosn. nú
Sjálfstæðisflokkur 34% 37%
Framsóknarflokkur 18% 9%
Samfylkingin 31% 22%
Vinstri grænir 9% 21%
Frjálslyndi flokkurinn 7% 9

Frétt af mbl.is

  Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Innlent | mbl.is | 1.2.2007 | 19:35
Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 21% fylgi yrði gengið til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. VG fékk 9% atkvæða við síðustu kosningar. Framsóknarflokkurinn fengi 9% nú en var með 18% atkvæða við síðustu kosningar.


mbl.is Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hjálpi okkur öllum ef þessi kommúnistaflokkur kemst til valda.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband