Leita í fréttum mbl.is

Ofboðslega er þetta ömurlegur málflutningur hjá Lilju!

„Þegar frumvarpið um stjórnlagaþingið var í þinginu treysti ég á það sem Jóhanna kallar órofa samstöðu innan Samfylkingarinnar og traust samstarf við formann og stærstan hluta VG, enda er ég hvorki lögfræðimenntuð né fulltrúi VG í allsherjarnefnd. Það voru mistök og biðst ég afsökunar á því!“ segir Lilja á facebook-síðu sinni.

Er manneskjan að gera lítið úr öllum stjórnarþingmönnum sem og formanni Vg. Veit ekki alveg hvað Lilja heldur að hún sé að gera á þingi. En svona ummæli er náttúrulega dæmi um ömurlegan pöpulisma. Bendi henni á að Dómsmálaráðuneyti hélt að kosningarfyrirkomulagið væri í lagi, enginn þingmaður setti út á það, Landskjörstjórn gerði engar athugasemdir. Ef að hún heldur að svona málflutningur hjálpi einhverjum þá er það eins og venjulega að hún skilur ekki hlutverk sitt.

Ef maður les í þetta þá segir hún. Ég var ekki í allsherjarnefnd og því ber ég enga ábyrgð. Því að ég treysti samflokkmönnum mínum sem komu að þessu en átti ekki að gera það.


mbl.is Lilja biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einfaldlega kurteis og fáguð kona, og biðst því að sjálfsögðu afsökunar, nokkuð sem allir eiga létt með nema ruddar og barbarar. Hún er líka fullorðin og andlega þroskuð kona, og tekur því fulla ábyrgð, þeir sem álíta sig blásaklausa sama hvað alla æfi, en sjá ekki samábyrgð sína í hinu stærra samhengi, það eru andlega séð bara börn, í fullorðinna manna gerfi, og börnum á ekki að fela ábyrgð, því sá sem ekki kann að taka ábyrgð, hann kann heldur ekki að fara með hana. Hættum að kjósa börn á þing. Þau geta ekkert nema nöldrað, jagað og orðið svo reið og æpt "Nei, þetta var honum að kenna!" þegar eitthvað fer úrskeiðis. Við höfum ekki efni á að hafa svona bavíana á þingi, sem kunna þar að auki ekki mannasiði og skortir alla siðfágun og geta ekki sagt "pardon".

En Lilja er ekki bara hugsjónakona af lífi og sál sem lætur ekki útvatna hugsjónir sínar og selur þær ekki heldur, ólíkt meirihluta samstarfsmanna hennar, sem hún ber höfuð og herðar yfir, andlega og siðferðilega, hún er líka afskaplega fáguð og þroskuð kona, og axlar því að sjálfsögðu sína ábyrgð, þó börnin á þingi kunni það ekki, og biðst að sjálfsögðu afsökunar, þótt ruddarnir geri það ekki.

Siðfáguð drottning biðst afsökunar eins og uppeldi hennar og ætt sæmir, ef hún stígur óvart á tánna á hyski í einhverju hysisbælinu, sama þótt hyskið öskri upp "Passaðu þig hvar þú gengur, fífl!" ef hann hrindir henni um koll þegar hann riðst framhjá. Og Lilja er í akkurat þessari stöðu.

Núverandi ríkisstjórn er búin að vera okkur nóg til skammar fyrir skort sinn á mannasiðum erlendis. Og svo talar hvorki Össur né Jóhanna ensku. Skort á mannasiðum er ekki hægt að bæta upp fyrir með óhóflegum sleikjugangi við erlent peningavald, nema síður sé. Það er vel hægt að vera fastur fyrir og þó kurteis, en það er list sem hyski lærir aldrei.

Gangi þér vel, kæra Lilja. Finndu þér verðugri starfsvettvang. Þú ert yfir þetta pakk hafin. Stofnaðu flokks alvöru fólks og segðu bless við lágmenningarlega hyskið sem vinnur með þér.

Karl P. (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 07:21

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hún er alveg gjörsamlega óþolandi hún heilög Lilja.

Jón Gunnar Bjarkan, 30.1.2011 kl. 07:36

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Er þó sammála Karl P með að Lilja eigi að finna sér verðugri starfsvettvang, því ekki fer vettvangnum batnandi með henni sitjandi á þingi.

Jón Gunnar Bjarkan, 30.1.2011 kl. 07:39

4 identicon

Þú ert fremur óþolandi sjálfur akkurat núna, Jón Gunnar. Hvað er að þér? Kvenhatur? Eða ertu kannski heilalaus flokkshundur sem gelltir bara og dillar rófunni fyrir Steingrími eða Jóhönnu?

Halldór (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:08

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Kvenhatur? ha ha. :D

 Hvað dettur upp úr ykkur hálfvitunum. Þvílíkt rugl

Jón Gunnar Bjarkan, 30.1.2011 kl. 08:25

6 identicon

Hvers vegna fyrirlítur þú þá sterkar konur sem eru trúar eigin sannfæringu og þora að fara eftir eigin samvisku? Afþví þú ert lítill kall sem hræðist hugrakkar konur? Færðu minnimáttakennd nálægt þeim? Þá ertu kvenhatari og veist það bara ekki. Alvöru menn kunna að meta alvöru konur. Þá sem skortir karlmennskuna hræðast þær...

Halldór (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 08:36

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sko. Í fyrsta lagi þá er Lilja Mósesdóttir ekki að sýna fram á hugrekki með þessu endalausa poppúlistarugli hennar, heldur þvert á móti algeran heigulshátt. Það er einfaldlega mjög auðvelt að setja sig á háan hest gagnvart samstarfsmönnum sínum eins og hún er að gera en öllu hugrakkara það sem þeir eru að gera, taka erfiðar ákvarðanir jafnvel þó það geti kostað þá pólitískan frama þeirra, eins og til dæmis Steingrímur J Sigfússon sem nú nefndir að ofan og gerir hún svo jafnvel að því skóna að samstarfsmönnum hennar þyki þetta rosalega gaman, að skera niður hjá millistéttinni og niður úr.

Heldurðu virkilega að Lilja Mósesdóttir sé fyrsta manneskjan sem hagar sér á svona óábyrgan hátt. Ég kallaði hana heilaga Lilja því það var viðurnefnið sem Jóhanna Sigurðardóttir fékk á sig fyrir nákvæmlega sömu hegðun í ríkisstjórn. Það er að segja að neita alltaf að skera niður hjá sér en velta allri ábyrgðinni yfir á samstarfsráðherrana sína. Þar með var hún orðinn heilög í augum einfeldninga eins og sjálfum þér. Núna er Jóhanna bara í þannig stöðu að svona hegðun er einfaldlega ekki í boði og því fer hún í niðurskurð og skattahækkanir með óbragði í munni.

Sama gildir um skræfurnar Ásmund, Jón Bjarnarason og Atla Gíslason. Ísland getur leyft sér svona lýðrskrumara til skemmtunar þegar betur árar en í svona árferði eiga þessir menn ekkert erindi inn á Alþingi.

Það sem þú fórst síðan eitthvað að röfla með að hræðast konur og minnimáttarkend, skort á karlmennsku og hvað eina, ég veit nú ekki hvaðan þú grefur upp á allar þessar tilfinningar þínar en það liggur nærri að maður biðji þig að leita þér hjálpar. 

Jón Gunnar Bjarkan, 30.1.2011 kl. 09:05

8 identicon

Lilja sagði í sinni afsökun að þetta væri öðrum að kenna en ekki henni. Það er lítilmannlegt. Hún hefur aldrei í lífinu tekið ábyrgð á neinu, allt hefur verið öðrum að kenna og hún var látin gera þetta og hitt. Góður pistill Magnús Helgi.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:37

9 Smámynd: Haukur Baukur

Skemmtilegt að sjá hvað margir lesa út úr afsökunarbeiðni Lilju.

Það sem Lilja er kannski að segja er að hún treysti á orð og vinnubrögð vinnufélaga sina og lét þar við sitja í stað þess að gagnrýna frumvarpið sjálf. Það eru þau vinnubrögð sem hún er að biðjast afsökunar á, ekki forðast ábyrgð á þeim eða kenna öðrum um.

Sökum undarlegrar samskiptahefðar íslendinga þá taka margir afsökunarbeiðnum sem undanskotum frá ábyrgð. Taka eðlilegum afsökunum sem innantómum orðum, öfugmælum sem eiga að forða viðkomandi frá óþægilegu orðaskaki. Ástæða fyrir þessu er vantraust á eigið innsæli og vanþekking á tilfinningum sínum.  Viðkomandi á erfitt með að setja sig í annarra spor og treystir ekki tilfinningunni fyrir öðru fólki. Í staðinn verður að færa rök fyrir því hvernig fólk hagar sér. Alls ekki óalgengt að þegar einhver treystir ekki eigin upplifun þá færist vantraustið yfir á viðfangsefnið. Sem dæmi má nefna afsökunarbeiðni Lilju Móses. Ég átta mig ekki á henni og treysti ekki á hvað hún er að segja eða gera. Ég eigna Lilju ástæðu vantraustsins þótt ástæðan sé skilningsleysi mitt.  

Orsökin er lærð hegðun og það er hægt að laga.

 Kv. Haukur

Haukur Baukur, 30.1.2011 kl. 12:08

10 identicon

@Haukur. Takk fyrir stórmerkilega pælingu og skilgreiningu á undarlegu sambandi sumra Íslendinga við afsökunarbeiðnir, eflaust einsdæmi meðal þjóða, sem væri verðugt viðfangsefni í doktorsritgerð í mannfræði eða sálfræði, frekar en að sóa henni hér sem svar við moggablogg. Ég hvet þig til að skrifa á opinberari vettvangi. Þú býrð yfir sjaldgæfum eiginleika til að geta skilgreint hluti sem liggja í þagnargildi og enginn hefur náð útlínunum á. Þetta er alveg hárrétt hjá þér með Lilju. Og kannski sorglegt. Því það sem sumt fólk skilur ekki varðandi Lilju er einmitt það hvað hún treystir sjálfri sér vel, þorir að hlusta á eigin samvisku sama hvað, og fylgir henni frekar en einum flokki, jafnvel þegar hennar eigin hagsmunir virðast vera í vegi, og bíður öllu byrginn. En ef allir lifðu samkvæmt hennar hugsjón, að vera trúr sjálfum sér, þá hefði hrunið aldrei átt sér stað, því spilling þrífst í skjóli flokkapólítíkur og þess að menn fórni samvisku sinni fyrir einhverja girnd sína, eða fyrir hópinn, en hvorugtveggja er nógu slæmt. Og skiptir þá engu hvort sameiginlegi óvinurinn er eitthvað sem Hitler, Mc Carthy eða Jóhanna Sigurðardóttir hefur skilgreint. Það er samskonar manngerð sem lætur slíkt stíra aðgerðum sínum frekar en samvisku sína. Lífið er stutt og okkur ber öllum fyrst og fremst skylda gagnvart samvisku okkar ofar öllu öðru. Þeir sem forðast að horfast í augu við þann sannleika og finna tímabundið öryggi í einhverji hjörð í stað þess að þurfa að hugsa sjálfir, munu sjá eftir því áður en yfir lýkur.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:48

11 Smámynd: Haukur Baukur

Takk fyrir það Guðmundur. Tek hugmynd þína til vandlegrar íhugunar.

Kv. Haukur

Haukur Baukur, 30.1.2011 kl. 17:55

12 identicon

Furðulegt að þegar nokkrir þingmenn eru búnir að segja afsakið klúðrið í kringum þessar kosningar, þá segir fólk minnst lítið eða bara ok, allt í lagi þá, þó ég sé ekki sáttur við þetta.  Svo þegar Lilja kemur og biður afsökunnar á að hafa tekið þátt í klúðrinu í kringum kosninguna þá koma reiðir Samfylkinar- og Vg-menn og rakka hana niður og væna um poppúlisma og leiðindi eins og alltaf!  Ótrúlegt alveg hreint!!!

Skúli (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband