Leita í fréttum mbl.is

Svona að velta fyrir nokkrum atriðum í framhaldi af þessum orðum Björns Vals

Björn Valur Gíslason, alþingismaður VG, segir að sú leið Samfylkingarinnar að innkalla fiskveiðiheimildir „muni leiða til mikillar upplausnar og gjaldþrota í sjávarútvegi og valda miklum usla í íslensku efnahagslífi.“

  • Svona fyrir það fyrsta ef að það er rétt að samningaleiðin eigi að fela í sér nýtingarrétt í 40 til 60 ár er það ekki það sama og fólk er að tala um varðandi Magma að það sé nærri því sama og eignarréttur þegar það er til svo langs tíma.
  • Hvernig má það vera að hann boðar gjaldþrot um allar jarðir við innköllun kvótans. Nú hefur kvótinn á síðust árum dregist saman um meira en helming í þorskkvóta. Hvernig má það vera að það hafi ekki valdið fjöldagjaldþrotum?
  • Nú stendur ekki til að hætta að veiða þann fisk sem verður innkallaður heldur leigja veiðiréttinn út á honum. Er það ekki nákvæmlega það sem gert er í dag nema að það eru kvótaeigendur sem leigja hann til annarra og hirða hagnað af því?
  • Er það eitthvað sérstakt að einhver útgerðafyrirtæki fari á hausinn á þessum síðustu og verstu tímum. Verða ekki til ný fyrirtæki til a veiða þá þennan fisk?

Bendi svo á grein Jón Steinarssonar í www.pressan.is þar sem hann segir m.a.

Þetta er enn eitt dæmið um skaðsemi núverandi fyrirkomulags í sjávarútvegsmálum með þeirri gengdarlausu rentusókn útgerðarmanna sem það hefur í för með sér. Lauslega áætlað eru verðmæti veiðiheimilda um 15 ma.kr. á ári. Þessi verðmæti fá eigendur útgerðarfyrirtækja landsins nú nánast án endurgjalds. Sem sagt ríkið gefur útgerðarmönnum 15 ma.kr gjöf árlega. Það er ekki nema von að þeir séu tilbúnir að setja þjóðfélagið allt á annan endann til þess að verja þetta fyrirkomulag.

Ef að útgerðarmenn eru tilbúnir að borga 15 milljarða á ári í auðlindasjóð þá má athuga með að ná samkomulagi um fyrningu á lengri tíma. En þetta djöfuls brask og í raun arðrán sem þeir stunda er með öllu óþolandi. Það er t.d óþolandi að þeir séu að nota arð af kvótanum í að halda úti heilu dagblaði.

Alveg eins og með aðrar takmarkaðar auðlindir er það höfuð atriði að þjóðin fái eins miklar rentur af henni og mögulegt er. Og útgerðamenn eru ekki að skila þessu til okkar sem skildi og því verður að breyta þessu fyrirkomulagi.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband