Leita í fréttum mbl.is

"Greiningardeild" Félags fasteignasala?

Rakst á þetta inn á www.visir.is . Datt svona í hug fyrst að: Allir eru nú komnir með greiningardeildir. Ég hef nú svona að undaförnu heyrt aðallega frá þeim að þeir séu farnir að óttast um vinnunna því að þeir mótmæla í umvörpum úrskurðum kærunefn Félags fasteignasala sem úrskurða að fastaeignasalar megi vera með ótakmarkað af sölumönnum í starfi hjá sér.

Núna kemur spá frá "Greiningardeild fasteignasala" sem telur að fasteignaverð eigi eftir að hækka á árinu og sala að aukast. Kannski rétt - en þetta gæti nú líka verið óskhyggja eða auglýsing frá þeim.

Svona fyrst við erum farin að tala um fasteignasala þá undrast ég alltaf hversu mikið þeir fá í sölulaun fyrir litla vinnu. Erlendis eru fasteignasalar mun meiri þátttakendur í sölunni. Þeir fylgja hugsanlegum kaupendum þegar þeir skoða eignina og þessháttar. Hér taka þeir út íbúð og mynda hana. Setja á netið og hugsanlega auglýsingu í blöð en síðan er þetta mest í höndum seljanda sjálfs þar til að kauptilboð og samningar eru á borðinu. Fasteignasalar rukka svo um ýmis aukagjöld fyrir hluti sem seljandi gæti gert sjálfur eins og þinglýsingar og þessháttar. Það er því spurning hvað felst í þessari söluprósentu sem þeir eru að fá.  En þeir bæta þessum gjöldum bara ofan á það.

Þetta er eins og bankarnir sem taka þjónustugjöld fyrir þjónustu sem ætti að að vera inn í vaxtamun hjá þeim.

 

Fréttablaðið, 02. feb. 2007 01:00

Spá hækkandi fasteignaverði

Greiningardeild Félags fasteignasala telur að líflegt ár sé fram undan á fasteignamarkaðnum.
Fasteignasalar segja góðar horfur í atvinnumálum og góðan kaupmátt vísbendingu um að fasteignaverð hækki.

Að því er segir í athugunum greiningardeildar Félags fasteignasala leiðir aukin velmegun yfirleitt til þess að fleiri fermetrar húsnæðis verði á hvern einstakling. Einnig sé lánaframboð nú meira en árið 2006. „Viðskiptabankarnir eru almennt farnir að lána aftur til fasteignakaupa eftir að hafa nánast dregið sig út af markaðnum í fyrra," segir greiningardeildin.

Þá er sagt að hjöðnun verðbólgu ásamt fyrirhugaðri lækkun á virðis­aukaskatti á matvæli muni leiða til hagstæðari umhverfis fyrir kaupendur fasteigna. Mikil eftirspurn hafi verið í janúar og sala aukist.

Fasteignasalar segja mikla fólksfjölgun leiða til aukinnar eftirspurnar. Enn hafi ekki skilað sér að fullu hækkun á verðmæti lóða og tiltekinna staðsetninga. „Sú hækkun virðist í sumum tilfellum ekki vera komin að fullu inn varðandi notaðar eignir," segir greiningardeildin.

Eina forsenduna fyrir aukinni eftirspurn segja fasteignasalar vera ört vaxandi áhuga útlendinga á að kaupa húsnæði á Íslandi. „Ekkert lát virðist á þeirri þróun," segir greiningardeildin sem kemst að þeirri niðurstöðu að verð fasteigna muni á þessu ári hækka „nokkuð umfram verðbólgu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fasteignasalar eru þjóðflokkur sem menn skyldu taka með fyrirvara. Þeir eru sífellt að tala upp verð á fasteignum og eru sjálfskipaðir sérfræðingar í fasteignaverði, það eru þeir ekki. Þegar þú selur er alveg ótrúleg álagning á þeirra þjónustu sem by the way er afskaplega lítil og allskonar aukagjöld sem þeir leggja á eða amk reyna það. Td þegar þeir bjóða tilboðið halda þeir VSK alltaf fyrir utan tilboðið. eða segja það amk ekki. ÞEir eru beggja vegna borðsins og munum að þeirra hagur er að selja eignina 1-2-3 miljónir til eða frá skiptir´þá engu í sambandi við heildar þóknunina. Í USA var gerð könnun sem sýndi að fasteignasalar eru með eignir sínar mun lengur á markaði heldur en mneðaltalið,,,,,,,,,til að ná besta verðinu.

Munið ekki hlusta á fasteignasalan og kynnið ykkur málið hjá sem flestum ti l að fá sem besta mynd af markaðinum og verð íbúðarinnar á að vera eitthvað sem þið ákveðið ekki þeir   ekki taka fyrsta tilboði eða 2

ehud (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 10:28

2 identicon

Þess má reyndar geta að systemið hjá Remax fasteignasölunum er annað, að Amerískri fyrirmynd.  Þar sjá fasteignasalarnir um alla kynningu á húsinu, þeir halda opin hús og bjóða eigendunum að yfirgefa heimili sín á meðan, sem mjög margir vilja.  Remax fasteignasalarnir taka svo lægri þjónustuprósentu en aðrar fasteignasölur, en fá á móti söluprósentu, svo þeirra hagsmunir eru að selja eignina þína á sem hagstæðustu verði.

Rakst inn á þessa síðu fyrir tilviljun og langaði bara að koma þessu á framfæri. 

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En eru fasteignasalar ekki einmitt á móti fyrirkomulagi ReMax. Finnst eins og ég hafi heyrt það á forvígismönnum Félags Fasteignasala sem dæmi um fullt af sölumönnum og fáir með löggild réttindi. Fagna náttúrulega allri samkeppni um sölu og þjónustu við það sem lækkar verð á þjónustunni ef þjónsutann er góð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok ég tek rökum það er reyndar langt síðan ég var að kaupa/selja fasteign. En samt er þetta upplifun sem maður heyrir frá fólki. En Ragnar ef þú lest þetta þá vantaði inn bara svona af því ég er forvitinn hvað er hún há hér á landi að meðaltali. Gott að vita það upp á samanburðinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 20:58

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Þannig að maður verður að viðurkennað að fasteignasalar á Íslandi koma bara ágætlega út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 21:39

6 identicon

Maggi gleypirðu rök hans hrá og lúffar. Það að taka 1.5% sölulaun á sölu íbúðar ef þú selur fyrir 30 millur greiðirðu 450.000 í sölulaun + skatt,,,,,,,,,,,,,hvað er ´´a bak við þessa þóknun skjala umsýsla, og reiningur í excel ???? rekstur síma etc húsnæði en 450þ er bara helv mikill peningur,  mér er alveg sama um þóknanir í öðrum löndum þær skipta engu máli og eiga ekki að vera viðmið frekar en önnur verð erlendis.

skoðunarskylda kaupanda er rík og ber kaupandi mikla ábyrgð á því að finna galla og vankanta

hve ætli tíminn sé hér á landi hjá Fast-söl þegar þeir selja íbúðir þeir bíða öruglega lengur vegna þess að þeir vita að toppverð fæst ef beðið er

snjólli (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman gaman!!! bara rökræður. Ragnar ef þú lest þetta verður þú að svara þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og eitt enn. Ragnar er virkilega til "Greiningardeild Félags fasteignasala"?

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband