Föstudagur, 4. febrúar 2011
Æi það eru allir orðnir þreyttir á þessu
Bara að benda þessum ágætu Indefence á að samninganefnd okkar kom heim og sagði að þessi lengra yrði ekki komist. Síðan liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að eignir Landsbankans nægja nærri að öllu leiti fyrir Icesave. Og jafn vel rúmlega það. Það gengur ekki að skrifa reglulega undir samning og mæta svo löngu síða og segja Nei við viljum þetta og hitt.
Þó vissulega hafi fengist betri samningar núna þá er næsta víst að það er ekki á það að treysta til framtíðar. Af hverju segjum við ekki stopp núna þegar að talið er að mest gætum við þurft að borga um 47 milljarða. Miklar líkur á að það verði minna og jafnvel ekki neitt.
Alveg sama hvað Indefence segir er þessi deila okkar við Hollendinga og Breta búin að kosta okkur í takmörkuðum lánamöguleikum til framkvæmda t.d. Búðarháls og Orkuveitan. Og ef við ætlum að halda áfram að deila um þetta þá fer þetta að kosta okkur í töfum. Þannig má t.d. bara nefna að hvert þúsund manna á atvinnuleysisskrá kostar okkur 3milljarða á ári í það minnsta. Og orkan sem fer í þessar deilur hér á landi kosta orku og tíma sem veldur því að ekki er hægt að vinna að fullu í öðru á meðan. Nú er stór meirihluti á Alþingi fyrir þessu máli og því ætti að Indefence að þekkja sinn vitjunartíma og hætta á meðan þeir eru í öndvegi sem mennirnir sem björguðu Icesave.
InDefence styður ekki Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969472
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús, viltu skrifa upp á óútfylltan víxil ?
Fáðu frekar þingmenn til að gefa frjálsar handfæraveiðar, það myndi
leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!
Aðalsteinn Agnarsson, 4.2.2011 kl. 23:29
þAÐ ER GOTT AÐ VERA ÞREYTTUR EFTIR ÁNÆGJULEGA VINNU OG KOMA ÞREYTTUR HEIM Í FAÐM FJÖLSKILDUNDAR.
EN AÐ ÓSKA FJÖLSKILDU SINNI AÐ ÞRÆLA FYRIR ÞJÓFA OG LÍÐ SEM VILL NIÐURLÆGA ÍSLENSKA ÞJÓÐ EINS OG ÞEIR SEM VILJA BORGA FÉ SEM ÚTRÁSAR VIÐBJÓÐURINN SKILDI EFTIR SIG ERLENDIS ERU ÞJÓÐNÍÐINGAR.
ÞVÍ VIÐ MEIRI HLUTI ÍSLENDINGA TÓKUM EINGIN LÁN SEM VIÐ ÞURFUM AÐ SEMJA UM SVO ÞAÐ ÞARF EKKERT AÐ SEMJA VIÐ EINN EÐA NEINN ÞVÍ ÞAÐ ER EKKERT AÐ SEMJA UM.
ÞEIR SEM ÞAÐ EKKI SJÁ ERU VANHEILIR OG ÆTTU EKKI AÐ HEYRAST ÞVÍ EKKERT KEMUR AÐ VITI FRÁ ÞEIM...
Jón Sveinsson, 5.2.2011 kl. 01:04
já VINNA ÞAÐ VÆRI FÁIR ATVINNU LAUSIR EF AÐ RÍKISSTJÓRNIN VÆRI AÐ HUGSA UM FÓLKIÐ Í LANDINU EN ÞAÐ GERIR HÚN EKKI ÞAÐ ER HENNAR AÐAL MARKMIÐ AÐ KNÉSETJA ALMENNING Í LANDINU VALDNÍÐSLA ER ÞAÐ EINA SEM ÞAU VILJA EKKERT RÉTTLÆTI FÓLKIÐ ER SAURINN UNDIR SKÓM OKKAR ERU ORÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR JÁ ÞAÐ STEND ÉG VIÐ HVAR OG HVENÆR SEM ER...
Jón Sveinsson, 5.2.2011 kl. 01:14
Sæll Maggi þú ert kannski þreyttur en hvað um börn og barnabörn þín verða þau ekki þreyttari að þura borga skuldir þjófana bara vegna þess að menn eins og þú fylgir bara flokksræðinu en ekki eigin sannfæringu!
Sigurður Haraldsson, 5.2.2011 kl. 01:42
Það er alveg rétt hjá þér Magnús - við eigum vissulega að stoppa, ekki til að samþykkja þetta - heldur til að leyfa þeim að stefna okkur..........
Eyþór Örn Óskarsson, 5.2.2011 kl. 02:05
Illa virðistu fylgjast með, Magnús Helgi, upp á síðkastið. Kannski bara orðinn "þreyttur"?
Það sama sagði reyndar Kristján Þór Júlíusson (sbr. HÉR!) rétt undir lokin þegar hann var að skila inn áliti í fjárlaganefnd með Þorgerði Katrínu og Ásbirni Óttarssyni, – hann væri orðinn "þreyttur" á Icesave-málinu.
Þannig mega alþingismenn ekki tala, þeir eiga að sinna vinnu sinni eða segja af sér ella. En hins vegar mátt þú tala þannig og skrifa, Magnús, og getur þá fylgt því eftir með því að hætta að blogga um Icesave, enda svo sem enginn söknuður að pistlum þínum um þetta Bretavinnumál.
Eitt dæmi hér um "þreytu" þína eru þessi orð þín: "... mest gætum við þurft að borga um 47 milljarða. Miklar líkur á að það verði minna og jafnvel ekki neitt."
Sérfræðihópurinn GAMMA, til kvaddur af fjárlaganefnd, mat möguleikann á endanlegri tölu sem svo, að hún gæti orðið á bilinu 25 til 233 milljarða króna. Áttaðu þig á því, að það er áhættuhegðun, ef Alþingi fer út í að gefa út opinn víxil eða óútfyllta ávísun* fyrir slíkum kynstrum (sumra mat er jafnvel um 200 miljörðum hærra!), fyrir utan að krafan á hendur ríki og þjóð er allsendis ólögvarin og réttast af grundvallarástæðum lögmætis, sjálfsvirðingar og fordæmis fyrir önnur mál að hafna algerlega hinni ólögvörðu kröfu.
Þar að auki er talan 47 milljarðar, sem sett var fram sem mögulega líkleg útkoma út frá gefnum, en sannarlega óvissum forsendum,** gersamlega úrelt, en þú hafðir bara ekki fylgzt með! Strax í desember kom fram 10 milljarða leiðrétting þeirrar tölu, já, upp á við! Ennfremur hefur gengi krónunnar lækkað um 4,5% frá því að Icesave-III-frumvarpið kom fram. Þetta samanlagt og e.t.v. fleira mun valda því, að Seðlabankinn metur nú hina líklegu tölu (að gefnum sömu veiku forsendum**) upp á 66 milljarða króna, ekki 47!
Þarna er ennfremur gert ráð fyrir því, að þessar fjárhæðir verði greiddar á næstu fáeinum árum. Verði það of erfitt, er heimild til þess í Icesave-III-svikasamningnum að teygja greiðslutímabilið allt til ársins 2046, og þá yrðu vaxtafjárhæðirnar vitaskuld langtum hærri.
En vegna þessarar hækkunar úr 47 í 66 milljarða er dagljóst, að til þess að standa við fyrri (tímastyttri) greiðsluáætlunina yrðu greiðslurnar á ÞESSU ári að verða miklu meiri en bara 26.100 milljónir króna (26,1 milljarður), eins og fjármálaráðherrann hefur þó gert ráð fyrir, látandi eins g hann sjái ekki, að (vonar)matið er komið upp í 66 milljarða á heildinni!
Þá er því við að bæta, að jafnvel þótt upphæðin yrði ekki hærri en þetta á árinu, 27.100 milljónir, hefði Steingrímur í meginatriðum einungis tvo kosti í stöðunni til að standa skil á þessari gerviskuldar-afborgun:
1) að leggja nýjan sérskatt eða aðrar skattahækkanir á þjóðina,
2) að taka lán fyrir þessum gríðarlegu útgjöldum. Lánið yrði með sínum eigin vöxtum, varla undir 4%, sem myndu þá bætast ofan á 3,2% meðalvextina til Breta og Hollendinga!
En hvað ef þetta yrði lagt á okkur í formi nýrra skatta á þessu ári? Gerum ráð fyrir (svona nánast út í loftið), að skattgreiðendur á Ísand séu 261.000 manns. Þá myndi 26,1 milljarður þýða 100.000 króna aukaskatt á hvern einasta skattgreiðanda og það bara á þessu ári, en svo ættum við meira "til góða" seinna! – meiri trakteringar í boði Steingríms, Jóhönnu og Bjarna Ben.!
Ég hirði hér minna um meðvirk skrif þín með fullyrðingum um, að við höfum ekki fengið nein lán vegna virkjana o.s.frv. vegna Icesave. Það mætti t.d. vel leita slíkra lána í Kína, Japan, Indlandi eða Rússlandi; annars hafa Vinstri græn verið einfær um að stöðva flest virkjanaáform. Þá er það rangt hjá þér, að Orkuveitan fái ekki góða lánafyrirgreiðslu erlendis þrátt fyrir bága stöðu sína.
Þú skrifar: "Síðan liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að eignir Landsbankans nægja nærri að öllu leiti fyrir Icesave." – Ef Bretar og Hollendingar tryðu þessu með þér, þá væru þeir ekki að leita eftir ríkisábyrgð á allt heila gillið!
Góða nótt.
* Það er raunar óleyfilegt samkvæmt ríkisábyrgðarlögunum að gefa út nokkrar skuldbindingar um slíkar óvissar lántökur eða álögur á ríkissjóð.
** Þessar óvissu forsendur voru (og eru):
1. hvernig fer um ýmsar kröfur í þrotabú Landsbankans,
2. hvers virði eignasafn þess verður, þegar upp verður staðið og allt selt (þetta er enn mjög óvisst),
3. hvernig gengi krónu, sterlingspunds og evru kann að æxlast á greiðslutímabilinu; allt gengissig krónunnar gagnvart hinum gjaldmiðlunum eykur eftirstöðvar gerviskuldarinnar, og gengisfellingar (sem t.d. geta átt sér stað með afléttingu gjaldeyrishaftanna á næsta afmælisdegi mínum, 31. ágúst!) myndu leika okkur afar grátt. Samt á að fara um TIF (tryggingasjóðinn) og greiðslur úr honum samkvæmt lögunum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999 (27. desember og TIF stofnaður á grunni þeirra árið 2000), en þar segir í 9. grein (undristrikun mín): "Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annarri mynt." – Einnig þetta ákvæði laga frá Alþingi óvirðir fjármálaráðherrann og hans lið gersamlega, þótt það myndi lina mjög áfallið og áhættu-gengisáhrifin sem eru í núverandi samningi; – og nú taka einnig svikarar úr Sjálfstæðisflokknum þátt í þessari óvirðingu laganna, auk vanvirðingar við 77. grein stjórnarskrárinnar!
Gleðstu bara um stund, Magnús Helgi, yfir sigurvon þinni og þinna þreyttu samherja. En skamma stund verður hönd höggi fegin.
Jón Valur Jensson, 5.2.2011 kl. 02:29
Svavar var líka þreyttur...
Spyr síðan bara eins og venjulega - og fæ þá kannski loksins svar: með hverju á að borga???
Haraldur Rafn Ingvason, 5.2.2011 kl. 02:42
Ég er líka þreyttur, en ég nenni heldur ekki að borga meira* af annarra manna skuldum. Svo ég er tilbúinn til að hafa Icesave samning IV, V, VI, VII, VIII og alla leið upp í CXXIII og beyond ef með þarf.
*þetta er ekki það eina sem við erum neydd til að greiða af annarra manna rugli. Bara það eina sem vefst ekki fyrir fólki hvað er.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.2.2011 kl. 03:04
Það þarf ekki nema eitt NEI.
Rökvillurnar við að reyna að koma skuldum einkafyrirtækis á þjóðina er pínleg vitleysa. Þetta er að verða einn bjánahrollur. Langlokurnar sem menn eru búnir að semja til að hnekkja aðalatriðinu gerast ekki vitlausari. Hvenær skyldu menn sjá ljósið í því að hætta að ræða svona dellukröfu útlendinga?
Það á bara að segja NEI, hvað er svona erfitt við þetta?
Haukur Nikulásson, 5.2.2011 kl. 09:21
Get aldrei skilið af hveru sumum finnst allt í lagi að almenningur borgi fyir óreiðu þessara ræningja.
Af hverju finnst þér það í lagi Hegi ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:01
Helgi,þú segir að það sé ljóst að eignir Landsbankans nægi fyrir skuldum Icesave.Er þá ekki hreinlegast fyrir Hollendinga og Breta að setja þessa kröfu á þrotabú Landsbankans heldur en að rukka almenning á Íslandi?Nú stefnir í þjóðaratkvæði um þetta mál og er það þó til bóta en í raun á meirihluti þjóðarinnar ekki að ákveða fyrir hina að þeir eigi að borga skuldir einkafyrirtækja.Það hefði að sjálfsögðu ekki átt að taka það í mál að semja um þetta mál í upphafi og eyða til þess fé almennings.
jósef asmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:19
"Æ, það eru allir orðnir svo þreyttir á þessu "gyðingavandamáli" " sagði Hans...og setti síðasta gyðinginn upp á vagn til Auschwitch.
Þreyta afsakar ekki siðleysi. Kynntu þér "Make Poverty History" átakið. Googlaðu því og þú finnur strax heimasíðuna. Þetta er gamalt átak um að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims. Icesave átti að vera prófsteinn. Ef við stöndumst, þá hjálpum við Afríku. Ef við stöndumst ekki, þá setjum við slæmt fordæmisgildi í þeim málum líka, og uppskerum ævarandi fyrirlitningu og hatur alls heimsins fyrir.
Og nei, ég er ekki að grínast. Ég er "insider".
Takk
Insider (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 14:03
Ef menn gefa ekki upp hugtakið "þjóðarskuld" upp á bátinn, þá mun það ekki heldur verða gert fyrir fátækustu ríki heims. Þetta er EINA leiðin. Og Icesave gæti sett þar lagalegt fordæmi. Þjóðarskuldir eru helsta ástæða hungurs og barnadauða í dag. Ekki sjúkdómar. Ekki matarskortur. Ekki menntunarskortur. Nei, þjóðarskuldir. Og það eru margir af ríkustu mönnum heims, þjóðarleiðtogum, trúarleiðtogum og poppstjörnum eins og Bono í U2 að vinna að því í dag að þetta vandamál hætti að vera til. En þeim tekst það ekki án þín, og að þú komist yfir þína helvítis LETI (að vera svona ÞREYTTUR á þessu máli) og farir að standa upp fyrir hugsjónir til tilbreytingar, öðlist réttlætiskennd og HÆTTIR að taka á þig óréttlátar skuldir.
Niður með Stockholms symdrome og geðveiki!
Niður með sturlun og siðleysi!
Niður með fátækt og barnadauða!
= Niður, já norður og niður og dýpstu leið til Helvítis með ICESAVE!!!!!!!!!! Og megum við aldrei sjá né heyra af því meir! Nema í sögubókum!!!!!
Vakandi og Vinnandi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 14:07
Að kjósa Icesave er að leggja blessun sína yfir siðlaust arðrán á þriðja heims þjóðum sem eru að slignast undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að bregðast fátækustu þjóðum heims á úrslita stundu í stað þess að koma með gott lagalegt fordæmi um undankomuleið frá þjóðarskuld. Þjóðarskuldir drepa lítil börn á hverri sekúndu, og drepa fleiri en sjúkdómar og matarskortur til samans. Það eru þjóðarskuldir sem lama Afríkuríkin umfram allt. Að kjósa Icesave, eða leggja blessun sína yfir það á nokkurn hátt, er að vera siðleysingi og viðbjóður sem getur ekki kallað sig manneskju, og á sjálfur skilið að deyja eins og börnin sem eru að deyja núna undan þjóðarskuldum. Að kjósa Icesave er að vera hugleysingi og ragmenni sem þorði ekki að berjast fyrir réttlætinu, og á ekkert gott skilið.
Að kjósa Icesave er að vera viðbjóður.
Ég kýs ekki Icesave!
Make Poverty History!
http://www.makepovertyhistory.org
MPH (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:08
Helgi farðu nú að átta þig á því að ef fer fram sem horfir þá verður þú einn af fáum íslendingum sem vilt borga óráðsíu stórglæpamanna!
Sigurður Haraldsson, 7.2.2011 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.