Leita í fréttum mbl.is

Jónas Kristjánsson er með þetta

Alveg er ég hjartanlega sammála Jónasi Kristjánssyni þegar hann segir:

Gladdist áðan, þegar ég sá, að Mörður Árnason skerti málfrelsi Vigdísar Hauksdóttur. Mörður er formaður umhverfisnefndar Alþingis og hefur þurft að þola málæði Vigdísar. Í morgun tók svo steininn úr, þegar Mörður hastaði á Vigdísi og hún stökk á dyr. Sendi síðan bréf um úrsögn úr nefndinni. Þetta er aldeilis frábært. Ég skil ekki, hvers vegna Mörður er ekki meira í trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Samskipti hans og Vigdísar eru til fyrirmyndar samkvæmt þessu. Mættu forsetar Alþingis læra af honum. Mörður er maðurinn, sem getur skrúfað niður í víðfrægu málæði Vigdísar Hauksdóttur.
Hef jú oft reyfað álit mit á henni sem þingmanni.

mbl.is Vigdís getur ekki unnið með Merði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þið Jónas ættuð að lesa eftirfarandi:

Innlent | mbl | 15.2.2011 | 14:04

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og sagðist hafa skrifað Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, bréf og beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn á fundi umhverfisnefndar þingsins í morgun.

Vigdís gekk af fundi nefndarinnar í morgun ásamt Birgittu Jónsdóttur, og skrifaði síðan Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta þingsins, að hún segði sig úr nefndinni vegna samstarfsörðugleika við Mörð Árnason, formann nefndarinnar.

Mörður sagðist vona að Vigdís endurskoðaði þá ákvörðun sína að segja sig úr nefndinni.

Benedikt V. Warén, 15.2.2011 kl. 14:25

2 identicon

 Eina fólkið,sem virðist geta  unnið með Vigdísi Hauksdóttur, eru skötuhjúin í  Útvarpi Sögu

Eiður (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Af því hún er heil og sönn!!

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2011 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband