Leita í fréttum mbl.is

Nú er Marinó sérfræðingur í öryggismálum hélt ég.

Hvað segir Marinó t.d. um það ef að fólk getur ekki með góðu móti kannað hvort það er skráð á listann? Eða hvað með ef ég settist nú niður með þjóðskrá opna og skráði bara í rólegheitum 30 nöfn hér. Færi svo heim og skráði 30 nöfn þar eftir þjóðskrá og svo í vinnunna og skráði 30 nöfn þaðan. Ef ég get þetta hvað er þá að marka lista sem á sýna fram á vilja þjóðarinnar til að fara með þetta mál í þjóðaratkvæði.

Og svo er það rétt að að kjósendafjöldi sem samsvarar íbúum í Kópavogi eða kosningabærum íbúum í Kópavogi og Hafnafirði geti komið á þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvað með t.d. ef að þessir íbúar væru á móti hækkun hámarksútsvars. Gætu þeir þá safnað undirskriftum sín á meðal og sett það í Þjóðaratkvæði?  Og verður þetta kannski framtíðin að við skrifum undir undirskriftalista mánudaga og þriðjudaga og kjósum á fimmtudögum og föstudögum. Um nóg er að kjósa.

 Því að eftir það verður Alþingi bara álitsstofnun sem undirbýr mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. Og engin ákvörðun af einhverju mikilvægi verður tekin nema að loknu þjóðaratkvæði. Er fólk t.d. tilbúið að kjósa aðra hvora viku?


mbl.is Ekkert að söfnuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Ef mikið er um "svindl" þá hefur það áhrif á tölu undirskrifta meðan á söfnun stendur.  En úrtakskönnun á listanum fyrir afhendingu leiðir í ljós magn rangra færslna.

"Svindl"-möguleikar skipta þannig ekki sköpum, en eru að sjálfsögðu til leiðinda úr því menn er með nægilega lélegan karakter til að reyna að spilla lýðræðislegu starfi samborgara sinna.

Einhverjar pælingar um þjóðaratkvæðagreiðslur af litlu tilefni eru út í bláinn. Það þarf í raun og veru mjög mikið til að tugþúsundir undirskrifta safnist.

Björn Ragnar Björnsson, 17.2.2011 kl. 21:30

2 identicon

Úrtakskönnun leiðir ekki magnið í ljós. Hún gefur hins vegar vísbendingar um á hvaða bili rangar færslur liggja. Rangar færslur geta fræðilega skipt sköpum. Við vitum það ekki nú.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:35

3 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Hrafn,

 þú hefur rangt fyrir þér. Það þarf úrtak uppá nokkur hundruð úr undirskriftalistanum, þar sem kannað er hlutfall þeirra sem eru á listanum með eigin vitund og vilja til að svara fyrir alla söfnunina með miklu öryggi. Það er óþarft að kanna alla.

Björn Ragnar Björnsson, 17.2.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég get ekki stillt mig um að mæta og stríða þér.

En ég ætla að svara þessari spurningu þinni, þó ég viti að þú veist mæta vel sjálfur svarið.

En ef þú gerðir þetta, þá værir þú lögbrjótur.

Og veistu hvað, ég ætla þér það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband