Leita í fréttum mbl.is

Já kjósum bara!

Það eru um 90% þjóðarinnar með aðgang að netinu. Ef að þjóðin í heild væri á því að fella þennan Icesave samning þá hefði stærri hluti en 37 þúsund skrifað undir. Það má segja að um 190 þúsund kusu að skrá ekki nöfn sín undir þessa ósk til forsetans. Og því færi ég rök fyrir því að meirihluti þjóðarinnar vill klára þetta mál. Og kannski er nauðsynlegt að greiða um það atkvæði en mikið lifandis skelfing á þetta eftir að gera okkur erfitt fyrir í framtíðinni. Þannig má færa rök að því að allir stærri framkvæmdir hér tefjist í það minnst í hálft ár eftir ákvarðanatökur því það þau mál fara eðlilega í þjóðaratkvæði. T.d. virkjunarframkvæmdir, leyfi fyrir stóriðju. Hin ýmsu lög líka. Þannig að eftir að Alþingi hefur tekið ákvörðun um stór mál og sett lög þá safnar fólk undirskriftum og fella þessi lög. Nokkuð ljóst að forsetinn er búinn að missa stjórn á þessu ef að þessi lög verða feld. Auk þess verður stjórnin að segja af sér væntanlega. Og þannig verður þetta þar til búið er að breyta stjórnarskrá.

En kjósum bara. Held að almenni Íslendingurinn átti sig á að muninum á að hafa þó samning um hvernig fara á með Icesave eða þá að hafa þessi mál í algjörri óvissu næstu árin.


mbl.is Skorar á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Alveg sammála Magnús.  Forsetinn er kominn í algerar ógöngur með þetta. 

Þórir Kjartansson, 18.2.2011 kl. 21:48

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

37 þúsund er enginn sérstakur fjöldi miðað við hversu auðvelt er að ná til fólks í dag. Síðustu daga opnaði maður varla netið öðruvísi en að skorað væri á mann að skrifa undir - eða réttara sagt slá inn nafn sitt, því enginn skrifar í raun undir neitt.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.2.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Já "right" Emil. Það er minnsta mál að ná í tugþúsundir undirskrifta af því að fólk er fífl eða hvað.  Sýndu að fullyrðing þín eigi við nokkur rök að styðjast!

Björn Ragnar Björnsson, 19.2.2011 kl. 01:31

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það ER auðveldara að ná til fólks í dag til að skrifa undir áskoranir, miðað við það sem var fyrir tilkomu netsins, facebook og bloggssíðna. Óþarfi að blanda fíflaskap í málið.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.2.2011 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband