Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður Katrín fær á kjaftinn frá blaðamönnum!

Nú þegar Þorgerður Katrín hefur svarað BÍ hversvegna hún fór ekki eftir tilnefningum þeirra fær hún það heldur betur til baka. Í frétt af yfirlýsingu frá BÍ segir:

Í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu segir, að ráðherra hafi hins vegar gert grein fyrir afstöðu sinni í Morgunblaðinu í dag. Þær eftiráskýringar staðfesti, að ekki stóð til að hafa samráð við Blaðamannafélag Íslands varðandi NJC. Ráðuneytið virðist ekki óska eftir frekari samstarfi við BÍ og neyðist stjórn BÍ til að haga störfum sínum í samræmi við það.

Og síðar

„Menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að þar sem hugmyndir um breytingar á NJC fælu m.a. í sér að nám í blaðamennsku yrði fært til háskóladeilda í hverju landi, hefði henni þótt rétt að skipa ekki háskólamann, enda skapaði það hættu á hagsmunaárekstrum. Rétt þykir að upplýsa menntamálaráðherra að í sérfræðinganefnd NJC sitja nú þegar fulltrúar þeirra skólastofnana á Norðurlöndunum sem leitað verður til vegna endurmenntunar blaðamanna, samkvæmt þeim breytingum sem menntamálaráðherrar Norðurlanda létu gera á starfseminni.

Því má bæta við að það er í meira lagi undarlegt að sjá haft eftir menntamálaráðherra að það bjóði hættunni heim að tilnefna einstakling úr háskólasamfélaginu í sérfræðinganefnd norræns blaðamannaskóla.

Þess má að lokum geta að umræddur einstaklingur, Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum sem og mikla reynslu af útgáfu og norrænu samstarfi, auk þess sem hann starfar um þessar mundir að ritstjórn og útgáfu fyrir Blaðamannafélag Íslands," segir í yfirlýsingu BÍ.

Eins segir í yfirlýsingunni að starfsmaður Mennamálaráðuneytis sem ég held að nú sé orðinn vara maður í þessari umræddu nefnd, hafði sagt BÍ að tilnefningar þeirra hefðu verið teknar til greina og sá sem BÍ tilnefndi yrði aðalmaður í nefndinn.

Já það er ekki gott að reyna að koma með rökstuðning eftir á. Afhverju ekki bara að segja að Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera vel við Ólaf Stefensen fyrir störf að flokksmálum?

Frétt af mbl.is

  Segir ráðherra ekki hafa útskýrt skipun í NJC
Innlent | mbl.is | 2.2.2007 | 19:39
Blaðamannafélag Íslands segir að Þorgerður K. Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hafi í engu tekist að útskýra hvers vegna hún kaus að hunsa tilnefningar Blaðamannafélags Íslands í sérfræðinganefnd norræna blaðamannaskólans í Árósum (NJC). Aukinheldur hefur hún ekki sýnt Blaðamannafélaginu þá virðingu að svara erindi þess frá því í síðustu viku þar sem krafist sé skýringa.


mbl.is Segir ráðherra ekki hafa útskýrt skipun í NJC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband