Leita í fréttum mbl.is

Geðklofa þjóð!

Miðað við þessar niðurstöður þá eru fylgjendur því að málið fari í þjóðarakvæði aðeins nokkrum þúsundum fleiri en vilja samþykkja ICESAVE. Það má því segja að eini árangur forsetans sé að draga lausn málsins í 2 mánuði. Og það verða hér gríðarleg læti.

Nú hafa allir helstu sérfræðingar í lögum og samningum mælt með því að þessi samningur sé samþykktur. Og það sem meira er að þetta eru mennirnir sem andstæðingar þess að semja um Icesave hafa vitnað til.

  • Lee Buchheit
  • Lárus Blöndal
  • Ragnar Hall

Bara svo við nefnum einhverja. Eins má nefna að með samninganefndinni unnu stórar alþjóðalegar lögfræðistofur eins og: "Með samninganefndinni störfuðu náið um lengri eða skemmri tíma þeir Andrew Speirs fjármálaráðgjafi frá Hawkpoint lögfræðistofunni, Nigel Ward lögmaður frá Ashurst lögfræðistofunni" Og þar fyrir utan fjöldi sérfræðinga og ráðgjafa.

Minni á að hvorki Sigmundur Davíð, Þór Saari, Indefence eða aðrir sem fara framarlega í þessari baráttu að synja Icesave, eru sérfræðingar í þessu mál. Þetta eru upp til hópa reynslulitlir menn með menntun út og suður en enginn í samningum milli landa eða evrópskum lögum.

Allir þeir sem unnu að þessu telja að ekki verði komist lengra með samningum. Þarna er búið að semja um afborgunartíma til rúmra 30 ára með þaki á greiðslum á hverju ári þannig að þær fari aldrei yfir 5% af tekjum ríkisins. 70% þingmanna sem hafa legið yfir þessu í í 3 mánuði. Og fengið fullt af sérfræðingum til að fara yfir málið. En nei fólk vill þjóðaratkvæði um málið sem gæti leitt til þess að við fáum hærri reikning, verri greiðslukjör og hærri vexti ef við töpum því.

Ef að 58% ætla að samþykkja hann til hvers er þá af stað farið.

icesave_med-moti


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk telur mikilvægt að vilji þjóðarinnar komi fram og með þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun það gerast. Það mun ekki eingöngu koma fram hversu margir eru fylgjandi samningnum heldur einnig hversu margir eru andvígir honum. Það má vel vera að þessum samningi verði einfaldlega frestað, en þá hefur að minnsta kosti verið farið alla leið og fólk getur vonandi sæst við málalok -hver sem þau verða, rétt eða röng.

Mér finnst vanta tengsl milli þjóðar og þings. Hvers vegna hefur Alþingi með svona lítinn stuðning? Er skortur á stuðnings til Alþingis ástæðan fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni?

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þvímiður er það svo að við hlustum alltaf á einhverja aðra en okkur sjálf þegar við eigum að fara að gera upp hug okkar um mikilvægustu málin.

Það er nú reyndar raunin að Bretar geta eki farið í mál við okkur þar sem að það hefði fordæmisgildi út í allt Evrópusambandið.

Með "sigri" myndi Ísland dæmast til að standa undir skildaklöfum, en það myndu allir aðrir einnig, þar á meðal Bretar sem færu lóðbeint á höfuðið.

Ef þeir hingsvegar töpuðu málinu þyrfti enginn að greiða neitt og þá færi Evran  í heild á hliðina og með það sama yrði kveikt að nýju á Kalda Stríðinu.

Það eina sem við áttum að gera frá upphafi var að afhenda þeim þrotabú Landsbankans og segja þeim að éta það sem úti frís.

Óskar Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 21:00

3 identicon

Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:48

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú áttar þig á Pálimi að við erum að tala um Ólaf Ragnar Grímsson er það ekki. Spurðu kennara sem voru í launadeilum 1990 um Ólaf þegar hann setti lög til að afnema kjarasaminga sem þeir höfðu gert. Og hvað með þá skýringu að nú hafi þjóðin löggjafarvaldið. Hvað er það? Erum við ekki með löggjafarvald. Sem er Alþingi. Nú ef það er óþarft þá skalt þú segja mér hvernig við setjum hér lög í framtíðinni. Hver semur þau og hver ákveður þau? Þjóðin? Eiga þá allir þegnar að eyða öllum sínum tíma í að lesa álit lögspekinga og annara er að málinu koma og semþykkja eða synja lögum.  Sér í lagi umdeildum lögum t.d. fjárlögum, samningum við önnur lönd, hækkun skatta og svo framvegis. Við getum skoðað Kaliforníu sem nú er á hausnum af því að fólk er sífellt að fella úr gildi það sem Þingið þar ákveður. M.a. skattahækkanir.

Ólafur er refur í pólitík og þersvegna hefur hann m.a. verið í nokkrum flokkum um ævina. Þessi ákvörðun hans hafði ekkert með lýðræði að gera heldur var þetta hans leið til að kaupa sér aðdáun. Hann er markvisst að vinna að því að ná að hreins af sér leiðnda umtal og álit sem hann fékk í kjölfar hrunsins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband