Leita í fréttum mbl.is

Þetta missti algjörlega marks hjá bæjarstjórn Vestmanneyja!

Hvað í ósköpunum gengur Bæjarstjórn Vestmanneyja til að blanda ESB viðræðum inn í þetta. Þeir verða að átta sig á að sumir hugsa kannski til framtíðar og telja að við eigum möguleika á betri stöðu til frambúðar innan ESB.

Við gætum líka farið í svona leik eins og tala um alla peningana sem nú er búið að eyða í Landeyjarhöfn og á eftir að eyða í halda henni opinni.

Bendi þeim á að ef að Útgerðarmenn borguðu eðlilegt auðlindagjald þá þyrfti kannski ekkert að skera niður hjá þeim.  Þeir ættu kannski að tala við útgerðamenn í Eyjum um að bæta þeim upp þennan niðurskurð.


mbl.is Gagnrýna forgangsröðum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og ef að Vestmannaeyingar myndu sjálfir halda eftir þeim peningum sem þarf til að reka heilbrigðisstofnunina, í stað þess að skila þeim í ríkiskassann þá hvað?

Efast ekki um að þeir myndu fara létt með það og eiga samt afgang til að borga í ríkishítina.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 11:53

2 identicon

Sindri minn.

Það væri   nær að útgerðarkóngarnir í Eyjum byrjuðu á því að gera upp skuldir sínar.

thin (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Segir þú já við Icesafe. Áttu einhvern pening til að borga þetta.??? Viltu að ég geri kröfu á þig um að þú skuldir mér milljón. myndir þú segja já án málaferla. Eg bara spyr  

Valdimar Samúelsson, 25.2.2011 kl. 14:25

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vestmanna eyjingar geta með lögum slitið sig frá Íslenska liðveldinu grundvallað á alþjóða lögum. Þeir myndu fá flóð innflytjenda frá frá restinni af íslandi   

Valdimar Samúelsson, 25.2.2011 kl. 14:27

5 identicon

Maggi, farðu nú að láta renna af þér maður. Held þú hljótir að hafa verið fullur þégar þú varst að æpa um samþykkt á Icesave 1 og 2. Það er engin önnur skýring haldbær. Núna ertu bara á bömmer í þynkunni með Icesave 3. Þessi tvö mál sem þú virðist einungis grilla í í móðunni eru bæði steindauð. ESB aðild verður aldrei samþykkt af þjóðinni, það er alveg gefið. Íslendingar eru ekki það vitlausir að henda frá sér sjálfstæði sínu og þar með yfirráðum á auðlindum sínu fyrir þína blautu kratadrauma og félaga þinna. Hitt málið þitt Icesave 3, er líka dautt. Sennilega verður það fellt í þjóðarathvæðagreiðslu, ef ekki, verður niðurstaðan, samningurinn sem slíkur, kærður til hæstaréttar sem mun líklegast úrskurða samninginn sem brot á stjórnarskrá. Þá er annað af tvennu fyrir þig, skella í þig einum köldum, eða vitkast. Það er þó kannski borin von! 

Rekkinn (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 17:18

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég held ekki að þú hafir hugmynd um hverjar skuldir Eyjamanna eru, frekar en þú hafir hugmynd um skuldir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt hefur þú ekki heldur hugmynd um hvor gæti borgað sínar skuldir hjálparlaust.

Ég þori að fullyrða að ef Eyjamenn og önnur áþekk sveitafélög úti á landi myndu ekki  þurfa að borga sína tíund til fógetans væri ekki verið að skerða þjónustu við íbúa, sem fá ekki hjartabíl á 7 mínútum osfrv.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.2.2011 kl. 20:01

7 identicon

Það tekur ekki NEMA 7 mínutur að keyra Vestmannaeyjar enda á milli þannig að það tekur væntanlega innan við það að koma fólki á sjúkrahúsið  þar. Mér kemur ekki við hverjar skuldir höfuðborgarinnar eru, ég veit nokk hverjar sveitafélags míns eru, á Vestfjörðum. Hér hafa útgerðarmenn EKKI verið að gambla með hagnað sinn og verið að veðsetja óunnin afla.   Og hvað er það nýjasta ?????  Ný höfn...............................................

thin (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband