Leita í fréttum mbl.is

Finnst þetta með afbrigðum!

Auðvita alltaf spruning hvort að það verði nokkrar kosningar hér á landi sem þola skoðun Hæstaréttar. Örugglega hægt að finna að einhverjum smáatriðum við allar kosningar hér á landi.

En það sem ég er að hugsa er það að hér eru allir að heimta "Nýtt Ísland" Og þá sér maður fyrir sér að upphafið hlýtur að vera að breyta grundvellinum. Flestar stofnanir, fyrirtæki og raun allir sem ætla að breyta um stefnu vita að það er algjört grundvallar atriði að byrja á grunninum þ.e. að því að setja ramman sem síðan er byggt á. Ramma sem mótar skipulag stjórnsýslunar, réttindi borgarana, eignarrétt, mannréttindi, skildur stjórnsýslunar við borgarana, skipingu dóms-, framkæmdar og lögjafarvalds og svo framvegis. Og þessar breytingar á stjórnarskrá taka tíma. Þannig þarf t.d. að rjúfa þing og kjósa og kjósa svo aftur. Og ef að stjórnarskrá felur í sér t.d. miklar breytingar á kjördæmaskipan þá verður kannski að kjósa einu sinni enn. Ef ekki verður drifið í þessu núna gætum við þurft að bíða í nokkuð mörg ár eftir þessum nauðsynlegu grunnstoðum undir aðrar umbætur sem þarf að gera.


mbl.is Stjórnlagaþingið getur beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var kolólölegt þing og það verður okkur til skammar um alla framtíð ef við förum að taka niðurstöður ólöglega kjörins þing alvarlega. Það er það sama og að hæðast að lýðræði og vestrænni siðmenningu, og verður þjóðinni allri að háði. Þú ert greinilega illa að þér í lögfræðinni. Víða um heim hefði sumum þeim sem stóðu að þinginu verið stungið beint í steininn, og er ég þá að tala um Frakkland, Bandaríkin o.s.frv....þau lönd sem taka lýðræðið alvarlegast og hafa mótað mest okkar eigin lýðræðishefð. Einhver Sovét-Hitlerismi er okkur til háðungar. Lög skulu vera lög. Og lýðræði skal vera lýðræði!

Lögfræðingur (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 18:27

2 identicon

Hvað er  svona með afbrigðum?Og hvað ertu að tala um að breyta grundvellinum?Ef forsetanum dettur í hug að skjóta máli til þjóðarinnar eða umhverfisráðherra kemst ekki upp með stjórnlagabrot(reyndar ekki verið vikið frá ennþá) þarf þá að laga lögin eftir því?Getur fólk ekki bara farið að lögum?"Nýja ísland, hvenær kemur þú"

josef asmundsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 18:43

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögfræði á Íslandi er til skammar. Hún er orðin eins og þegar múslimar túlka Kóranin.

Heilbrigð skynsemi er að leggjast niður vegna þessara nýju trúarbragða.

Ég skil vel að einhver sem er lögfræðingur neyðist til að skrifa undir dulnefni. Talandi um Bandaríkin í þessu samhengi! Hversu heimskir geta menn orðið eiginlega..

Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 18:47

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað er ólöglegt við að skipa stjornlagaráð? Sé það nú ekki. Hæstiréttur úrskurðaði að þessar kosningar væru ólöglega en ekki um að stjórnarskrá mætti ekki breyta án tilkomu nýs stjórnlagaþings. Minni á að hér hafa um árabil starfað nefndir sem vinna áttu að breytingum á stjórnarskrá. Hæstiréttur úrskurðaði um þetta mál en dæmdi ekki. 

Þetta er náttúrulega spurning um hvort nokkur kosninga á Íslandi stæðist ef svona smáatrið væru kærð í kverjum kosningum. T.d. hef ég aldrei skilið að það sé löglegt að flokkar séu með fulltrúa á kjörstöðum sem merkja við hverjir koma að kjósa.  Þ.e. njósna um okkur sem eru að greða atkvæði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo kannsi í viðbót! Allir eru að tala um þörf á breytingum hér á landi. En það er sama hvað um er rætt eða hverju á að breyta það er landlæg afturhaldssemi í ákveðnum hópi hér á landi sem gerir allt til að koma í veg fyrir að eitthvað komist til framkvæmda. það verða engar breytignar ef menn eru sífellt að finna einhver smáatrið til að tefja máli  eða koma í veg fyrir breytingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2011 kl. 20:07

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það á ekki að breyta hlutum bara til þess að breyta þeim. Ef þú myndir hugsa aðeins meira, en þér virðist vera sagt að hugsa um, þá væri möguleiki á því að einhver rök kæmust í kollinn á þér.

1. Hæstiréttur hefur aldrei fundið neitt að kosningum hér á landi. Smá hér og þar er ekki í boði.

2. Nýja Ísland verður ekki til með því að kollvarpa öllu á landinu.

3. Ramminn verður aldrei byggður á einu eða neinu nema sjálfsvirðingu landsmanna, ef hún er á sama stigi og sumir þá er enginn rammi.

4. Ef þetta er tíminn til þess að drífa í hlutunum þá er nær að lesa söguna frá 1916 - 1938.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2011 kl. 20:20

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Viðbót við lið 1: nema stjórnlagaþingskosningunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2011 kl. 20:25

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nýtt Ísland verður ekki byggt á mein gallaðri stjórnarskrá sem hægt er að túlka út og suður. Ef að á að breyta hlutum þá verður það að byggja á grunni sem styður við breytingar. T.d. varðandi auðlindir. Það verður ekki breytt kvótakrefinu fyrr en það er niðurneglt að þjóðinn eigi fiskinn í sjónum og engin geti ráðstafað honum að vild nema skv. lögum sem við setjum um hann. T.d. varðandi þjóðarakvæðagreiðslur. Hverning á að fara fram á þær og hvernig þær skul framkvæmdar og um hvaða mál. T.d. varðandi mannréttindi ýmiskonar. T.d. breyta því að um helmingur fjallar um forseta Íslands án þess að segja nokkrun skapaðan hlut því að flestar ganga út á að hann framselji vald sitt. Enda byggt í grunninum á stjórnarskrá frá 1840 fyrir Danmörku þar sem Konungurinn var að afsala sér völdum til þingisins í Danmörku.

Ef að fyrirtæki t.d. er endurskipulagt er byrjað á að skipuriti sem byggir á markmiðum eigenda eða stjórnenda fyrirtækis byggt að hagsmunum eigenda þess og starfsmanna. Stjórnrarskrá er sáttmáli okkar sem hér búum og lög, stjórnsýsla og annað á að byggja á henni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2011 kl. 20:29

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Örlítið í viðbót. Jónas Kristjánsson segir um nýja stjórnarskrá m.a. á www.jonas.is

Ný stjórnarskrá þarf að taka á ýmsum grundvallaratriðum siðfræðinnar, þar á meðal þeim, sem Hæstiréttur skilur ekki. Stjórnarskráin þarf að banna mútur, svo að Hæstiréttur geti ekki lengur leyft mútur. Stjórnarskráin á að banna þjófnað, svo að Hæstiréttur geti ekki lengur leyft þjófnað. Stjórnarskráin verður að banna aðgerðaleysi í embætti, svo að Hæstiréttur geti ekki leyft algeran svefn í embætti. Stjórnarskránni ber að banna allan útúrsnúning á þjóðareign auðlinda, svo að Hæstiréttur geti ekki snúið út úr henni. Í stóru og smáu þarf ný stjórnarskrá að hindra undanbrögð og lagatækni Hæstaréttar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2011 kl. 21:28

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Magnús.

Það er ekkert að þeirri stjórnarskrá sem við höfum. Í aðalatriðum var og er hægt að fara eftir henni, ef vilji er til þess. Þennan vilja, hefur sú stjórn sem nú er við völd, beygt í samræmi við þau lög sem hinir alræmdu útrásarvíkingar stunduðu.

Þetta er ekki flókið. Án siðferðisvitundar og vakningar í þá átt, þeirra sem byggja þetta land, verður hvorki farið eftir nýrri, né gamallri stjórnarskrá Lýðveldisins.

Ég get ekki betur séð á skrifum Jónasar en að hann eigi alveg eftir að setja sig inn í og skilja núverandi stjórnarskrá. Maður sem er með komplexa eins og þessi skrif (ef þau eru hans) gefa til kynna þurfa að komast amk. í jóga.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2011 kl. 23:09

11 identicon

Þess konar einstaklingar sem finnst þetta eðlileg tilhögun eru ekkim eðlileg afurð síns samfélags, heldur í grunninn alræðissinnar, sem liði betur í Íran þar sem forynginn gæti ákveðið allt út og suður fyrir þau, og klerkar ávítað þau fyrir brot á reglum og lögum, og þar liði þeim vel, innan ramma sem aðrir sköpuðu fyrir þau.

Engin þjóð með sjálfsvirðingu breytir eigin stjórnarskrá fyrir tilstilli ólöglega kjörinna einstaklinga, í svo háðuglegum kosningum.

Engin þjóð er meiri en sjálfsvirðing hennar. Sýnum okkur sjálfum þá virðingu að kjósa okkar eigin leiðtoga til að breyta okkar eigin stjórnarskrá, í átt til batnaðar, en ekki sem skálkaskjól fyrir andlýðræðislegar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar.

Þetta er ólöglega kjörið þing sem naut einungis stuðnings lítils hluta þjóðarinnar jafnvel samkvæmt niðurstöðu þessa ólöglega gjörnings. Það var illa staðið að þessu og hið mesta fúsk og eins og gert til þess að hæðast að Íslensku þjóðinni. Ríkisstjórn sem ekki virðir lög og rétt er ekki hæf til að stíra siðmenntuðu þjóðfélagi og á betur heima í ofríki ættbálkakerfis einhvers staðar í frumskóginum. Hér er siðmenning, og réttlætisgyðjan er blind, og á að vera blind. Hún sér hvorki hægri né vinstri, svarta né hvíta, karl né konu, því hún er réttlát.

Flokkshundum fullum ofríkis ráðlegg ég að gerast bara talibanar. Þið eruð til háðungar bæði fyrir hönd góðra og gildra hugsjónamanna sócíalismans eins og Trostky og Olaf Palme, og John Stuart Mill myndi ekkert vilja hafa saman að sælda með hægriflokkshundum Íslands heldur. Þið eruð samskonar pakk og kominn tími til að þið stofnið ykkar eigin flokk: Flokk ofstækismanna, en ofstækismaður er hver sá sem dæmir skoðun eftir hvaðan hún kemur, en ekki hver hún er, orð eftir eiganda þeirra, og réttmæti gjörnings, svo sem þessa stjórnlagaþings, eftir því hvar hann er flokksbundinn eða foreldrar hans. Nýja Ísland hefur ekkert pláss fyrir ofstækismenn og ofríki. Gerið okkur þann greiða að flytja til Saudi Arabíu, hægri sem vinstri! Réttlætisgyðjan hirðir ekki frekar um rautt eða blátt en svart eða hvítt og MEGI JUSTITIA RÍKJA Á ÍSLANDI...því HÚN EIN ER OKKAR FJALLKONA!!!

Með löghlýðinni kveðju,

Heiðvirður vinstrimaður.

Í nafni Justitiu. (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 02:51

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jónas hvað? Sigurður Líndal,segir ekkert að stjórnarskrá Íslands,menn þurfa að virða hana og halda.

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband