Leita í fréttum mbl.is

Handónýt króna!

Ég hef sagt það oft áður hér á blogginu að krónan okkar sé ekki að gera sig. Þessi frétt sýnir að í raun er krónan skrá allt of há og miðað við verðlag ætti hún að vera 158 krónur miðað við dollar

Frétt af mbl.is

  Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Viðskipti | Morgunblaðið | 3.2.2007 | 5:30
Mynd 305685 Íslenska krónan er ofmetnasta myntin í heimi samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Vísitalan mælir verð á Big Mac-hamborgum víða um heim og samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera.


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ójá við skulum miða allt gengi útfrá því hvort matvælinn hérna séu framleid í verksmiðjum úr úrgangsefnum og allt bragð í matnum sé búið til á rannsóknarstofum og að þetta sé allt framreitt af ólöglegum innflytjendum sem fá varla greit fyrir vinnu sína og eru í nútíma þrælahaldi. 

Ekki góður standard. 

Fannar frá Rifi, 3.2.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

OK eigum við að miða við eitthvað annað? T.d. Verða á Coke, mjólk, kjöti ég held að það sé sama hvar er borið niður. Þetta með McDonald er komið til af því að þetta eru sömu vélar og annað sem vinna þetta hvar sem er í heiminum. ´

Brauð meira segja íslenskt vatn er ódýrara á flöskum í útlöndum en hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.2.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við getum náttúrulega lækkað verðið á öllu. Með því að lækka öll laun verkamanna. Þannig getum við fengið ódýrar vörum með því að arðræna verkafólk. 

Og ef þú segir að við séum að því þá er það greinilega ekki gert í nóga miklu mæli svo þú getir fengið þér ódýrann big mac. 

Fannar frá Rifi, 4.2.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að launin komi þessu minnst við. Hér eru ekki hærri laun heldur en í flestum þeim löndum sem við miðum okkur við. Matarverð hér ræðst af hárri verðlagningu, óhagræði í landbúnaði, háum tollum og handónýtri krónu.  Í skjóli hennar þrífst hér ekki nein samkeppni og því geta fyrirtæki hagað álagningu eins og þeir vilja. Vegna tolla þá er engin þrýstingur á bændur að hagræða. Og milliliðir þar maka krókinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.2.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/113608/

góð grein um Evruna. mæli með henni. 

Fannar frá Rifi, 4.2.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Morten Lange

Gott að borgarinn sé ekki ódýrari. Gott að íslensk landbúnaður sé vernduð.  Óþarfi að vernda offramleiðslu á kjöti  með innflutt fóður samt.  Framleiðsla á hreinum og mengunarlitlum afurðum þeas grænmeti, kartöflur, ávexti og já fjallagrös og þess háttar, ætti að hlúa að.   Slæmt að hér ríki nánast einokun í verslun og að hér séu allt of fáum kjörbúðum og of mörgum stórmörkuðum.

Ef Mac indexin er gott mælitæki, þá viljið þið kannski flýtja til Kína ?

Tókuð þið eftir að sumum af löndunum sem eru efst á Human development index listanum  eru líka efst á McIndex-num ?  

  http://en.wikipedia.org/wiki/Human_Development_Index
 

Sjá annars umfjöllun um takmarkanir hér :

 http://en.wikipedia.org/wiki/Big_Mac_index

Morten Lange, 4.2.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband