Leita í fréttum mbl.is

Kosningavixlar

Ég hef m.a. talað um það í síðustu færslum að nú fari ríkisstjórnarflokkarnir að setja fram loforð um framkvæmdir sem koma eiga til framkæmda eftir kosningar. Og tryllingurinn er virkilega byrjaður. Samgönguráðherra lofar nú og lofar framkvæmdum út um allt og Guðni skrifar stóra víxla til bænda langt fram í tímann. Egill Helgason tekur þetta upp á svæði sínu Silfri Egils og segir:

Loforðasúpa ráðherra fyrir kosningar er gengin langt út í öfgar. Hví leggur samgönguráðherra fram samgönguáætlun þremur mánuðum fyrir kosningar? Er það ekki í hæsta máta óeðlilegt? Býst einhver við því að Sturla Böðvarsson verði ráðherra eftir kosningarnar? Eru loforð hans einhvers virði?

Og Guðni Ágústsson. Hví er hann að undirrita risasamning við sauðfjárbændur rétt fyrir kosningar? Væri ekki eðlilegra að nýr ráðherra skoðaði málin, gerði slíkan samning eða gerði hann ekki?

Hið sama gildir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og loforð hennar um auknar fjárveitingar til Háskóla Íslands, Siv Friðleifsdóttur sem lætur prenta bækling um sýn sína í öldrunarþjónustu - og svo skilst manni að ríkisstjórnin ætli að fara að kynna umhverfisstefnu.

Svona breytast ráðuneytin í kosningaskrifstofur. Þetta kallast kosningavíxlar og eru alsiða í pólitíkinni. En ekkert betri fyrir það.

Síðan heldur hann áfram að pirra sig út í Samgönguráðherra og segir:

Annars tók ég eftir því að í samgönguáætlun Sturlu er gert ráð fyrir peningum til mislægra gatna á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þetta er einhver mesta óþurftarframkvæmd sem um getur, eftir að þarna komu tvöföld beygjuljós. Svo mun þetta mannvirki útheimta annað eins niðri í Lönguhlíð þar sem hinn raunverulegi flöskuháls er. Framtíðin er nýjar leiðir út úr borginni - Hlíðarfótur og vonandi líka brú yfir Skerjafjörð en með henni væri hægt að komast á örskotsstundu milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Svo brúum við þaðan yfir í Straumsvík og þá er ekkert mál að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Nema að við komum því fyrir á Álftanesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband