Leita í fréttum mbl.is

Nýtt hægra framboð?

Var að lesa bloggið hennar Margrétar Sverrisdóttur. Og ég get ekki skilið hana örðuvísi en að það sé unnið að því að stofan nýtt framboð. Eða hvernig ber að skilja þetta:

Laugardagur til lukku og Spaugstofan

Nýtt afl (grín Grin) er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskri pólitík.  Fundað var í dag og á næstunni verða sett fram skýr markmið framboðs sem er hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna.  Bíðið spennt eftir framhaldinu - dokið við - hér rétt handan við hornið verða æsispennandi tíðindi...

"framboðs sem er hægra megin við miðju" það getur maður ekki skilið örðuvísi en nýtt framboð. Ætli það sé hægra grænt framboð með Ómari og fleirum. Þetta er spurning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki ofsögum sagt af hægri glundroðanum.

Dofri (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 02:21

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

er það bara smjörklípuaðferðin hjá Dofra hehehe.

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 02:26

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hægra hvað ?????

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2007 kl. 02:27

4 identicon

Sæll, Magnús Helgi og þið öll !

Hver veit, ........................ ángjulegt yrði það nú, fyrir íslenzka þjóð; kæmu nú fram á sjónarsviðið einhverjir, SEM ÞYRÐU að taka á ýmsum vandamálum samtímans, án þess að vera með eitthvert froðusnakk. Tel þó hæpið, að mín ágæta jafnaldra, Margrét Sverrisdóttir leggi í hann, hvað viðvíkur vaxandi ágengni þeirra Múhameðsku hér á landi, væri vel, ef yrði. Þá kemur að öðrum kjarna mála, sem er varðveizla grundvallaréttinda alþýðufólks í launamálunum; hverjum ógnað er mjög, með niðurboðum, vegna verklegra framkvæmda, í landinu; með allmiklu framboði launafólks; utanlands frá. 

Þá yrði prófsteinn nokkur, og mikilvægur bændum, t.d. á Þjórsárbökkum beggja megin, ofríki álversins í Straumsvík, og legáta þess er nú í algleymingi. Er á þeim Suð- vesturlands innbyggjurum mörgum hverjum, ekki bara Hafnfirðingum sumum, hverjir fylgja stækkun álversins í þeirra skíri; ekki og hvað sízt ýmsum nágranna þeirra, að heyra, að algert aukaatriði sé, hvort Sunnlendingar sjálfir þurfi ekki að nýta vatnsföllin, fyrir sitt eigið heimahérað, þótt síðar yrði.

Það er ekkert einhlítt í þessum málum öllum, Magnús Helgi, en.... sjáum hverju hægri menn fái áorkað, leggi þeir til atlögu við fimbulfambið í hinum flokkunum. Dæmigerð kauðavinnubrögð er nú þessi gjaldahækkunarskrípaleikur Herjólfs, millum lands og Eyja. Reyndar, þrátt fyrir góðar meiningar, er Sturla frændi minn Böðvarsson allmikill sveimhugi, þá sá gállinn er á honum, líkt og víðar vill verða, í mínum ágæta frændgarði. Réttlættir samt ekki grútarvinnubrögð; gagnvart Eyjamönnum og nærsveitamönnum þeirra, ýmsum.

Með beztu kveðjum, úr Suðuramti /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband