Leita í fréttum mbl.is

Eitt dálítið furðulegt við þessa könnun

Eins og niðurstöður þessarar könnunar eru kynntar á vef Viðskiptablaðsins er athyglisvert að það virðist engin hafa verið óákveðin, engin neitað að svara og engin ætla að skila auðu. Það er sagt að hringt hafi verið í 800 manns og virðist hafa náðst í þá alla. Held að það hljóti að koma einhverjar frekari skýringar á þessu á morgun þegar blaðið kemur út.
mbl.is Mjótt á mununum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skora á þig að rjúka út í fyrramálið, kaupa þér Viðskiptablaðið, og skrifa svo blogg um það sem stendur í blaðinu um leið og þú kemur aftur inn.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2011 kl. 23:02

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Magnús ég þarf að hitta þig og sjá með eigin augum þann mann sem lætur flokksræðið teyma sig til slátrunar!

Sigurður Haraldsson, 16.3.2011 kl. 23:07

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er sjálfsagt mál að vera fylgjandi Icesave ef maður vill. En ef færri eru sammála þér nú en áður verður þú að vera maður til að taka því. Skoðun þín er ekkert endilega vitlausari þótt færri séu nú fylgjandi henni. Mér finnst það alltaf dálítið barnalegt þegar menn bregðast við slíku með því að láta að því liggja að þeir sem gera skoðanakönnunina séu bara að plata. Að lokum vek ég athygli þína á að Viðskiptablaðið hefur lýst stuðningi við Icesave í leiðurum, svo samsæriskenningin hefur eiginlega ósköp litla möguleika til að ganga upp, hvað sem öðru líður.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að eitthvað er furðulegt við einhverja könnun, þá hlýtur könnunin sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni var með á visir.is um Icesave.  Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum gafst ekki tími til að birta niðurstöðu könnunnar, þar sem fleiri sögðu nei við Icesave en já................

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.3.2011 kl. 23:34

5 identicon

Það er ekki hægt að taka mark á könnunum sem gefa ekki upp hlutfall svarenda af þeim sem spurðir voru, né könnunum þar sem fólk hringir sjálft eða fer inn á heimasíðu þess sem spyr.

Þetta liggur í augum uppi fyrir þá sem vilja sjá og hafa lágmarksgreind.

Hulda (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 23:57

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verða vafalaust upplýsingar um hlutfall svarenda í blaðinu á morgun. Það stendur í fréttinni að þar verði nánari upplýsingar. Það sjá þeir sem kunna að lesa, sko :)

Þorsteinn Siglaugsson, 17.3.2011 kl. 00:13

7 identicon

Og á meðan aðeins er gefinn upp hluti staðreynda um könnun dunda lestrarhestarnir sér við að lesa milli línanna sko :)

Hulda (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 00:22

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Maggi!´Var í fyrradag að setja inn á Faecabook gamla færslu frá því í fyrra.Færslan gengur út á torkennileg ljós í Gufuneskirkjugarði.              Sem ég ýti á ,,deila,, kemur myndin af þér með krúsina,sem er þín hausmynd á blogginu. Ég veit ekkert hverju þetta sætir,en væri auðvelt að mynda sér skoðanir að einhver sé að gramsa í mínum færslum. Ekki misskilja dettur ekki í hug að þú eigir þar hlut að máli. En leik mér að gera þetta spaugilegt og vísa til færslunnar,einhver af þeim sem um er rætt væru að gramsa. Með bestu kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2011 kl. 01:10

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kunni ekki að taka hana burtu,enda er mér hjartanlega sama,ef draugsi vill láta þig fylgja mér að málum!!!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2011 kl. 01:13

10 Smámynd: Magnús Ágústsson

Hey Nafni

Thad vill enginntaka ad ser ad vera med JA vid Icesave a INN er ekki flott fyrir this og adra JA sinna ad thaka thad ad ykkur?

Magnús Ágústsson, 17.3.2011 kl. 06:04

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta var eins og mér datt í hug:

"23,1% svarenda í könnun MMR um afstöðu til Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar segjast vera óákveðnir. 3,9% neituðu að svara. Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu er svipað og var í annarri könnun sem MMR vann 21. febrúar síðastliðinn. Nú tóku 73% afstöðu þá tóku 74,7% afstöðu." www.vb.is

Fannst alveg með öllu ótrúlegt ef að allir spurðir hefðu verið búnir að gera upp hug sinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2011 kl. 08:23

12 identicon

Já, þetta eru gleðifréttir að fleiri skuli ætla að sýna manndóm og mennsku frekar en skjálfa sem hræddar mýs fyrir óréttlæti glæpamanna. Enn er von í heiminum. Einn helsti frömuður lýðræðisins fyrr og síðar sagði "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir öryggi með frelsi sínu, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði... Siðan hafa þessi fleygu orð oft verið notuð yfir stuðningsmenn nazistanna, Þjóðverjar völdu á sínum tíma Hitler afþví hann höfðaði til þarfar þeirra fyrir meint "öryggi", og það er eins með þá sem setja já við Icesave. Það er nokkurs konar nazismi að segja já við Icesave. Ekki bara ertu með því að styðja óréttlæti til að reyna að tryggja falskt öryggi, eins og kjósendur Hitlers eða þeir sem borga mafíunni "verndartolla" frekar en berjast gegn henni...og þá grasserar hún bara og verður áhrifameiri og áhrifameiri, heldur erum við með þessu að hjálpa málstað nazismans með að traðka á litaða manninum. Þjóðarskuldir hafa drepið fleiri í heiminum en styrjaldir, sjúkdómar og matarskortur samanlagt síðast liðin ár, afþví þær eru algengasta ástæða þessa þrenns. Haíti er gott dæmi. Þar var nánast jafn ömurlegt um að litast fyrir og eftir náttúruhamfarirnar í þessu áður blómlega landi, afþví nær allar tekjur landins fara í að borga Frökkum gamlar skuldir sem þeir vilja meina þeir eigi, þessir fyrrum kúgarar Haitímanna. Margar aðrar gamlar nýlendur halda fátækustu þjóðum heims í samskonar skuldaánauð og nú herja tvær þeirra á okkur. Ef við gefum undan, þá þýðir það að fleiri börn í Afríku halda áfram að deyja og átakið Make Poverty History sem Bono í U2 stírir (makepoverthistory.org) mun mistakast. Þá skulum við aldrei vera hræsnarar meir. Hver sá sem borgar hjálparstofnun kirkjunnar pening fyrir jól, eða þykist ætla að styrkja eitthvað barnaþorp út í heimi, en x-ar já við Icesaver, er hræsnari og nazisti, því afleiðingar gjörða hans eru skelfilegar fyrir þetta fólk og heildarmyndina hér í heiminum. Þetta skilja allir vitibornir og vellesnir menn, en til er gáfað fólk sem engu að síður getur blekkt sjálft sig og fegrað ástæður sínar, og þorir ekki að horfast í augu við eigin heigulshátt, hræsni og siðleysi. Það er sorglegt. Þú gerir mannkyninu, heiminum og þínum minnstu bræðrum meira gagn með að x-a NEI við Icesave heldur en með að gefa milljónir í hjálparstarf, og milljónir gætu aldrei bætt þann skaða sem þú gerir verr settum börnum en þínum eigin, sem þó munu líka bera byrgði synda þinna og borga fyrir þær, ef þú x-ar já...Horfstu í augu við þetta og taktu svo ákvörðun, góða eða vonda, sem ábyrg manneskja, en ekki sem barnalegur maður á flótta undan eigin ábyrgð, vitandi hversu alvarleg ákvörðun þetta er. "Ég er komin með leið á þessu máli" er ekki gild ástæða. Eigum við þá ekki bara að hætta að flytja fréttir af hörmungunum í Japan og fara bara að horfa á Friends. Til er "leti" sem er bara siðleysi, ómennska og viðbjóður í dulargerfi. Ekki gerast sekur um slíka synd í gerfi leti. Sýndu smá vitrænan og mannlegan metnað og vertu almennileg manneskja!

Afdrifaríkasta ákvörðun Íslandssögunnar (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:26

13 identicon

Það er í raun athygglisvert hversu margir hafa gert upp hug sinn áðður en málið hefur verið kynnt á óhlutdrægan hátt.

Það eina sem komið er fram "so far" er hræðsluáróður þess sem halda að þeir séu að "stjórna" einhverju hér á landi og fylgifiskar þeirra sem hafa bugast og hlusta nú með eyrun sperrt á hræðsluáróður sem kemur Bería og Göring til þess að leggja við eyrun í gegnum 6 fet og 60 ár.

Það er nokkuð ljóst að "stjórnin" er skíthrædd við að kynna málið á hlutlausan hátt og þá er hugsandi fólki það auðsætt að mjölið er morkið í poka þeirra.

Áður en fólk fer að kalla hvort annað ljótum nöfnum fyrir það eitt að hafa tekið afstöðu ætti það að krefjast opinnar umræðu án pólitísks áróðurs í nafni lýðræðis.

Þar til það hefur verið gjört er öll umræða innantómt hjal.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband