Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason heldur áfram að skjóta á Útvarp Sögu og færist í aukana!

Þetta fer að verða skemmtilegt. Maður les bloggið hans Björns og hlustar daginn eftir á Arnþrúði Karsl á Útvarpi Sögu öskureiða.

Nú segir Björn:

Tvisvar hef ég notað heitið niðstöng nútímans um útvarp Sögu hér á síðunni í tilefni af því, hvernig stöðinni var beitt gegn Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri frjálslyndra. Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins og faðir Margrétar, ritar grein um ill örlög flokksins í Morgunblaðið í dag. Þar minnist hann á þessa sérkennilegu útvarpsstöð og kallar hana útvarp Lygasögu.

Sendingar í útvarpi Sögu fara fram hjá mér en mér er sagt, að Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi stöðvarinnar, flytji hverja skammarræðuna eftir aðra yfir mér á stöðinni og þeir Sigurður G. Tómasson og Guðmundur Ólafsson taki einnig syrpur í sama dúr. Allt er þetta líklega undir sömu formerkjum og annað á þessari makalausu stöð - óhróður af þessu tagi höfðar vafalaust til einhverra en Sverrir Hermannsson segir, að þeir, sem stöðin studdi í valdabaráttunni innan Frjálslynda flokksins hafi kostað starfsemi stöðvarinnar þá daga með auglýsingum. Þetta er sem sagt allt á sömu bókina lært.

En þetta er náttúrulega dómsmálaráðherra landsins og spurning hvort hann sé ekki komin langt út fyrir það sem eðlilegt er að maður í slíkri stöðu láti frá sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dómsmálaráðherra hlýtur að mega svara skítkasti og rógi þótt á öðrum vettvangi sé.

Stundum vilja þau ekki ræða um fjarstadda, en það er greinilegt að ekki er sama hver maðurinn er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hefði nú haldið að dómsmálaráðherra mætti ekki beita sér svona leynt og ljóst gegn einkafyrirtæki. Hann dylgjar um fjármögnun og fleira. Hann gæti komist í stórkostleg vandræði ef að stöðin kærir hann fyrir atvinnuróg.

Útvarp Saga fór nú ekki að tjá sig um hann fyrir en þau svöruðu fyrir þessa níðstangar umræðu hans.

Það verður að gæta að því að hann er æðstimaður dómsmála hér á landi og því gætu hugsanleg dómsmál þar sem Útvarp Saga kæmi að spillst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.2.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband