Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Jónína Ben að segja?

Nú fer Jónína Ben hamförum á öllum stöðum sem hún kemst á til að ráðast á Ingjibjörgu Sólrún. Nú síðast í Silfri Eglis. Hún segir fullum fetum að Ingibjörg hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að koma böndum á þessa glæpamenn sem Baugur er. Og síðan segir hún:

Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn hafa litlar þakkir fengið fyrir að reyna að stöðva þessa framþróun í viðskiptaheiminum en um leið sjá kjósendur að flokkurinn er sá eini sem gæti hugsanelga ráðið við fákeppnisvandann. Því þurfa landsmenn að gefa Sjálfstæðisflokknum það vald sem til þarf og sjálfstæðismenn að sýna pólitískt þrek til þess að láta ekki veisluhöldin villa sér sýn.

Þó ég sé trúleysingi þá segi ég bara o. my God! Hvað er konan að meina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 16 ár. Það er flokkurinn sem meðvitað hefur haldið Samkeppnisstofnun og öðrum eftirlitsaðilum í fjársvelti. Og þegar hún er spurð hvað hún sé að meina með að stjórnarandstaðan hafi gert til að koma í veg fyrir að þessar valdablokkir kæmust til valda nefnir hún fjölmiðlafrumvarpið.  Og það vita allir að málið komst á fullt skrið vegna reiði t.d. Forsætisráðherra þáverandi og fleiri út í Baugsfeðga. Og sennilega af því að allt kerfið fór í gang út af einni kretitnótu og frásögn eins manns þá var því klúðrað frá upphafi. Hefði kannski verið betra að undirbúia sig meira áður en þeir réðust inn í Baug.

Síðan í sífelltu spyr hún hvernig póstar sem komu upp um olíumálið komust til samkeppnisráðs. Og hún hafi séð þessa pósta. Og tengir það við plott við að ná Skeljung undir Baug. Ég verð nú að segja að mér er sama hverning upp komst um þetta olíusamráð.

Ég er eiginlega vonsvikin yfir þessu gassagangi í Jónínu því margt annað sem hún segir er mjög vitrænt og merkilegt eins og hvernig bankarnir ráða öllu hér á landi. Í krafit eigna í fyrirtækjum  og skulda fyrirtækjana og eigenda við bankana. Vildi að hún ræddi meira um það.

En að halda að það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem gæti komið í veg fyrir fákeppnisvandan er út í hött. Og gott væri að einhver minnti Jónínu á það að það voru Sjáflstæðismenn sem seldu bankana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Ég er hætt að taka mark á Jónínu Ben.  Hún má tala og skrifa fyrir mér, en ég tek ekkert mark á henni.  Hún er sem sagt ótrúverðug og spurning af hvaða hvötum um kemur svona fram.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 4.2.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband