Leita í fréttum mbl.is

Í ljósi þessara niðurstaðna með OR fer maður að velta fyrir sér hvað Sjálfstæðismenn voru að hugsa

Nú eftir þessar fréttir með OR fer maður að velta fyrir sér ummælum Hönnu Birnu á meðan hún var Borgarstóri þá  aftók það með öllu að OR væri í teljandi vandamálum. Og bæði þá og eftir að hennar tíma lauk þá hefur hún talað um að það væri engin þörf á gjaldskrárhækkunum og alls ekki eins miklar og þær hefðu verið. Og svo verður manni hugsað til allar hinna stjórnmálamanna úr öllum flokkum hvað þeir voru eiginlega að hugsa. Að voga sér að skuldsetja OR svona mikið. Maður spyr til hvers? Nú átti OR og forverar hennar bara að sjá Reykjavík og öðrum eigendum fyrir hita og rafmagni. Hvað átti að græðast með því að virkja svona fyrir stóriðjur í Hvalfirði og fleiri stöðum Hverju átti það að skila fyrir Borgarbúa? Jú kannski einhverjum arði þegar virkjanir væru búnar að greiða sig upp en það er kannski  20 ár sem líða þangað til. Hvað var fólk eiginlega að hugsa? Kaupandi hitaveitur hér um allt land á kostnað Reykvíkinga vitandi það að þær höfðu ekki og munu ekki bera sig? Held að OR sé nærri því meiri glæpur heldur en Bankahrunið. Þarna var nærri skuldalaust fyrirtæki sett á hausinn á 12 árum.

Og kannski í viðbót ætti fólk aðeins að átta sig á að Reykjavíkurborg er ekki að leika sér að hækka t.d. útsvar hjá sér sem og finna allar leiðir til að skera niður.


mbl.is Ætla að fjármagna OR til 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband