Leita í fréttum mbl.is

Þetta er einfalt mál. Fólk segir Já og klárar þetta mál.

Fyrir mér er Icesave einfalt mál. Ég hef ekki forsendur til að meta alla þætti málsins en hef fyrir löngu ákveðið að best sé fyrir okkur að koma þessu máli frá!

Það sem "Nei" sinnar gleyma alltaf í þessum upphróunum sínum er eftirfarandi:

  • Öll matsfyrirtæki telja að þau muni fella lánshæfi okkar ef við fellum Icesave
  • Þjóðarbúið skuldar hvað um 2500 milljarða erlendis eða eitthvað svoleiðis. Þ.e. ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.
  • Þessi lán koma náttúrulega á gjalddaga næstu ár og þarf að endurfjármagna þau.
  • Hvert % sem lánin verða dýrari þýðir milljarða tugi eða hundruð á ári í vaxtagreiðslu þá næstu árin á eftir.
  • Þetta þýðir náttúrulega að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki geta ekki fjárfest í auknum atvinnutækifærum. Sem þýðir að atvinnuleysi minnkar ekki heldur eykst sennilega.
  • Eins þá býðst erlendum fjárfestum sem hingað vilja koma ekki eins ódýrt fjármagn sem þýðir að til þess að fá þá hingað þarf að bjóða þeim að borga enga skatta, eða að fá orku á útsölu
  • Þetta myndi leiða til þess að hér yrði lítill eða engin hagvöxtur

Því er ljóst að mínu mati að 47 milljarðar sem Icesave gæti kostað okkur er bara smámunir miða við það sem 4 til 5 ára barátta okkar fyrir dómsstólum með Icesave gæti kostað þjóðarbúið jafnvel þó við ynnum málið sem flestir telja ólíklegt. Þ.e. í hærri vöxtum á lán sem þarf að taka og endurfjármagna. Og í hægari hagvexti eða neikvæðum.

 Og jafnvel þó við ynnum málið las ég um daginn þá eru líkur á að ESA myndi samt fara aftur með málið fyrir EFTA því að við hefðum þrátt fyrir dóma hér á landi brotið EES samninginn og dómsstólar hér brotið EES þar sem að samningurinn er gildur að Íslenskum lögum.

Eins minni ég að með samningnum erum við þó vís með að greiðslur okkar á ári af Icesave eru með taki og samningurinn framlengist sjálfkrafa í allt að 37 ár ef hér koma upp óvænt atvik.

Hér má sjá vægi Icesave miðað við allt annað í hruninu. Eins og sést eru líkur á að það verði svipaður kostnaður af Icesave samningnum eins og af björgun SP Kef

 

hrunið

mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vill klára málið hér og nú og segja N E I!  Já þýðir endalausar fjárhagsáhyggjur og eymdarbæsl fram eftir öldinni. Fyrir utan
þau KOLRÖNGU skilaboð sem við sendum með JÁ-inu til allra
fjárglæfraafla, og ekki síður  glæpamannanna er skópu Icesave.
Þess utan yrðu við VIRT af almenningi alþjóðasamfélagsins að
rísa upp gegn hinni gjörspilltu alþjóðlegri bankamafíu. Kominn
tími til að alþýða um heim allan rísi upp og segi NEI hingað en ekki
lengra.   N E I  við ICESAVE!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.4.2011 kl. 17:09

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave II fór 98-2. Samt hef ég ekki hreyrt Steingrím eða Jóhönnu biðjast afsökunar á að hafa barist fyrir þeim hörmungarsamningi. Og auðvitað ekki algjörlega forhert lið eins og þig Magnús. En það er auðvitað ágætt að sjá ykkur tjá ykkur um Icesave III því að því meira sem frá ykkur kemur þá aukast líkurnar á að Icesave III verði fellt. Verst að þið skylduð hafa gleymt að hafa Svavar og Þorgerði Katrínu með í 20 manna elítuauglýsingunni. Þið eruð dæmalausir sérfræðingar í að tapa svona þjóðaratkvæðagreiðslum.

Davíð Pálsson, 3.4.2011 kl. 17:18

3 identicon

Hjá mér er þetta einfalt.

Já þýðir já við því prinsippi að íslensku þjóðinni skuli vera skylt að borga fyrir einkavætt bankasprell á erlendri grundu.

Það þýðir líka skuldbindingu sem engum hefur tekist almennilega að skilgreina stærðina á, hvorki lágmarks né hámarks.

Þannig, að ég kýs eftir prinsippinu. Ég skulda ekki túkall íðessu og segi NEI.

NEIN. NON. NO. NJET. og...NEI.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Logi Íslendingum bar að hafa eftirlit með þessum bönkum að þeir væru ekki að bjóða kjör sem þeir gátu ekki staðið við eða að innistæðutryggingar sem þeir störfuðu eftir gætu ekki staðið við það sem þeim var ætlað. Enda segir Lee Buchheit að það sé eitt af því versta að eftirlitskerfið hér með bönkunum hafi algjörleg brugðist.

Þett er það sama og allar aðrar þjóðir haf þurft að gera nema að við förum betur út úr þessu því við skiptum bönkunum upp við hrun á meðan aðrar þjóðir dældu í bankana peningum til að halda þeim óbreyttum en allt þetta snérist um að bjarga innistæðueigendum að mestu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 18:00

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Davíð Jóhanna og Steingrímur börðust ekki fyrir Icesave 2 eftir að forsetinn synjaði undirskrift. Því þá var strax komið boð um betri kjör. Minni þig á að þau greiddu ekki atkvæði. Og sögu að það væri ekki nema einn möguleiki sem væri að segja nei.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 18:02

6 identicon

Við erum og höfum í dálítinn tíma verið í ruslflokki hvað varðar þetta lánshæfimat, þannig að það breytir nú engu.
Ekkert er vitað hvað fæst fyrir allar eignir landsbankans en áætlað er að það verði 30 milljarðar eftir, eigum við ekki fyrst að fá á hreint hversu mikið við fáum áður en við segjum já við "einhverri tölu" sem enginn veit?

Selja fyrst, semja svo.

Agnar (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:36

7 identicon

Já og ábyrgðin er líka í erlendu fjármálaeftirlitunum... Hún er ekki 100% hérna, þeir gerðu ekki vinnuna sína heldur og létu þetta viðgangast án þess að gera neitt.

Agnar (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 18:39

8 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég var orðin já maður því ég var orðin leiður á þessu máli en eftir að ég tók mig til og kynnti mér málið mjög vel þá er ekkert sem stöðvar mig í að segja NEI.

Tryggvi Þórarinsson, 3.4.2011 kl. 20:01

9 identicon

aðeins hálvitar og landráðsmen segja já við þessum kúgunum

einhver (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:42

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála Tryggva Þórarinssyni hérna og mun segja NEI...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 20:56

11 identicon

Jón Logi Íslendingum bar að hafa eftirlit með þessum bönkum að þeir væru ekki að bjóða kjör sem þeir gátu ekki staðið við eða að innistæðutryggingar sem þeir störfuðu eftir gætu ekki staðið við það sem þeim var ætlað. Enda segir Lee Buchheit að það sé eitt af því versta að eftirlitskerfið hér með bönkunum hafi algjörleg brugðist.

Þessi fullyrðing er röng! Bretum og Hollendingum ber að hafa eftirlit með lánastofnunum sem starfa á þeirra grundu.

http://www.youtube.com/watch?v=iXUd0p63PlE|+|amp|+|feature=player_embedded

Kristinn (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:24

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kristinn Landsbanki fékk leyfi hjá FME fyrir starfsemi Icesave. Bæði í Hollandi og Bretlandi og því gátu stjórnvöld þar ekki stoppað þetta með góðu móti. Annað gildir um dótturfélög. FME átti því að hafa eftirlit með þessu þar sem þetta var á okkar ábyrgð. Eftirlit breta og Hollendinga var þá væntanlega um að ekki væri verið að snuða Neytendur. En útibú skilar sínum tölum til höfuðstöðvana sem voru í Austurstræti. Þess vegna voru Bretar allt árið 2008 að reyna að fá Icesave breytt í dótturfélag. En þá hefði ´Landsbankinn ekki getað flutt peninga hingað heim til að endurfjármagna lán Aðalbankans sem og að lána hér í bygginar og fjárfestingar. Þetta voru jú einu penignarnir sem bankinn hafði aðgang að sem lánsfé á síðustu  árum bankans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 21:45

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

einhver (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:42

Alveg skýrt merki um mann sem gleypir upp orði einhverja án þess að kynna sér þau. Og heldur að þetta sé voða sniðugt. Minni þig á að kostnaður við Icesave verður sennilega minni en bygging tónlistarhússins. Eru þá allir sem komu að þeirri byggingu landráðamenn?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 21:48

14 identicon

Magnús. Hollendingum og Bretum ber að tryggja að aðilar á markaði í þeirra ríkjum uppfylli þarlend skilyrði um starfsemi. Þeim var í sjálfvald sett að greiða innistæðueigendum út.

Icesave snýst heldur ekki um skuld Íslendinga við þessi ríki heldur snýst þessi samningur um að Íslendingar greiði fyrir aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda til handa sínum þegnum. Ég sé ekki að þetta sé nokkuð annað en kúgun því Íslendingar skulda þessum ríkjum ekki neitt.

Kristinn (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:04

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bankinn var með útibú undir eftirliti íslands og samþykki ísl. stjórnvalda.  þannig virka reglurnar samkv. EES samningum.  Þ.m.t. var nauðsynlegt við innlánssöfnun að bankin væri aðili að tryggingarkerfi heimaríkis sem komið var upp á EES svæðinu og er samræmd neytendavernd. 

Undir þeim formerkjum safnaði bankinn innlánum með fullu samþykki ísl. yfirvalda.  Sem nb. fullvissuðu aðila máls um að landið ætlaði að standa við sínar skuldbindingar þar að lútandi og Ma. fv. Seðlabankastóri fór sérstaklega í UK TV til að fullvissa þá bretana um það.  Ef Ísland ætlaði eigi að standa við ofanlýstar skuldbindingar - þá áttu ráðamenn og þar til gerðar stofanir auðvitað að segja það.  Ekki ljúga því viðvíkjandi. 

Það að B&H fara síðan eðlilega fram á að   Ísland standi við nefnda neytendavernd er ekki ,,ólögvarðara" en það að það byggir á Alþjóðlegum skuldbindingum er Ísland er aðili að gegnum fjölþjóðasamning.

Fólk verður nú að fara að kynna sér mál bara pínulítið.  Eg fer ekki fram á meira.  Kynna sér mál bara pínulítið.  þið eruð jú með ,,löggjafavald" samkv. foretahróinu.  (Skil nú eigi hverni manninum datt í hug að gefa ykkur ,,löggjafavald" en það er hans vandamál)

Og já athyglisverð mynd í upphafspistli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2011 kl. 22:23

16 identicon

ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ FARA FYRIR DÓM,ÞVÍ SEGI ÉG  NEI VIÐ ICESAVE,SEGJUM NEI VIÐ ICESAVE OG ÞÁ FER ÞAÐ FYRIR DÓM.   ICESAVE ER SAKAMÁL.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:36

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslandi bauðst dómsmeðferð haustið 2008.  þá fór ísland fram á dóm - og fengu!  Samþykktu Gerðadóm.  þá var alveg tækifæri til að fá þetta skjalfest.  En nei!  Ísland vildi ekki dóm er á reyndi.  Hlupu æi burtu og reystu sér eigi til varnar að taka.

Gerðadómur kom samt saman.  Niðurstaðan ein og ótvíræð.  Ríki bera ábyrgð á lágmarki.

Þeir voru nú ekki ,,hræddari" við dóm en þetta þeir B&H.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2011 kl. 22:56

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Númi þetta er ekki sakamál! Icesave er spurning um ábyrgð á innistæðutryggingum! Hættu þessu bulli

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 22:57

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef að einhver hefur bortið lög eru það að minnstakosti ekki Bretar og Hollendingar. Kannski Íslenska ríkið en þetta mál fjallar um EES samninginn, Innistæðutrygginar, og jafnræði innistæðueigenda. Sakamál ef hugsnlegt að verði höfðað síðar gegn eigendum og stjórnendum Landsbanka en ekki um þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 23:00

20 identicon

HÆTTU ÞESSU BULLI, SEGIR MAGNÚS BULLUMEISTARINN SJÁLFUR OG MESTUR.

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 23:01

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Málefnalegur Númi

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2011 kl. 23:06

22 Smámynd: Adeline

uhh nei, fólk segir NEI og reynir að borga allt annað sem skattmann er að reyna að klifja okkur með.

Að borga Icesave er algert argasta bull. Að fólk skuli hreinlega játa að taka þetta á sig, ber vott um einhvern sjúkleika. eða meðvirkni.

Að vera í herferð - blogherferð eða annarri, um að fá fólk til að borga þetta -ber vott um geðveiki.

Adeline, 3.4.2011 kl. 23:10

23 identicon

Það verður að segjaðst eins og er að það að taka á sig skuldir einkafyrirtækja, já og skella þeim á börnin, barnabörnin... já og ekki einu sinni reyna að leita réttlætis fyir dómsstólum, það hlýtur að vera mesti aumingjaskapur, mesti gunguháttur, mesti vesældómur.. af öllu.
Þeir sem kjósa já við icesave, eru að jánkast undir er vera aumingjar með hor og slef.. vesælir þrælar og aular.

Ert þú allt þetta

doctore (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:45

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Fyrir mér er Icesave einfalt mál!." segir Magnús

Stundum er gott að einfalda hlutina til að skilja betur samhengið. Stundum er einföldun hættuleg þegar um er að ræða stórglæpi.

Bara af því að glæpur er flókin þýðir það ekki .að sama og það eigi að gefast upp fyrir honum, til að gera það einfalt fyrir sjálfan sig.

Það hættulegasta í málinu eru EKKI peningar. Heldur afsatða með eða á móti spillingu. Á að leyfa spillingu ef hún er nógu flókin, eða á að reyna að upprætas hana?

Ég segi nei til Icesave þar sem hrein spilling innalands og utan er aðaldrifkrafturinn að borgaðan reikning sem ekkert er á bakvið annað enn svik og prettir.

Óskar Arnórsson, 4.4.2011 kl. 10:18

25 identicon

Menn eru orðnir svo "mikil" lítilmenni að þeir ætla að rúlla sér og börnum sínum í skuldasúpu útrásarvíkinga.
Það skiptir engu máli þó það geti verið áhætta að fara dómstólaleiðina... það sem skiptir öllu máli er að við stöndum saman gegn þessari óhæfu sem Icesave er... að segja já við icesave mun verða ykkur til skammar alla ykkar tíð, já íslandsagan mun skrifa ykkur út sem vesæla landráðamenn og aumingja sem þorðu ekki að standa á rétti sínum

doctore (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:22

26 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.

Þessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi:  Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni. 

Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma.  Sjá þennan pistil hér:  Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.

Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.

Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um það hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 12:52

27 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Tryggvi þórainnsson segir í innleggi nr.8 það sem segja þarf, að ef menn setja sig inn í málið með opinn huga og nenna að skoða allt, þá er valið einfalt.

En svo er "staglið" um ábyrgð "ríkissjóðs" (sameiginlega sjóð almennings) gagnvart innistæðum innanlands og/eða erlendis, farið að verða nokku úr sér gengið, hversvegna ?? jú menn geta ekki orðið á eitt sáttir fyrr en fjallað hefur verið um málið fyrir dómstólum, þessvegna staglast menn fram og tilbaka á sama blettinum.

Munið að B/H greiddu þarlendum innistæðueigendum (óháð þjóðerni) út innistæðurnar, eða allavega tryggðu þær, þar með eru stjórnvöld B/H búnir að gera sig að kröfuhöfum á Íslenska innistæðutryggingasjóðinn, en ekki Innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi, eins og reynt er að telja fólki trú um, hvort þeir hafi þurft að setja fé sinna skattborgara inn í sína tryggingasjóði, kemur hvergi fram, skiftir heldur ekki máli, nema þá gagnvart B/H skattgreiðendum.

Það er m.a.þetta sem gerir svo þörfina á afdráttarlausum dómsúrskurði svo miklivæga, ekki víst hún fáist nokkurntíma ef samningurinn verður felldur.

Því ábyrgð á eftirliti og ábyrgð á að innistæðusjóður sé virkur og í standi til að mæta hvaða áfalli sem er, er ekki það sama og full greiðsluskylda úr sjóðum almennings, við bankahrun þar sem bankabáknið er orðið 12x fjárlög eins ríkis, pælið í því.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 4.4.2011 kl. 15:39

28 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 13:07

29 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æ Helgi Ármansson það er óvart þannig að Icesave breytir engu um þetta. Þ.e. við erum ekki að fara umbylta fjármálakefi heimsins með því að gerast píslavottar hér á landi næstu árin. Fólk eins og Íslendingar sem láta nú eins og við lifum við algjöra fátækt hér. Fólk væri ekki tilbúið að standa hér í þrengingum um ára raðir til að sýna umheiminum að það séu ekki við sem þurfum að breytast heldur umheimurinn. Fólk hér verður brjálað ef það þarf að leggja á sig eitthvað til að halda sjúkrahúsum gangandi það er ekki tilbúið  að upplifa langtíma skort vegna Icesave um áraraðir það bara fer í burt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2011 kl. 13:38

30 identicon

nei nei nei og aftur nei

nei nei nei og aftur nei

nei nei nei og aftur nei

nei nei nei og aftur nei

Kristinn M (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 16:06

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er með ólíkindum að heyra þig útskýra af hverju Icesave á að greiðast Magnús! Samskonar rökfræði er notuð til að staðhæfa hjá Flat Earth Society félagsskapnum sem er nokkuð stór í USA, að jörðin sé flöt.

Formaður félagsins er með baukinn með meðlimagjöldunum, flygur um í einkaflugvél og lifir lúxuslífi, meðan meðlimirnir vinna kaupklaust við að sannafæra fíflin sem halda að jörðin sé kringlótt. Drifnir áfram af sannfæringarkrafti sem hægt er að beina í hvaða átt sem er...

Formaðurinn er lögfræðingur. Hægt er að gerast meðlimur með að skrá sig hjá :

http://theflatearthsociety.org/cms/

"Félagsskapur Heimskra" eins og ég kalla þetta, hefur það að markmiði að sannfæra alla sem ekki eru sannfærðir að jörðin sé flöt. Viðvaranir eru t.d. gefnar út fyrir félagsmenn sem eru á ferðalögum þannig að þeir detti ekki út af jörðinni á ferðalögum sínum...

Óskar Arnórsson, 6.4.2011 kl. 04:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband