Leita í fréttum mbl.is

-"Nei, hvar er ávinningurinn?"

 Tók þessa grein af www.pressan.is en hún segir í skýrara máli það sem ég hef verið að benda á.
Núna fer að líða að kosningum og einstaklingar deila um hvort það eigi að synja eða samþykkja Icesave3. Samt sem áður finnst mér menn halda þessari umræðu enn á lágu plani. Icesave 3 hefur breyst í pólitíska orrusta á milli hagsmunaraðila og lítið hlustað á þær raddir sem skipta máli. Því finnst mér mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga fyrir þá sem vilja synja samningnum.

1. Vaxtagjöld ríkisjóðs í dag eru u.þ.b. 22% af heildartekjum. Vaxtagjöldinn hækka töluvert við minnstu breytingu á lánskjörum. 

2. Forsvarsmenn atvinnulífsins, forstjóri Landsvirkjunar, Össurar o.fl eru búnir að segja að Icesave trufli lánveitingar fyrir endurfjármögnun fyrirtækja hérlendis. Það getur haft í för með sér verri lánskjör. Össur fékk lán með þeim skilyrðum að fjármagnið færi ekki til móðurfélagsins á Íslandi. 

3. Matsfyrirtæki erlendis eru búnir að flokka lánshæfismat Íslands í ruslflokk. 
Moody‘s, eitt stærsta matsfyrirtæki í heimi, er búin að segjast ætla að lækka lánshæfismat Íslendinga einnig í ruslflokk verði samningurinn felldur. Því er það rangt hjá aðilum sem segja að synjun samningsins sé til að styrkja lánshæfismat Íslands – þetta er byggt á blautum sandi.

4. Undirliggjandi atvinnuleysi á Íslandi er 20-25%. Það er viðbót við atvinnuleysi í dag. Undirliggjandi atvinnuleysi er fólk sem starfar hjá fyrirtækjum sem eru að berjast í bökkum að reyna endurfjarmagna sig. Þeir sem ná því ekki fara í þrot. 

5. Dómstólaleiðin gæti tekið 2-5 ár . Flest lönd, sem hafa farið með svona greiðslumál fyrir alþjóðlega dómstóla, hafa verið frystir af erlendum lánamörkuðum. Þessi mál hafa öll verið af mismunandi tagi, en meðan svona mál fer fyrir alþjóðlega dómstóla er óvissan þar svo mikil að fjárfestar leita annað. Fólk verður að gera sér grein fyrir því, að jafnvel þótt við vinnum málið þá getur skaðinn sem myndast í millitíðinni, verið miklu meiri!

6. Þrotabú Landsbankans er búið að segja að eignir Landsbankans ættu að duga í næstum alla skuldina. Greitt verður rúmlega 0-49 milljarðar. Ef við miðum þessa upphæð við annað mál hérna heima, þá er gaman að taka það fram að 1 stk. kvótakóngur fékk afskriftir fyrir 50 milljarða.

7. Vextir samningsins í dag eru sirka 2%. Ef við töpum málinu, getum við þurft að greiða Icesave á 6% vöxtum með fjarmagnskostnaði til 2008. Þetta getur leytt til þess heildarskuld verði ekki 670 milljarðar heldur eitthvað á bilinu 670-1300 milljarðar (ef ekki meira). Þetta er ekki svartsýnt -Portúgal fékk neyðarlán á 6% vöxtum.

8. „Við eigum ekki að greiða skuldir annarra.“ Því miður er verið að gera það allstaðar. Það er verið að spýta fjarmagni í stærstu fyrirtækinn/stofnanir til að halda þeim gangandi svo fólk verði ekki atvinnulaust á brettum. Í kjölfarið við þetta, þá verður dómsmálakerfið og fjármálaeftirlitið að gera eitthvað í sínum málum til að komast í botns á rekstrar- og efnahagsreikninga fyrirtækja/banka.  Tek það fram að fólk verður að aðskilja þessi mál. Blanda þessu saman blindar fólk á rökfærslum þess að synja/samþykkja samninginn. 

9. Landsbankinn var skráður á Íslandi. Kaupthing skráði félög sín sem dótturfélög - þau voru skráð í Bretlandi. Bretar báru því alla ábyrgð á þeim. Landsbankinn gerði þetta ekki, því er þetta ábyrgð Íslendinga.

Að lokum vill ég taka það fram að þessi pistill er ætlaður til að fá fólk til að gera sér betur grein á mögulegum afleiðingum. Er fólk virkilega tilbúið að leggja svona mikið undir til að stíga í löppina og hafa þetta mál í gjörsamlega lausu lofti næstu 2-5 árin?

Davíð Baldursson
nemandi í viðskiptafræði við Háskólan í Reykjavík.

mbl.is Tvöfalt fleiri atkvæði utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"

Afleiðingar synjunar Icesave

Hverjar eru efnahagslegar afleiðingar synjunar Icesave?

Það er mjög freistandi að segja: „jákvæðar!“ Það er hins vegar ekki svo einfalt, það þarf annað að koma til.

Það vantar fjármagn, hvaðan á það að koma?

Að samþykkja Icesave snýst að stórum hluta um hvort það eigi að reyna allt sem hægt er að gera til að komast aftur á erlenda lánsfjármarkaði. Þannig hefur t.a.m. verið talað um að Landsvirkjun sé háð erlendu lánsfjármagni sem ekki fæst á meðan Icesave liggur eftir óleyst. Þá hafa Samtök atvinnulífsins viljað koma Icesave frá sem allra fyrst til að efnahagslífið „ná[i] aftur fyrri styrk” með því að „fjárfesta í atvinnulífinu...” en „til þess þarf atvinnulífið greiðan aðgang að innlendu og erlendu lánsfé á viðráðanlegum kjörum.”

Þetta er kjarninn á bakvið Icesave: rifrildið hindrar frekari notkun á erlendu fjármagni, bæði lánsfé sem eigin fé (bein erlend fjárfesting). Þetta er alvitað og hefur m.a. Seðlabankinn sagt „að afgreiðsla þessa máls muni líklega bæta aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum fjármálamarkaði verulega.”

Nú er það hins vegar svo að brúttó erlendar skuldir* Íslendinga (summa erlendra skulda hins opinbera, heimila og fyrirtækja) eru þegar um 130% af landsframleiðslu – að þrotabúum bankanna og beinni erlendri fjárfestingu slepptum. Ef Icesave er samþykkt hækkar það hlutfall í ca. 160-170%. Það er mjög ósennilega sjálfbært og í tilviki þeirra landa sem hafa lent í greiðsluþroti á erlendum skuldum var þetta hlutfall í kringum 70% að meðaltali þegar slíkt átti sér stað. AGS hefur viðurkennt í skýrslum um Ísland (sjá t.d. bls. 55) að helsti áhættuþátturinn séu erlendar skuldir landsins; sé þeim ekki haldið í skefjum sé hætta á hægum eða engum efnahagsbata. Samt á að samþykkja Icesave!?

Af hverju þurfum við erlent fjármagn?

Spurningin er hví við þurfum „að bæta aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum fjármálamarkaði verulega.“ Ástæðan er að vextir á Íslandi eru of háir, og hafa verið lengi, til þess að íslensk fyrirtæki geti notfært sér íslenskt fjármagn til fjárfestinga – eða „atvinnuuppbyggingar“ eins og stjórnmálamenn kalla það stundum. Þess vegna er því haldið fram að það verði að samþykkja Icesave, kröfu sem lagalegur vafi er um að okkur beri að borga, til að Íslendingar geti haldið áfram að taka erlend lán.

Það samþykki leysir hins vegar ekki grundvallarvandamálið sem er háir íslenskri vextir; ef vextir á innlendu fjármagni innan íslenska hagkerfisins væri eðlilegir væri ekki jafn mikil, ef nokkur, þörf á erlendu fjármagni; ef vextir á Íslandi væru lágir væri engin þörf á því að samþykkja Icesave til að komast í ódýrt erlent fjármagn. 

Ég hef áður lýst því hvernig vextir á Íslandi eru háir vegna regluverks lífeyriskerfisins. Gamla rispaða platan sem ég er hallast í fúlustu alvöru að þeirri skoðun að ef regluverk lífeyriskerfisins er endurskoðað mun þörfin á samþykki Icesave dragast stórlega saman; íslenska hagkerfið væri nándar nærri sjálfum sér fært um fjármagn væri lífeyriskerfið skipulagt þannig að það væri sjálfbært og hagkerfið gæti borið það. Það er ekki svo í dag.

Í stuttu máli

Efnhagslegu afleiðingar synjunar Icesave eru þessar: ef lífeyriskerfið er ekki endurskoðað – það verður að gerast hvort heldur sem er – þá verður skortur á fjármagni „á viðráðanlegum kjörum“ eins og SA orðar það. Það mun valda enn frekari seinkun á raunverulegum efnahagsbata og hann mun jafnvel aldrei eiga sér stað sé hagkerfið komið í fallandi skuldaspíral. Ef Icesave er hins vegar synjað og lífeyriskerfið endurskoðað svo það sé sjálfbært og notkun á innlendu fjármagni þar með í raun möguleg fyrir meirihluta íslenskra fyrirtækja væru áhrif synjunar Icesave jákvæð; efnahagslegur árangur af synjun Icesave veltur á því að lífeyriskerfið sé endurskoðað á sama tíma!

Ef Icesave er hins vegar samþykkt get ég nánast fullyrt að þá verður ríkissjóður gjaldþrota. Að ríkissjóður ynni sig út úr slíku skuldafeni án „endurskipulags“ á útistandandi skuldbindingum væri einsdæmi í fjármálasögunni.

*Rétt er að gera mun á því hvað „erlendar skuldir“ eru og „skuldir í erlendri mynt.“ Hið fyrra eru allar skuldir, sama hver gjaldmiðillinn er, sem innlendir aðilar (Íslendingar) skulda erlendum aðilum. Hið síðara eru allar skuldir, sama hver á þær, í erlendri mynt. Þannig getur Íslendingur skuldað Íslendingi lán í erlendri mynt en það er samt ekki erlend skuld. Eignir útlendinga í skuldabréfum ríkissjóðs, sem eru gefin út í íslenskri krónu, er dæmi um erlenda skuld Íslendinga.
 
"
 
Höfundur er :
Ólafur Margeirsson

Doktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi.

om217@exeter.ac.uk

Eggert Sigurbergsson, 3.4.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband