Leita í fréttum mbl.is

Það er nauðsynlegt að allir kjósi þann 9 apríl

Það væri með öllu óásættanlegt ef að það væri mikill minnihluti þeirra sem hafa hér kosningarétt semnægði til að taka ákvörðun um þetta mál.  Nú er engin afsökun fyrir því að kjósa ekki. Svona þegar fólk er búið að taka ákvörðun þá gildir hún ekki nema að fólk mæti og setji x við þann valkost þ.e.

x við Já

eða

x við Nei


mbl.is Margir hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ICESAVE ER SAKAMÁL OG Á AÐ FARA FYRIR DÓM LIKT OG ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ GJÖRA OG ÞESSVEGNA SEGI ÉG   N E I  VIР I  C  E  S  A  V  E

OG ÞETTA VEIST ÞÚ  MAGNÚS.

EN AUÐVITAÐ ERTU EKKI SAMMÁLA .

ÉG LÆT EKKI HRÆÐSLUÁRÓÐUR FRÁ VILHJÁLMI EGILSSYNI OG HANS ÁLÍKUM HRÆÐA MIG. ELÍTAN ER AÐ FARA Á FULLT SKRIÐ MEÐ HRÆÐSLUÁRÓÐUR SINN.  OG ÞAÐ VEIST ÞÚ LÍKA  MAGNÚS.

Númi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Númi hver er sekur um hvað? Og hver á sækja hvern til saka? Icesave er sprunng um hvort að við ætlum að standa við innistæðutryggingar og semja við Breta og Hollendinga um að endurgreiða þeim það sem þeir lögðu út vegn lágmarksinnistæðna eftir að Árni Matt samþykkti fyrir okkar hönd að þeir gerðu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2011 kl. 00:00

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já allir að mæta og kjósa NEI...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:10

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Magnús. Þú hafðir rangt fyri þér þegar þú sagðir að allt færi á verri veg ef icesave 2 væri fellt. Það er gott að ekki var meira mark tekið á já sinnum þá.

Ég vona að Íslenska þjóðin sé farinn að sjá í gegnum þessar dómsdagsspár ykkar sem hafið alltaf viljað borga icesave sama hversu ósanngjarnir þeir samningar hafa verið. Það hefur ekkert staðist af því sem þið þvælduð um fyrir atkvæðagreiðsluna um icesave 2.

Verst þykir mér þó að þetta hafi ekki staðist hjá þér: "Stjórnin segir eðalilega af sér Gunnar ef að málið verður fellt. Stjórnin er búin að segja að hún komist ekki lengra með málið þannig að hún segir af sér" (Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2010 kl. 19:16)

Stafsetningarvillurnar eru þínar.

Hreinn Sigurðsson, 6.4.2011 kl. 00:21

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hreinn þú veist alveg hvað gerðist varðandi Icesave 2. Bretar og Hollendingar opnuðu á að endurskoða þann samning áður en atkvæði var greitt um hann. En spyrðu þá 15 þúsund atvinnulausu, fyrirtæki sem vantar fjármagn, Orkuveituna sem fær ekki lán, Landsvirkjun sem getur ekki fjármagnað Búðarhálsvirkjun, Samtök Atvinnulífsins, ASÍ og fleiri hvort hér sé ekki allt í frosti þar sem hingað fæst ekki nema rándýrt fjármagn sem engin getur nýtt sér þar sem að þá færu allt almennt á hliðina. Þannig að spá mín er nú rétt að hluta þó þetta gelst hægar en ég reiknaði með.  Eins ber þess að geta að ég var að spá líklegri stöðu en það fór betur en áhorfðist því að Bretar og Hollendingar voru tilbúnir að endurskoða samningsdrögin .  Og ég er enn á því að stjórnin á að segja af sér ef að Icesave verður ekki samþykkt. Finnst ekki rétt hjá stórnvöldum að standa ekki betur að baki þessum samning.  Jafnvel þó að Alþingi standi að þessum Icesave samningi nú. Það er bara rétt að fólk fái þá Sjálfstæðisflokkinn aftur í stjórn fyrst að fólk vill það. Samfylking gæti alveg slitið þessari stjórn því að það er vandamál að mynda stjórn án hennar. En þó stjórnin myndi segja af sér þýðir það ekki að það verði Kosningar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2011 kl. 00:45

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo kannsi rétt að benda á að ég er aumur þroskaþjálfi og það sem ég tala um er bara byggt á því sem ég les af fréttum, álitum sérfræðinga t.d. sem þeir gera fyrir nefndir Alþingis. Og síðan þeirri trú að fólk sem vinnur við að taka á þessum málum styðst við fjölda sérfræðinga bæði innanlands og utan. Þannig að þau eiga auðveldara með að greina áhættur við ólíkar leiðir. það leikur sér engin að því að skuldabinda þjóðinna ef það sér betri lausnir og öruggari.

Ég er líka á því að það þarf að koma þessu máli frá.

Svo rétt að skoðað það sem ég sagði 2010 átti nú við stöðunna þá. Hef ekki breytt um skoðun síðan þá varðandi Icesave. Ég hefði vilja fá þetta mál í burtu mun fyrr jafnvel þó það hefði kostað okkur einhverrja milljarða í viðbót. Held að með stöðunni eftir að Iceave er afgreitt myndi hraðari hagvöxtur bæta þessar upphæðir upp á nokkrum árum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2011 kl. 00:52

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Magnús hvernig varð Icesave til og hvernig heldur þú að þetta fari ef Icesave verður afgreitt? Ég segi það er verið að reyna komast aftur til fortíðar með auknum lántökum og gríðarlega kostnaðarsömum aðgerðum til að viðhalda atvinnu með virkjunum til handa stóriðjum sem skapa ekki mörg störf miðað við kostnað!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 01:03

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús Helgi. Ég er hjartanlega sammála því að það er mikilvægt að fá góða kjörsókn.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband