Leita í fréttum mbl.is

malefni.com baugsmiðill? Svo segir Jónina Ben

Ekki það að ég sé heltekin af Jónínu Ben og málfluttningi hennar en ég viðurkenni að ég kýki reglulega á bloggið hennar og í kvöld birtist færsla hjá henni um malefni.com. Þar var víst verið að skipta um netþjón og netheimar.is koma til með að sjá um reksturinn á þessu. Af því dregur Jónína þá ályktun að Baugur sé þar að verki og noti malefni.com til að ná sér niður á fólki eins og henni. Um þetta veit ég ekki en það sem sló mig er eftirfarandi kafli úr blogginu þar sem hún held ég er m.a. að gefa í skyn að flest allir frétta og blaðamenn á fréttablaðinu og stöð 2 séu þar að skrfia undir dulnefnum og standa í rógburði um hana.

En semsagt fyrir ykkur sem vogið ykkur að gagnrýna Baug opinberlega farið ekki í nafnleynd inn á malefni.com því ykkar verður lengi minnst og getið átt von á hatramri árás inn í líf ykkar. Nema þá að þið leggið í þann slag. (Sjálf skrifa ég ekki undir nafnleynd.)

Þið strákar á malefni.com í vinnu hjá Baugi. Þið eruð bara fyndnir. Ég skora á ykkur að setja nafnið ykkar undir það sem þið skrifið. Ég þoli alveg gagnrýni en ekki aulagagnrýni.
Þetta sæmir ekki karlmönnum eins og ykkur.
Og þó...

Ekki veit ég hvort nöfn eins og Hjálmar, Illugi, Guðmundur, Hallgrímur, Ragnar,Sigurjón, Sigurður, Hallgrímur, Jakob, Trausti, Tryggvi, Hreinn klingir bjöllum hjá þjóðinni enda gerir það ekkert til.
Ég efa það hinsvegar ekki að þessir menn lesa bloggsíðu mína, enda væri það þá eitthvað nýtt að ég hefði frið með eitt í lífinu.

Þetta hlýtur að þurfa að kanna betur. Eða þeir að svara þessu.

Viðurkenni að mér hefur aldrei fundist malefnin.com vera vefur sem ég nenni að lesa. EN þarf kannski að endurskoða það.

Annsi alvarlegt ef þessir fréttamenn eru undir nafnleynd að standa í ófræingarherferð gegn henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband