Leita í fréttum mbl.is

Einn af hverjum tíu fátækur

Alveg er þetta makalaust. Hannes Hólmsteinn kemur og segir að Stefán Ólafsson notist við einhverjar aðferðir sem sýni alltaf einhverja fátæka. Því að  þar sem að þetta séu einhver meðaltöl sem sýni fólk fátækt vegna þess að svo margir eru mjög ríkir.

En svo nokkrum dögum seinna les maður þetta og það byggt á útreikningum Hagstofunar:

af www.visir.is

Fréttablaðið, 05. feb. 2007 00:15

Einn af hverjum tíu fátækur

Tíundi hver Íslendingur er fátækur því ráðstöfunarfé hans er undir lágtekjumörkum. Þetta er niðurstaða úr rannsókn Hagstofu Íslands sem er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Rannsóknin náði til áranna 2003 og 2004.

Lágtekjumörkin voru 102.664 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem býr einn árið 2004 en 215.594 krónur fyrir tvo fullorðna með tvö börn. Þeir sem bjuggu einir voru frekar undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu með öðrum. Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var ein þjóð með lægra lágtekjuhlutfall en Íslendingar, tvær með sama hlutfall en 27 þjóðir voru með hærra lágtekjuhlutfall.

Og þið verðið að afsaka að ef einn af hverjum tíu Íslendingum býr við að hafa undir 102 þúsundum í laun eða vera í 4 manna fjölskyldu og tekjur hennar undir 215 þúsundum þá er eitthvað að hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband