Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að annað hvort samþykkja eða hafna samningnum. Í DV í dag er rætt við nokkra sérfræðinga og þeir fengnir til að lýsa skoðunum sínum. Guðmundur er einn þeirra.
Ég sá að eitthvert félag, sem kallar sig Gamma, taldi að áhættan af þessum samningi væri allt að 223 milljarðar króna. Þetta er hrein lygi. Þarna er því haldið fram að verðminni króna hækki skuldina þegar hið rétta er að veikar krónur verða fleiri en skuldin stendur óhögguð í evrum eða pundum. Þessir menn gera ráð fyrir 2 prósenta veikingu krónunnar á ársfjórðungi, eða 8,24 prósenta verðbólgu, áratugum saman, segir Guðmundur og bætir við að gengisáhættan sé engin og hugsanlega okkur í vil.
Þetta er svona eins og að gefa sér það fyrir fram að landið verði gjaldþrota innan skamms. Skuldirnar eru aftur á móti háðar gengi evru og punds og það hefur áhrif á skuldina. Það eru allar líkur á því að gengi punds og evru dali hægt og bítandi eins og verið hefur raunin með flesta gjaldmiðla. Þannig eru allar líkur á því að gengisáhættan sé engin og jafnvel okkur í vil. Þetta stafar af því að verðbólga er í öllum löndum. Þannig er langlíklegast að skuldin lækki vegna þess að evra og pund veikist lítillega. Þetta er óskiljanlegt rugl og alvarlegt að menn skuli nota lygar málstað sínum til framdráttar.
Athugasemdir
Það er áhugavert að skoða hvað sami stóryrti og sjálfumglaði hagfræðingur hafði um aðvörunarorð Davíðs Oddssonar að segja í sama blaði fyrir hrun.:
"Guðmundur Ólafsson hagfræðingur svarar spurningum um Laffer í viðtali við dv.is og segir að Laffer hafi slegið af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.
Laffer hélt því fram á fyrirlestri hér á landi fyrir helgina að erlend skuldasöfnun og mikill viðskiptahalli væri ekkert vandamál. Hvað segir þú um það?
Er skárra að lána einstaklingum og fyrirtækjum en ríkinu?
Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?
http://www.dv.is/brennidepill/2007/11/17/osynilegi-foturinn/
............
Svo fór sem fór .... og sá hagfróði gerði langt upp á bak og er væntalega jafn sannspár nú og þá. Reynslan hefur kennt okkur hinum að glotta af "sérfræðingum" eins og Guðmundi og taka þveröfuga stefnu en vindhaninn vísar....
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 00:52
Það var eftir þér Maggi minn að draga til eina helstu klappstýru útrásarinnar í stétt "fræðimanna".
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:11
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, segir einkennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur, eins og hann orðar það, skuli bendla sig við svo kallað „Davíðsheilkenni“ þar sem gefið sé í skyn að þeir sem fjalli um gjörðir Davíðs Oddssonar á stóli Seðlabankastjóra séu andlega vanheilir. Hann spyr á móti hvort verið geti að Guðlaugsstaðaættin eigi sjálf við geðkvilla að stríða?
Í Pressupennapistli sínum í gær sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor:
Guðmundur gefur ekki mikið fyrir orð Hannesar.
Guðmundur segir að nafn Davíðs hafi ekki verið nefnt í útvarpsþáttum sínum í marga mánuði utan einu sinni í síðustu viku, þegar hann minntist á að hann hefði fengið 62% í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík. Að öðru leiti hafi ekki verið minnst á þann ágæta mann.Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:32
Hvernig stendur á því að G2 og Jón Steinar éta upp gamlar tuggur úr Hannesi Hólmsteini?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.