Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Ólafsson um Icesave og álit Gamma

Af www.dv.is

„Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn. Þetta er kostaboð og „góður díll“, eins og sagt er, miðað við það lið sem við er að eiga hér,“ segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur um komandi kosningar um Icesave-samninginn.

Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að annað hvort samþykkja eða hafna samningnum. Í DV í dag er rætt við nokkra sérfræðinga og þeir fengnir til að lýsa skoðunum sínum. Guðmundur er einn þeirra.

„Ég sá að eitthvert félag, sem kallar sig Gamma, taldi að áhættan af þessum samningi væri allt að 223 milljarðar króna. Þetta er hrein lygi. Þarna er því haldið fram að verðminni króna hækki skuldina þegar hið rétta er að veikar krónur verða fleiri en skuldin stendur óhögguð í evrum eða pundum. Þessir menn gera ráð fyrir 2 prósenta veikingu krónunnar á ársfjórðungi, eða 8,24 prósenta verðbólgu, áratugum saman,“ segir Guðmundur og bætir við að gengisáhættan sé engin og hugsanlega okkur í vil.

„Þetta er svona eins og að gefa sér það fyrir fram að landið verði gjaldþrota innan skamms. Skuldirnar eru aftur á móti háðar gengi evru og punds og það hefur áhrif á skuldina. Það eru allar líkur á því að gengi punds og evru dali hægt og bítandi eins og verið hefur raunin með flesta gjaldmiðla. Þannig eru allar líkur á því að gengisáhættan sé engin og jafnvel okkur í vil. Þetta stafar af því að verðbólga er í öllum löndum. Þannig er langlíklegast að skuldin lækki vegna þess að evra og pund veikist lítillega. Þetta er óskiljanlegt rugl og alvarlegt að menn skuli nota lygar málstað sínum til framdráttar.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er áhugavert að skoða hvað sami stóryrti og sjálfumglaði hagfræðingur hafði um aðvörunarorð Davíðs Oddssonar að segja í sama blaði fyrir hrun.:

"Guðmundur Ólafsson hagfræðingur svarar spurningum um Laffer í viðtali við dv.is og segir að Laffer hafi slegið af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Laffer hélt því fram á fyrirlestri hér á landi fyrir helgina að erlend skuldasöfnun og mikill viðskiptahalli væri ekkert vandamál. Hvað segir þú um það?


Þetta er bara það sem ég hef sagt í mörg ár. Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum um illkynja og góðkynja viðskiptahalla. Það er ekkert að því að almenningur og fyrirtæki taki lán í útlöndum og myndi viðskiptahalla og erlendar skuldir. Einstaklingar og fyrirtæki telja vitanlega að lánið gefi meira af sér en sem nemur vöxtunum sem greiða þarf af lánunum. Er ekki allt í lagi að einstaklingar og fyrirtæki dragi hingað erlent fjármagn til að láta það vinna hér á landi? Svo er hitt að fari fyrirtæki á hausinn þá er það ekki vandamál alls þjóðfélagsins heldur viðkomandi fyrirtækis og erlendra lánardrottna.


Er skárra að lána einstaklingum og fyrirtækjum en ríkinu?


Skuldasöfnun ríkisins  er miklu hættulegri vegna þess að ríkið hirðir ekki í sama mæli um að taka lán til arðbærra hluta. Skuldsett ríki er hættulegt því það hefur tilhneigingu til að velta vandanum yfir á almenning með aukinni verðbólgu.


Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?

Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng." 

           http://www.dv.is/brennidepill/2007/11/17/osynilegi-foturinn/        

............

Svo fór sem fór .... og sá hagfróði gerði langt upp á bak og er væntalega jafn sannspár nú og þá.  Reynslan hefur kennt okkur hinum að glotta af "sérfræðingum" eins og Guðmundi og taka þveröfuga stefnu en vindhaninn vísar.... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var eftir þér Maggi minn að draga til eina helstu klappstýru útrásarinnar í stétt "fræðimanna".

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 01:11

3 identicon

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, segir einkennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur, eins og hann orðar það, skuli bendla sig við svo kallað „Davíðsheilkenni“ þar sem gefið sé í skyn að þeir sem fjalli um gjörðir Davíðs Oddssonar á stóli Seðlabankastjóra séu andlega vanheilir. Hann spyr á móti hvort verið geti að Guðlaugsstaðaættin eigi sjálf við geðkvilla að stríða?

Í Pressupennapistli sínum í gær sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor:

„Vart líður svo dagur, að Guðmundur Ólafsson hagspekingur á Útvarpi Sögu agnúist ekki út í Davíð Oddsson...Ég sat þá í bankaráði Seðlabankans og var stundum viðstaddur, þegar Davíð hitti menn úr bönkunum, og var hann þá miklu afdráttarlausari í viðvörunum sínum og brýningum til þeirra um að sýna gætni. Ég get þess vegna ímyndað mér, hvernig hann hefur talað við Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem hann hitti sex sinnum til að vara við ástandinu.

En einn maður var þá ósammála Davíð. DV spurði Guðmund Ólafsson hagspeking 17. nóvember 2007 vegna orða Davíðs:

„Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?“

Guðmundur svaraði: „Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa.“

Guðmundur gerði síðan gys að „bjargbrúnarkenningu“ Davíðs. „Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng.“ “

Guðmundur gefur ekki mikið fyrir orð Hannesar.

„Um fullyrðingar mínar frá því haustið 2007 er lítið að segja annað en það, að þessi ásökun hefur komið upp oft áður hjá taglhnýtingum ritþjófsins, til dæmis svaraði ég þessu í Morgunblaðinu á sínum tíma. Haustið 2007 var ég þeirra skoðunar að hin gífurlega skuldasöfnun bankanna 2003 til 2007 skipti ekki öllu máli, því þeir væru einkabankar, þetta væri fyrst og fremst vandamál þeirra sem lánuðu bönkunum.

Því miður hafði ég rangt fyrir mér að þessu leiti, svo hörmulega höfðu eftirlitsstofnanir Íslendinga, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, komið málum, að ekkert var aðhafst. Orð seðlabankastjóra frá þessum tíma bera hins vegar vott um að honum virðist hafa verið ljós hættan, en gerði ekkert í málinu, Þetta sýnir betur en flest annað hver ábyrgð yfirstjórnar Seðlabankans var á þessum tíma og vonandi verður hún látin sæta ábyrgð að lögum. “
Guðmundur segir að nafn Davíðs hafi ekki verið nefnt í útvarpsþáttum sínum í marga mánuði utan einu sinni í síðustu viku, þegar hann minntist á að hann hefði fengið 62% í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík. Að öðru leiti hafi ekki verið minnst á þann ágæta mann.

„Það er því einkennilegt að hinn dæmdi ritþjófur skuli ræða um „Davíðsheilkennið“, að þeir skuli sakaðir um að vera andlega vanheilir, sem fjalla um glæpi yfirstjórnar Seðlabankans frá þessum tíma. Getur verið að Guðlaugsstaðaættin eigi sjálf við geðkvilla að stríða?“

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:32

4 identicon

Hvernig stendur á því að G2 og Jón Steinar éta upp gamlar tuggur úr Hannesi Hólmsteini?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband