Leita í fréttum mbl.is

Ég er orðinn þreyttur á:

  • Að ríkisstjórnin með alla sína upplýsingafulltrúa og kynningarlið sé svona gjörsamlega misheppnuð í að kynna almennilega þau mál sem hún vill að komist í gegn. Hún lætur fólk komast upp með að halda fram allskonar vitleysu og hefur lítið fyrir að leiðrétta það.
  • Ég er þreyttur á að ríkisstjórnin sýni að hún hafi bein í nefinu til að standa með sínum málum og leggja sjálfa sig undir í þeim málum sem virkilega þurfa að komast í gegn.
  • Ég er orðin þreyttur á að þingmenn sem samþykkja mál eins Icesave og fylgja því svo ekki eftir. Við höfum aðeins heyrt í nokkrum þingmönnum um málið.
  • Ég er oriðnn þreyttur á að fjölmiðlar hér hafi ekki farið erlendis og fengið færustu sérfræðingar til að meta almennilega fyrir löngu afleiðingar af því að samþykkja eða neita Icesave.
  • Ég er orðinn þreyttur á að stjórnarmerarhlutinn geti ekki talað sig niður á mál þannig að þeir komi út sem samstæður hópur. Það er sífellt verið að gefa færi á fyrir andstæðinga til að veikja þessa stjórn.
  • Ég er orðinn þreyttur á að fólk skuli virkilega láta Davíðs fylgismenn núverandi og fyrrverandi SUS ara og einstaka framsóknarmenn telja sér trú um að það verði lausn á öllum okkar málum að neita Icesave.
  • Ég er orðinn þreyttur á að hér kaupi fólk bull í ýmsum leikmönnum sem sækja sér Evrópulögin á netinu og túlka þau svo til að þjóna sinni skoðun en hafa í raun hvorki skilning né reynslu til að meta þau.
  • Ég er orðinn þreyttur á að fólk sé svo vitlaust að halda að samninganefnd, stjórnvöld og sérfræðingar hafi ekki valið þá leið sem upplýst mat þeirra hafi ekki verið það sem þeir telja vera best fyrir þjóðina.

En samt fer ég á laugardag og set x við Já


mbl.is 54,8% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur aldrei líkað við Davíð eða hans hóp. Mér hefur aldrei líkað við Framsókn. Ég er ekki að rýna í Evrópulög á netinu. Ég held að núverandi samningsnefnd hafi staðið sig með mikilli prýði og tel reyndar að þessi samningur sé sá besti sem við fáum.

Samt segi ég nei. Mun alltaf segja nei. Ég býst þó ekki við að þú viljir vita ástæður mínar fyrir því þannig að ég ætla að sleppa því að tjá mig um þær. Hafðu bara í huga að það vilja ekki allir saklausir menn sig við að vera þjófkenndir og enginn samningur mun breyta því.

Jón Flón (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:13

2 identicon

Svo innilega þreytt með þér ;-o

ASE (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefur nokkuð hvarflað að þér Magnús minn að þínir menn hafi vondan málstað að verja?  Ég veit ekki hvað meiri áróður þú vilt fá, Así lagt undir, SA lagt undir, ríkisútvarpið, DV, allir 360 miðlarnir, Eyjan, Pressan.  Áfram hópurinn sem virðist eiga glás af peningum.  Þessir aðilar hafa allir lagst á eitt við að reyna að koma okkur til að segja Já.  En það gengur ekki, einfaldlega vegna þess að málstaðurinn er svo vitlaus og óréttlátur að fólk sér í gegnum hann alltaf betur og betur. 

Þú ættir ef til vill að skoða málin upp á nýtt.  Það er erfitt að halda úti vondum málstað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 10:21

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Já Magnús

það eru því miður að það gera fleiri en þú að vilja trúa landráðsliði sem gera al til að niðuræja þjóð sína en þeim fer fækkandi sem betur fer samninganefnd stjórnvalda og sérfræðingar ljúga af þjóð sinni og það vilt þú styðja, En eins og ég sagði áður þeim fer fækkandi.

RÉTTLÆTI VERÐUR SEM BETUR FER OFANÁ ÞVÍ NEI ER SVARIÐ ÞANN 9.

Jón Sveinsson, 7.4.2011 kl. 10:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Bloggari misskilur gjörsamlega tilganginn með NEI-baráttunni. Hann er ekki sá að "telja sér trú um að það verði lausn á öllum okkar málum að neita Icesave" heldur þvert á móti að segja að hér fari ekki allt í kalda kol með því að neita kröfum Breta og Hollendinga (en JÁ-hópurinn eyðir miklu púðri í að endurtaka Icesave II dómsdagsspádómana og mun ekki hafa rétt fyrir sér nú frekar en þá).

Geir Ágústsson, 7.4.2011 kl. 10:33

6 identicon

Þreyttari

Ransý (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:07

7 identicon

Ef þú ert sáttur við þessa útreikninga hlýtur þú líka að vera í þeim minnihluta sem er sáttur við að borga bíla sína og hús í annað og/eða þriðja sinn?

Ekki verður þú marktækur nema sem kvabbari ef að svo er egi.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:31

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Geir Ágústsson, 7.4.2011 kl. 10:33

Hver er þá tilgangurinn Geir? Ekki getur það verið að þjóðin eigi ekki að borga fyrir óreiðumenn? Því það er náttúrulega kaftæði. Því að þetta er spurning um hvort að Íslendingum sé stætt á að endurskipuleggja bankakerfi till þannig að allir innistæðueigendur haldi öllu sínu svo framarlega sem þeir voru í réttu útibúi. Allar þjóðir haf þurft að bjarga bönkum með einum eða öðrum hætti. Við látum eins og við séum ein.

Óreiðumenn eiga ekkert í bönkunum lengur þeir voru teknir af þeim í október 2008 með öllum eignum og skuldbindingum.

Og þú Geir veist ekkert hvað gerist við það að fella Icesave. Ólíkt því sem gerist ef sagt er Já við Icesave

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband