Leita í fréttum mbl.is

Einfaldlega skiljanlegt Icesave

Af hverju eru ekki fleiri notaðir af stjórnvöldum sem geta sett fram upplýsingar á einföldu skiljanlegu máli. Eftirfarandi er pistill eftir Soffíu Sigurðuardóttur áf eyjunni

Einfaldlega skiljanlegt Icesave 

Hér er stutta útgáfan af Icesave-málinu:

  • Íslenski innlánstryggingasjóðurinn ber ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu á Icesave-reikningum Landsbankans. Um það er ekki deilt og heldur ekki um upphæð lágmarkstryggingarinnar.
  • Sjóðurinn átti ekki til fé til að standa við greiðslu tryggingafjárins.
  • Innlánstryggingasjóðir Breta og Hollendinga ábyrgðust hærri upphæð en lágmarkstrygginguna, þ.e. viðbótarfjárhæð. Það breytir engu um ábyrgð íslenska sjóðsins á lágmarkstryggingunni.
  • Innlánstryggingasjóðir Breta og Hollendinga greiddu innistæðueigendum út alla trygginguna, líka íslenska hlutinn af því íslenski sjóðurinn gat það ekki.
  • Innlánstryggingasjóðir Breta og Hollendinga krefja íslenska sjóðinn um endurgreiðslu til sín á íslenska tryggingarhlutanum, vegna þess sem þeir hafa lagt út fyrir hann. Það er Icesave-krafan.
  • Af því íslenski sjóðurinn getur ekki lagt út fyrir tryggingargreiðslu sinni, þá hefur verið samið um greiðslufyrirkomulag til nokkurra ára. Það er Icesave-samningurinn.
  • Í Icesave-samningnum felst að fram til miðs árs 2016, þá skuli allar innheimtur Landsbankans og andvirði seldra eigna hans renna til greiðslu þessarra innistæðutrygginga. Um það er ekki deilt.
  • Í Icesave-samningnum felst líka að ef innistæðutryggingin hefur ekki verið að fullu greidd um mitt ár 2016, þá er þess krafist að íslenska ríkið ábyrgist eftirstöðvarnar og greiði þær með ákveðnum hætti. Um þessa ábyrgð er deilt. Það er ágreiningurinn í Icesave-málinu.

Í kosningunum á laugardaginn kýst þú ekki um:

  • Hvort íslenski innistæðutryggingasjóðurinn sé ábyrgur fyrir lágmarks innistæðutryggingum á Icesave. Það er skýrt í reglum EES og óumdeilt.
  • Hvort eignir Landsbankans í formi skuldabréfa, fasteigna og fyrirtækjaeigna skuli renna til innistæðutryggingasjóðsins. Það er skýrt í íslenskum lögum og óumdeilt í þessu máli.

Í kosningunum á laugardaginn kýst þú um:

  • Hvort íslenska ríkið ábyrgist eftirstöðvar Icesave-skuldar íslenska innistæðutryggingasjóðsins, ef einhver verður, frá miðju ári 2016.

Fyrst þetta er svona einfalt, hvað er þá svona flókið?

Allt bullið!

Bullið um hvort okkur beri að gera þetta eða hitt, lagalega eða siðferðislega.

Bullið um hve skuldbindingin vegna eftirstöðvanna muni verða há á miðju ári 2016.

Bullið um það hvað gerist ef ……

Bullið með öllum rangtúlkununum á því hvað standi í lögum og samningum og fjárhæðum.

Bullið um það að hægt sé að komast hjá ábyrgð með því einu að afneita henni.

Bullið um það að fólk sem hefur helgað alla sína starfsævi því að berjast gegn auðvaldi og fyrir hagsmunum alþýðu hafi allt í einu gerst óvinir þjóðarinnar númer eitt, af þvi hinn pólitíski armur auðróna landsins heldur því fram


mbl.is Kostaði yfir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lykilorðið í niðurstöðu þinni er "eftirstöðvar". Fínt orð yfir það þegar með neyðarlögum 2% þjóðarinnar fengu allt greitt í top með beinhörðum peningum 98% almennings. Ólögin í raun gerðu þjóðina gjaldþrota og við verðum næstu áratugina að vinna okkur út úr því með skertum lífskjörum. Hér spurði enginn um börnin eða einhverjar kosningar.

Sömu ólög gerðu svo Hollendinga og Breta bjrálaða eins og skiljanlegt er.

Ekki dettur mér til hugar að kvitta undir viðbjóðinn með jái á laugardaginn.

sr (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:19

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi neyðarlög eru í gildi "sr" og almenningur borgaði ekkert fyrir að innistæður voru varðar. Þannig að þú ert að rugla hressilega. Mér skilst að þjóðinn hafi lagt um 180 milljarða í að koma nýju bönkunum á koppinn. Innistæður voru um 2000 milljarðar minnir mig. Og vissulega voru einstaklingar og lífeyrissjóðir sem og fyrirtæki sem áttu stærstu innistæðurnar. En líka voru þarna tugþúsundir t.d. aldraðra sem áttu þarna ævisparnað sinn. Fólk sem hefur gengið á hann nú til að lifa á ellilífeyri sem er nú ekki hár.  T.d. átti fólk þarna inni launin sín, það átti þarna kannski 2 til 3 milljónir sem það hafði verið að safna fyrir einhverju. Hér hefði orðið miklu meira hrun ef að allur þessi peningur hefði farið til kröfuhafa. Bendi á að minni upphæðir í bönkum sem einstaklingar áttu voru milli 400 til 500 milljarðar. Og þeim var bjargað. Það er kannski svona 10x hærra en við þurfum að borga af Icesave. Og skv. fréttum í dag af verðmæti Icelandskeðjurnar þurfum við ekki að greiða krónu vegna Icesave 3 ef við samþykkum hann.

Icesave snýst um innistæðutrygginga eins og Soffía bendir á í þessari grein. Og okkar hlut af þeim sem við marglýstum yfir að við ætluðum að standa við að greiða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband