Leita í fréttum mbl.is

"Nei" gæti þýtt að Bretar og Hollendingar gangi að Icesave saningi 2 með fyrirvörunum

Eftirfarandi frétt las ég á www.eyjan.is rétt í þessu:

Samningamenn Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni komu því sjónarmiði á framfæri í viðræðum, að næði nýjasta samkomulagið ekki fram að ganga þá væru enn í gildi lögin um Icesave frá árinu 2009 og möguleiki væri að þeir samþykktu það tilboð.

Þetta herma traustar heimildir Eyjunnar sem tengjast samninganefndinni.

„Þeir hafa aldrei farið lengra með mál en hver veit hvað gerist?“ sagði viðmælandi Eyjunnar.

Innan stjórnkerfisins er nú talað um þetta sem „lagalegan möguleika“.

Sumarið 2009 samþykkti alþingi lög um samkomulag, sem tekist hafði milli landanna, með ákveðnum fyrirvörum og skilmálum. Forseti Íslands staðfesti lögin. Á sínum tíma höfnuðu Bretar og Hollendingar þessum fyrirvörum og upphófust þá nýjar samningaviðræður.

Fyrsta samkomulaginu í því nýja ferli var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra og fari svo, að hið nýjasta verði einnig fellt, er talinn „lagalegur möguleiki“ á að Bretar og Hollendingar samþykki skilmálana og tilboðið frá 2009.

Samkomulagið frá 2009 var í veigamiklum atriðum óhagstæðara en það sem nú liggur fyrir og voru vextir til dæmis mun hærri.

 


mbl.is Segjast ekki fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er reyndar icesave I sem samþykktur var með fyrirvörum.

Icesave II var felldur með eftirminnanlegum hætti af þjóðinni!

Lesa sig aðeins til áður en skrifað er.

Gunnar Heiðarsson, 7.4.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Magnús Helgi !

   Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég feginn því að langflestir ykkar jáaranna voruð ekki fæddir er t.d. Haag dómstóllinn dæmdi okkur alfarið í óhag 17.ág.1972 aðeins tveim vikum áður en við íslendingar færðum landhelgina út í 50 mílur , þ.e. þeir sögðu að við íslendingar skildum láta veiðiþjófana ááreitta er væru utan 12 mílnanna .

   Væruð þið við lýði er þetta skeði , þá værum við efalítið öðru hvoru megin 1 mílu landhelginnar - þetta er óumflýjanleg staðreind , þú svartmálandi staðreindamaður .

   Að sjálfsögðu borgum við þennann skít , en það er bara spurningin hvort við viljum frekar vera mýs ellegar menn .

Hörður B Hjartarson, 7.4.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ekki ætla ég að skensa þig neitt fyrir að hafa þessa "frétt" annarra eftir.

Það eina sem ég vil um þetta segja er að mikil ósköp myndu þeir þremenningar; Svavar, Indriði og Steingrímur, gleðjast ef Icesave útgáfan þeirra númer eitt yrði ofan á eftir allt saman :)

Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 15:57

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

HAHA

mikid er gaman ad sja JA sinnana skjota sig i fotinn hvd eftir annad

Magnús Ágústsson, 7.4.2011 kl. 16:23

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það eina sem ég vil um þetta segja er að mikil ósköp myndu þeir þremenningar; Svavar, Indriði og Steingrímur, gleðjast ef Icesave útgáfan þeirra númer eitt yrði ofan á eftir allt saman :)

 Skemmtilegt innlegg amma :) Miðað við hversu glæsilegur sá samningur var kæmi mér þetta ekkert á óvart :P Finnst þó hæpið að þeir fari þá að samþykkja þennan samning þar sem þeir höfuðu fyrirvörunum enda vilja þau fá allt tilbaka með vöxtum. Hefðir kannski náð betri málefnalegum grunni að nefna blessuðu verslunina (sem ég man ekki alveg hvað heitir þessa stundina) sem á að mala gull fyrir þrotabúið skv. nýjust fréttum svona rétt fyrir kosningar.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 7.4.2011 kl. 22:03

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Samþykki Bretar og Hollendingar fyrirvarana við Icesave I, þá erum við í góðum málum.  Þar er t.d. greiðsluþak tengt aukningu á vergri landsframleiðslu, Ragnars Halls ákvæðið, um endurheimtur á innstæðum, möguleika Alþingis á að takmarka ábyrgðina og svona mætti telja áfram.

Marinó G. Njálsson, 7.4.2011 kl. 23:39

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú segir nokkuð, Marinó. Það skyldi þó ekki vera raunin að bretarnir hafi illilega platað samningasnillinga okkar í umferð II og III. Voru okkar menn alltaf að einblína á vextina eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband