Leita í fréttum mbl.is

Það var komin tími til að gyðingar sjálfir reyni að hafa áhrif á Ísraelsstjórn

Ég held að þrýstingur innan samfélags Gyðinga utan Ísraels hljóti að hafa áhrif. Sérstaklega ef að þetta verður almennt. Því að Ísrael er mjög háð stuðningi frá Gyðinum erlendis. Sérstaklega væri sterkt ef að hópa gyðinga í Bandaríkjunum gerði slíkt hið sama.

Frétt af mbl.is

  Skilja sig frá gyðingasamtökum sem vilholl eru Ísraelsstjórn
Erlent | AFP | 5.2.2007 | 6:46
Harold Pinter er einn stuðningsmanna IJV. Ríflega hundrað þekktir gyðingar í bresku samfélagi hafa stofnað samtök í Bretlandi, Raddir óháðra gyðnga (IJV), til að skilja sig frá gyðingasamtökum þar í landi sem styðja Ísraelsstjórn.

Af www.ruv.is

Bretland: Ný samtök gyðinga


 Um 130 þekktir gyðingar í Bretlandi hyggjast stofna ný samtök sem ekki styðja hvaðeina sem Ísraelsstjórn tekur sér fyrir hendur. Samökin verða nefnd Raddir óháðra gyðinga. Oddvitar þeirra segja markmiðið meðal annars að koma því á framfæri að fjölmargir gyðingar séu andvígir ofbeldisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum og Líbönum. Samtökin fallist ekki á þá túlkun ýmissa gyðinga að gagnrýni á stefnu Ísraelsstjórnar og gyðingahatur séu eitt og hið sama. Kornið sem fyllti mælinn, segja óháðir gyðingar, var eindreginn stuðningur Fulltrúaráðs breskra gyðinga við hernað Ísraela í Líbanon í fyrra sumar. Fulltrúaráð breskra gyðinga hefur löngum verið forystusveit þeirra, stofnað 1760, og ætíð stutt Ísraelsríki með ráðum og dáð.

Stofnendur Radda óháðra gyðinga birta ávarp á vefsíðu Guardian í dag. Þar segir meðal annars að ekki megi lengur una því að yfirgangsstefna hrokafulls hernámsveldis þoki burt sjónarmiði mannréttinda og umburðarlyndis í röðum breskra gyðinga. Meðal þeirra sem leggja nafn sitt við ávarpið eru nóbelsskáldið Harold Pinter, leikarinn Stephen Fry, tískuhönnuðurinn Nicole Farhi, heimspekingurinn Brian Klug, kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh og sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm.


mbl.is Skilja sig frá gyðingasamtökum sem vilholl eru Ísraelsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það væri nú gaman að vita hvort þú vitir yfirhöfuð eitthvað um þetta mál eða sért einn af þeim sem grípur bara eitthvað hér og þar, sem hann hefur heyrt og er síðan með rosalegar yfirlýsingar um hversu vondir Ísraelar séu eða þá öfugt hve vondir Palestínumenn séu. Mér finnst að fólk eigi að þegja nema þeir séu vel inni í þessu mjög svo flókna máli, eða þá áður en það fer að segja eitthvað, hvað þá skrifa og opinbera, að kynna sér þetta mál rækilega.

Enginn sem þú þekkir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þá skalt þu bara þegja. Ég hef fullt leyfi til að hafa mínar skoðanir hér á mínu svæði. Ég væri líka til í að hófsamir palestínumenn reyndu að hafa áhrif á Hamas.

Ég hef fullan áhuga á því að þarna komist á friður en held að stefna Ísraela sem er jú sú þjóð sem hefur hertekið land Palestínu leysi ekki samskipavandamál með landtöku og ofbeldi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.2.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

PS. Ömurlegt ´þegar fólk skrifar í athugasemdir og þorir ekki að skirfa undir eigin nafni. Ekki það að það trufli mig svo en það lýsir bara þeim sem skrfiar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.2.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband