Föstudagur, 8. apríl 2011
Þessi gren eftir Pawel Bartoszek er svo góð að ég birti hana hér sem heild
Rispur á bresku parketi
Þegar ég var nemandi á fyrsta ári í stærðfræði við Háskóla Íslands barst Félagi stærðfræði- og eðlisfræðinema stefna. Eigendur staðar sem félagið hafði leigt undir árshátíð sína mörgum mánuðum áður töldu að skemmdir hefðu orðið á dansgólfi umrætt kvöld. Þeir vildu fá hálfa milljón króna.
Fjölmargt í þessari stefnu mátti setja spurningarmerki við, og er þá ekki aðeins átt við hina augljósu spurningu um líkindi þess að raungreinanördar skemmi parket í trylltum danslátum. Stefnan var birt einhverjum vesalings fyrsta árs nema, sem raunar hafði löngu verið búinn að skipta um námslínu en var enn fremstur í stafrófsröð félagatalsins.
Árshátíðin hafði verið haldin ásamt nokkrum öðrum nemendafélögum en einungis einu félagi, okkar, var stefnt, og nokkur önnur slík formsatriði mætti tiltaka. Hugsanlega hefði verið hægt að nota þetta til að reyna að vísa málinu frá dómi. Sú leið var þó á endanum ekki farin.
Síðan var sjálf skaðabótaábyrgðin auðvitað vel loðin. Hvernig ætlaði staðarhaldari að sanna að umræddar skemmdir á parketi hefðu verið af völdum okkar félagsmanna? Hvernig átti að sanna að þær hefðu ekki verið áður? Er slit á dansgólfi síðan ekki eðlilegur hluti af viðhaldskostnaði þess sem rekur stað sem þennan? Sumt fylgir bara rekstrinum. "Fjórhjólið sem ég lánaði þér er allt úti í drullu. Hvað varstu eiginlega að gera við það?
Í fljótu bragði virtist sem réttarstaða okkar væri allt í lagi. Að því er ég best veit er engin EES-tilskipun númer neitt sem skyldar háskólanema til að bera fjárhagslega ábyrgð á dansi annarra háskólanema, einhvern tímann áður. En hvað veit ég þó. Þær eru jú ansi margar.
Stefnan virtist félagsmönnum því hæpin. Þau ráð sem stjórn félagsins fékk frá lögfróðum mönnum voru hins vegar að semja. Það var auðvitað grautfúlt en fyrir því voru ágætis rök. Málarekstur er dýr eins og andskoti og hefði orðið félaginu erfiður. Málsatvik voru óljós, fáir þeirra nemenda sem voru á umræddri árshátíð voru enn í skólanum, svo erfitt var að vita hvort staðarhaldari hefði ekki hugsanlega haft eitthvað til síns máls. Hann hafði allavega fyrir því að ráða sér lögmann sem kunni Word og stafrófið. Hefði málið tapast, eða jafnvel dregist, hefði það gengið af félaginu dauðu, og kostnaðurinn hefði jafnvel getað lent á einhverjum almennum félagsmönnum. Það hefði verið bölvanlegt.
Það mál sem kosið er um á morgun snýst tæplega lengur um vexti og afborgunartíma. Ég hef heyrt fáa halda því fram að þeir séu tilbúnir að semja um að ábyrgjast endurgreiðslur á lágmarkstryggingum til breskra og hollenskra sparifjáreigenda, en bara undir öðrum skilmálum.
Flestir þeirra sem tala fyrir höfnun samningsins vilja einfaldlega ekki borga staka krónu. Það er afstaða sem bera má virðingu fyrir. En mér sýnist hún samt byggjast á tilfinningum frekar en raunverulegu hagsmunamati. Hvers vegna þarf til dæmis alltaf að tengja leiðinleg útgjöld við afkvæmi? Allir vilja að ríkissjóður ábyrgist okkar eigin innistæður, afskrifi okkar lán og tvöfaldi vegina okkar.
En þegar eyða á í eitthvað leiðinlegt, þá er það ekki lengur ríkissjóður sem borgar, heldur "börnin. Grey börnin.
Sama hve mikið við berjum okkur á brjóst og sannfærum okkur um ágæti eigin málstaðar styrkist sá málstaður ekki endilega við það.
Allavega ekki frammi fyrir þeim erlendu og innlendu dómstólum sem um málið munu þurfa að fjalla. Margt bendir til að þeir dómstólar geti hæglega dæmt okkur í óhag. Við áttum að tryggja innistæður, við máttum ekki mismuna eftir þjóðerni, fljótt á litið var hvorugu fylgt.
Sameiginleg niðurstaða líkindafræðinnar og lögfræðinnar í stóra parketmálinu var sú að ákveðið var að semja um að borga, að mig minnir, einhverjar 40 þúsund krónur. Kostnaðinum var skipt milli þeirra nemendafélaga sem komu að umræddri árshátíð, svo hlutur félags stærðfræði- og eðlisfræðinema varð á endanum brot af því sem upphafleg krafa hljóðaði upp á. Það var samt fúlt, sjóðir slíkra félaga eru sjaldan digrir. Það er fúlt að borga fyrir rispur óreiðudansara. En ég held samt að það hafi verið skynsamlegt
Fleiri hyggjast hafna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 969469
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.