Leita í fréttum mbl.is

Icesave á facebook Og Einar Kárason

216026_1796516406084_1634952797_1707717_689439_n

Eftirfarandi pistill er eftir Einar Kárason af pressunni

Nú skulum við hugsa og hætta öllu rugli!

Hættum þessu rugli um að Landsbankinn komi okkur ekki við því hann hafi verið einkafyrirtæki. Því að hann starfaði erlendis í krafti milliríkjasamninga sem við tókum þátt í og berum okkar ábyrgð á. Eða hvers vegna halda menn að íslensku bankarnir hafi opnað útibú á Evrópska efnahagssvæðinu, en ekki til dæmis í Ameríku eða Asíu? Og skuldbindingar okkar felast líka í því að allt var það gert með vernd og blessum löglegra íslenskra yfirvalda sem við sitjum uppi með hvort sem okkur líkar það vel eða illa.

Yfirleitt var Forseti Íslands í föruneyti bankafurstanna og hafður sem kokteildýr og punt við opnanir útibúa; ráðherrar okkar fór um lönd og sannfærðu fólk um að bankarnir væru traustir og innlánsreikningar nytu ábyrgðar íslenskra yfirvalda, og svo gáfu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sín fínustu meðmæli. Og við berum ábyrgð á okkar stofnunum og ráðamönnum, og þýðir ekkert að segja eins og sumir: ég kaus ekki þessa menn, eða: ég var ekki spurður þegar þeir samþykktu þetta eða hitt.

Ég gæti sagt það persónulega að aldrei kaus ég Davíð Oddsson, en allt sem hann gerði og sagði í æðstu embættum þjóðarinnar kemur mér samt við; hálfu ári fyrir hrun róaði hann breskan almenning sem hafði áhyggjur af stöðu Landsbankans með því að segja í viðtali við BBC að bankinn væri eins traustur og hugsast gæti, og að auki myndi ríkissjóður Íslands auðveldlega geta ábyrgst innistæður hans og greitt fólki þær út ef illa færi. Davíð var löglega kosinn og síðar löglega skipaður í sitt embætti og hafði fullt umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar, hvort sem við vorum sammála honum eða ekki og hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þið sem eruð núna í vafa, eða kannski í léttu stuði til að gambla og velja hasarinn, og þið sem haldið kannski að það skipti ekki máli hvernig þetta fer: Ekki láta þá hugsun þurfa að pirra ykkur stöðugt næstu árin á meðan þetta mál verður óleystur dragbítur á efnahagslífið og heldur áfram að eitra og sýra samfélagið með svekkingum og leiðindum, að við hefðum; að við hefðum svo auðveldlega getað losnað við það út úr heiminum með litlum tilkostnaði, bara ef við hefðum nennt á hugsa í apríl 2011!

 


mbl.is Hefði viljað sjá betri samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála segi NEI

gisli (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:57

2 identicon

Alveg hjartanlega sammála, eftir þennan lestur þá er ég ekki óákveðin lengur og búin að gera upp hug minn.

Ég segi NEI

Stebbi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 18:31

3 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Við erum búin að taka ábyrgð með neyðarlögunum.  Að auki skikkar samningur okkar við AGS okkur til sýna ofur-sanngirni í verðlagningu eigna meðan við reynum að hámarka virði þrotabúanna til kröfuhafa.  Þetta atriði í AGS samningnum hefur nánast ekki fengið neina athygli en er enn eitt atriðið sem er notað til að kreista almenning hér.  Ég var alltaf hissa á að Bretar og Hollendingar gætu notað Icesave í ofanálag gegn okkur eftir að ríkið var í reynd búið að taka sér stöðu með kröfuhöfum.

Björn Ragnar Björnsson, 8.4.2011 kl. 19:47

4 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Drífðu þig því á morgun á kjörstað Magnús og greiddu atkvæðu með málstað sanngirnis og réttlætis sem er að ekki er hægt að kreista meira blóð undan nöglum almennings á Íslandi í þetta málefni.

Björn Ragnar Björnsson, 8.4.2011 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband