Leita í fréttum mbl.is

Hverskonar þjóð erum við eiginlega?

Fyrstu 7 ár þessarar aldar létum við í raun fámennan hóp telja okkur trú um að:

  • Að efnahagslífið hér ætti bara eftir að vaxa stöðugt.
  • Að Íslenska leiðin væri einstök og í raun sú eina rétta. VIð værum snögg tll og óhrædd við að taka áhættu og því kæmum við til með að leggja undir okkur heiminn
  • Að Íslenska krónan ætti bara eftir að styrkjast næstu áratugi og því yrðu allir að taka gjaldeyrislán til að græða.
  • Að allir yrðu að kaupa hlutbréf því að Íslensku fyrirtækin ættu bara eftir að stækka og að bankar væru besta fjárfestingin
  • Að það væri nauðsynlegt að kaupa nýtt húsnæði og helst að taka 100% lán því íbúðaverð hér ætti bara eftir að hækka.

Og nú koma menn segja

  • að hægt sé að stroka úr allar skuldir
  • Að segja nei við Icesave þýði að þar með þurfum við engar áhyggjur að hafa
  • Að við þurfum ekkert að fara eftir leikreglum sem aðrar þjóðir þurfa að fara eftir
  • Að þessar sömu þjóðir og lánafyrirtæki bara sætti sig við að við neitum að greiða eða standa við gefin loforð
  • Að þjóðir
  • Að hér sé ekkert mál að skapa 10 þúsund störf á stundinni. Bara að lækka skatta og svoleiðis en skýra ekki hvernig við eigum að borga vexti af lánum sem nú hvíla á okkur sem og um leið að halda grunnþjónustu gangandi.
  • Að hér sé hægt að virkja bara út um allt. Eru menn búnir að gleyma mótmælum og látunum við siðustu virkjanir. Sem og að í ljós hefur komið  háhitasvæin eru takmörkuð auðlind og ekki endurnýjanleg ef of mikið er tekði af í einu.

Svo allskonar bull í viðbót og fólk kaupir þetta eins og ég veit ekki hvað. Finnst að þetta sé alltaf samaþjóðin og keypti pýramítabréfin forðum af því að fólk átti ekki að geta annað en að græða á því.  Því það voru einhverjir sem sögðu þeim það og fólk trúði því athugsemdalaust.


mbl.is Kjörsókn nálgast 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Góð samantekt Magnús.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2011 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband