Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Árnason heimsskekingur um Icesave

Vísir, 09. apr. 2011 06:45

Nei mun bitna á sjálfum okkur

Vilhjálmur Árnason skrifar:

Það var sorglegt að horfa upp á manninn á Álftanesi eyðileggja húsið sitt hér um árið til að ná sér niður á bönkunum. Ég fæ ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska þjóðin, illa haldin af sorg og reiði eftir bankahrunið, muni með svipuðum hætti eyðileggja fyrir sjálfri sér, hafni hún Icesave-samningnum. Gremja landsmanna er skiljanleg og nú ætla margir að finna þessum tilfinningum útrás með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. En haldi menn að þar með bjóði þeir fjármálamönnum birginn er það misskilningur. Nei-ið er miklu líklegra til þess að stórauka vanda þjóðarinnar, auk þess sem það er siðferðilega óverjandi. Frá siðfræðilegu sjónarmiði virðist mér Icesave-málið vera einfalt.

Með neyðarlögunum var innistæðueigendum Landsbankans mismunað í grófum dráttum þannig að Íslendingar fengu allt sitt bætt, útlendingar ekkert. Samningurinn sem nú er kosið um dreifir byrðinni af því hörmulega máli á sanngjarnan hátt milli þeirra þriggja þjóða sem hlut eiga að því (auk þess sem eignir gamla Landsbankans munu líklega duga fyrir nær öllum hlut Íslendinga). Segjum því já við samningnum.

Tekið af www.visir.is  


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Fer ekki að koma tími til að senda vælubílinn til ykkar já-manna

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 12:02

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvað hefði Rawls sagt?

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2011 kl. 12:16

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Getur þú sagt mér í hverju mismununin er fólgin, Fall krónunnar kom niður á Íslendingum af ekki minni krafti. Frá siðfræðilegu sjónarmiði finnst mér Icesave málið vera einfalt. Almenningur borgi ekki skuldir einkafyrirtækja, það væri slæmt fordæmi!!! Svo ekki sé meira sagt!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.4.2011 kl. 12:19

4 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Rawls hefði verið sáttur við neyðarlögin en ósáttur við að saklaus almenningur sé gerður ábyrgur. Þetta er það sem ég sé undir fávísisfeldinum. Leið Íslands með neyðarlögunum er á þann veg að næŕ sanngirni held ég að ekki verði komist. Ég mig grunar að engin annar hefði treyst sér í sanngirni af sömu stærðargráðu.

Björn Ragnar Björnsson, 9.4.2011 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband