Leita í fréttum mbl.is

Andskotans ASNAR eru Íslendingar.

Fólk trúið Sigmundi Davíð manni sem blaðrar gjörsamlega ábyrgðarlaust um hluti eins og um árið að nú væri kjörið tækifæri fyrir Ísland að fella niður skuldir með því að kaupa skuldir af óreiðumönnum á 3% og fella þær svo niður. Manni sem skrapp til Noregs og kom til baka með loforð um þúsund milljarðalán sem engin kannast svo við.

Mann sem sagði að Bretar og Hollendingar myndu aldrei fari í hart við okkur því það væri ekki þeirra hagur. Og svo allir aðrir vitleysingar í NEI liðinu. Og hvað gerist svo daginn eftir:

Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, kveðst vera vonsvikinn yfir því að Íslendingar hafi hafnað Icesave samkomulaginu. Hann sagði  að málið fari fyrir alþjóðlegan dómstóla, að sögn BBC.

Alexander kom fram í þætti Andrew Marr og sagði að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi „augljóslega valdið vonbrigðum... Við reyndum að komast að samkomulagi.

Það er skylda okkar að ná þessum peningum til baka og við munum halda því áfram þar til það tekst.... Við sem land erum í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel,“ sagði Alexander.

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, er einnig vonsvikinn vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að sögn ABC nyheter. Hann segir að tími samninga sé að baki. Íslandi beri skylda til að borga peningana til baka. Nú sé það dómstóla að ákveða hvernig það verði gert.

Það var ekki eins og fólk væri ekki varað við að trúa fagurgala manna sem enga reynslu haf að svona málum. EN nei fólk kaus að trúa þeim og Evu Joly sem er sérfræðingur í fjármálasviikum.

Svo verði ykkur að góðu


mbl.is Vonsvikinn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hún er nefnilega sérfræðingur í fjármálasvikum. Akkúrat.  Nú skulum við svo skoða dómstólaleiðina, - hún var hvort eð er farin af stað.

Gaman væri reyndar að vita hvar já sinnar hefðu staðið í síðustu alvöru milliríkjadeilum Íslendinga. Sjálfsagt farið samningaleiðina, og aldrei beitt klippunum.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:30

2 identicon

Við Já Sinnar verðum því miður að beygja okkur undir vilja Meirihlutans og fara með þetta fyrir Dómstóla.Margir úr nei inu heldu því fram að deiluaðilar okkar þorðu ekki í mál við okkur og þar kom það. Þeir ætla og munu gera. Ég vona að fleiri rök sem þið komuð með í kosningabaráttunni hrynji ekki álíka aiðveldlega og þetta. É

Símon (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:39

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Fólk trúið Sigmundi............."  Ég er farin að halda að þú sért sauður fæddur og alinn, nafni minn.  Það er ennþá til fólk sem kann að hlusta á sína innri rödd án leiðsagnar, elsku kúturinn.

Magnús Sigurðsson, 10.4.2011 kl. 10:42

4 identicon

Ég er ekki vanur að tjá mig með þeim hætti sem ég ætla nú að gera. En ég held að þú ættir að sjá sóma þinn í að halda þér saman ef þér er lífsins ómögulegt að tjá þig um hitamál í samfélaginu án þess að brigsla fólki sífellt um heimsku. Það eru ekki allir ginningarfífl þótt þeir narti ekki í krókinn sem þú ert búinn að vera að maka með feiti síðustu daga og vikur.

Fólk kaus ekki nei af því það lét Sigmund Davíð eða neinn annan plata sig. Það kaus nei því það vissi að það var áhætta á báða bóga í málinu en réttlætið var aðeins öðru megin. Sýndu þessu fólki smá viðringu og hættu þessum bölvaða, tilgerðarlega hroka sem lekur af fýlu þinni yfir að hafa „tapað“. Ef þú og aðrir básúnuberar hefðuð haldið haus í aðdraganda málsin í stað þess að detta í gegndarlausan hræðsluáróður, uppnefningar og mannhatandi heimtufrekju – hefði ykkur kannski orðið eitthvað ágengt. í stað þess klufuð þið þjóðina í tvennt og leyfðuð öfgaöflum í báðum herbúðum að þrífast.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Ætla ekki að falla niðrá sama lága plan og höfundur....en ég er algjörlega sammála ummælum Ragnars Þórs hér að ofan!!

Sigurður Árni Friðriksson, 10.4.2011 kl. 11:07

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Andskotans ASNAR, víst er það, amk. þeir sem sögðu já. Það var ljóst að Nei sinnum fjölgaði eftir því sem fólk kynnti sér málið betur. Það segir í sjálfu sér hverjir ASNARnir eru! Ég bíð spenntur eftir dómsmálunum þar sem niðurstaðan hvort sem hún er sigur eða tap kemur öllum löndunum innan Evrópusambandsins í veruleg vandræði.

Örn Gunnlaugsson, 10.4.2011 kl. 11:09

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Tek undir hvert orð með Ragnari Þór Péturssyni. Við erum orðin svolítið þreytt á þessu og mál að linni. Sættu þig við meirihlutann.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 11:11

8 identicon

Vel mælt Ragnar Þór og ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Frank (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:12

9 Smámynd: GAZZI11

Þetta var eina vitræna og gáfulegasta niðurstaðan .. dómstólaleiðin er réttlátasta leiðin og þar verða allir dregnir til ábyrgðar sem eiga að bera ábyrgð.

ICESAVE var sett upp í Hollandi og Bretlandi með leyfi þessara aðila og þar með bera þeir ábyrgð og eftirlitskyldu. Dómstólaleiðin mun draga fram heimskulegt lagaumhverfi bankanna og galla.  

GAZZI11, 10.4.2011 kl. 11:21

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála Ragnari Þór líka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 11:25

11 identicon

Gasprið í Sigmundi davíð skiptir ekki miklu máli.(Þingflokksfulltrúar vour 800 en aðeins helmingur tók þátt í kosningu og Sigmundur hlaut 90% eða sem sagt 45% !!) Nei-ið er merkilegt vegna þess að það er uppreisn gegn ríkisstjórninni, gegn Sjálfstæðsflokknum , gegn 44 Alþingismönnum, gegn SA, gegn forystumönnum í verkalýðshreyfingunni, gegn gömlu stjórnmálamönnunum og gegn bankaglæpamönnum sem enn ganga lausir.Lagahliðin er fókin og erfitt að meta efnahagslegar afleiðingar. Á báða bóga var haldið fram rugli og þverstæðum. Þetta er nú að baki. Eindreginn vilji þjóðarinnar liggur fyrir og stjórnvöld vilja að vinna á þeim grunni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:27

12 identicon

Maggi er nottla mest sár og svekktur yfir að nú er ljóst að ESB er bara fjarlægur draumur...

SEM BETUR FER !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:29

13 identicon

"Fíflunum og ösnunum" fjölgar stöðugt í augum Magnúsar Helga.

Þjóðin hans er "Fífl" !

Geðvonskan kannski skiljanleg eftir þennan niðurlægjandi ósigur ECESAVE dindlana !

Og ég get lofað honum því að "Fíflunum hans" á enn eftir að fjölga meira þegar þjóðin fær loksins tækifæri til þess að hafna ESB helsinu endanlega ! 

Gunnlaugur I. (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:31

14 Smámynd: Óskar

Nei-ið er vatn á myllu öfgarusls bæði til vinstri og hægri.  Þjóðin á eftir að bíta úr nálinni með þetta og þola þjáningar vegna þess að hún lét ruslaralýð sem gaspraði í innantómum frösum og spilaði á þjóðernishyggju plata sig.  Það er sorglegt hvernig komið er fyrir þjóðinni, auðvitað sér fólk þetta ekki í dag enda ennþá á fylliríinu en það breytist á næstu vikum.

Óskar, 10.4.2011 kl. 11:34

15 identicon

Þetta er sumsé það sem kom útur þessum kosningum. Klofin þjóð sem kallar fólk með aðra skoðun en þau "Fífl" og "Asna". Voðalega þykir mér þetta dapurt .

Hörður Már (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:40

16 identicon

Ég hittti mikið af fólki úr tapliðinu í gær. Topp JÁ fólk sem tjáði mér að það hefði verið á báðum áttum fram til loka. Þau voru alveg tilbúinn að mæta NEI úrslitum. Enda með sterka réttlætiskennd.

Þau orð sem greinarhöfundur lætur uppi dæmir hann einan. Ég ætla ekki að fara á sama plan og þú Magnús greinarhöfundur. Þetta voru skýr niðurstaða 60-40% hjá Hámenntaðri vel upplýstri þjóð.

Ég vorkenni þér ekki vegna úrslitana. Heldur vegna fyrirsagnarinnar. Hún sýnir ekki mikin manndóm.

Már (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:59

17 identicon

Magnús, ekki vera með nafnaköll og kalla mig og aðra landa þína asna og vitleysinga. Það telst ekki viðeigandi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:01

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég á eftir að sjá að hægt sé að taka trúanleg orð AÐSTOÐAR fjármálaráðherra breta...

Rólegann æsing segi ég svo bara, þetta er allt á réttri leið og ef við verðum dæmd til að borga þá þurfa öll ESB ríkin að ábyrgjast alla fallvöltu bankana og bankakerfin 100%... Hvað gerist þá í framhaldinu???

Held það sé þá best að panta far til annarrar plánetu þar sem ekki er fólk sem vill framselja fullveldi þjóðar til að þóknast hvaða vitleysingum sem er.

Kaldi

Og ekki enn orðinn pirraður...

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2011 kl. 12:36

19 Smámynd: Einar Solheim

Það er heimska að kalla heimskt fólk heimskt, jafnvel þó það raunverulega sé heimskt.

Einar Solheim, 10.4.2011 kl. 13:06

20 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er nauðsynlegt Maggi að þú áttir þig á því um hvað var kosið.

Það var ekki um það hvort við viljum borga eða ekki borga heldur hvort veita eigi ríkisábyrgð á óútfylltan vixil sem engin virðist vita hversu hár verður (og reyndar það í leiðinni hvort færa eigi bretum alla lögsögu í málinu).

Því hefur verið haldið fram að þrotabú LB fari langt með að greiða það sem B/H telja sig eiga inni hjá íslendingum og jafnvel gott betur. Auðvitað fá þá B/H allt sitt til baka. Til hvers þá ríkisábyrgð og á hvað?

Viðar Friðgeirsson, 10.4.2011 kl. 13:53

21 Smámynd: Einar Solheim

Viðar: Þú ert ekki með þetta. Það var verið að kjósa um ákveðin samning þar sem ábyrgð okkar var verulega takmörkuð. Fyrst menn sögðu NEI, þá er víst að ábyrð okkar getur aukist verulega.

Einar Solheim, 10.4.2011 kl. 16:26

22 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Magnús Helgi er Íslendingur!

Aðalsteinn Agnarsson, 10.4.2011 kl. 17:38

23 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Ef þetta er eins og þú segir Magnús þá ert þú sannasti Íslendingurinn

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 10.4.2011 kl. 18:52

24 identicon

Einar Solheim, rökstyddu þetta, takk.

Larus (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:11

25 identicon

Ef einstaklingur sem brotnar niður í væl þegar þeir "tapa", kallar alla sem eru ósammála honum hálfvita og skiptir fólk niður í svart og hvítt "Nei-sinna" og "Já-sinna" teljast vera sannir Íslendingar, þá get ég vel eins farið að huga að flytja úr þessu landi, því ég á þá ekki heima hér.

Og fyrir þá sem eru ekki að ná því sem ég er að segja, þá álít ég þessa mann"kosti" vera þau verstu sem fyrirfinnast. Vona svo sannarlega að fólk fari að vaxa upp úr því.

Það er hægt að lýsa yfir vonsvikni án þess að líta út eins og appaköttur í skítkasti.

Einar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:17

26 Smámynd: Dexter Morgan

Er hjartanlega sammála kommenti #4, það segir allt sem segja þar. Og um þið kæri síðueigandi, ég var ekki bara að segja NEI í gær við Æseif, ég var LÍKA að segja NEI við ESB, og þannig mun það vera áfram hjá þessari þjóð sem þú lítur á sem ASNA.

Dexter Morgan, 10.4.2011 kl. 23:28

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk sumt er bara ekki að skilja þetta.  Fékkst eigi til að skilja, fæst ekki til þess og ætlar sér eigi að gera það. 

þessi leið mun alltaf verða til þess að það borgi.  En bara á annan hátt. 

Jafnvel þó við segjum að ísland ,,vinni málið" eins og kallað er, að það mun samt þýða að íslendingar muni borga meira en þó málið væri klárað núna með samningaleiðinni.

þar fyrir utan er afar líklegt að ísland tapi öllum dómsmálum þessu viðvíkjandi.  Uffe Elleman segir það.  Segir að ísland muni tapa málinu hjá EFTA.  Uffe veit alveg sínu viti.

þessi ákvörðun ,,íslendinga" eins og það er orðað - var því afar heimskuleg.

það er bara þannig

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2011 kl. 23:29

28 identicon

Villtu ekki bara flytja úr landi fyrst þetta er afstaða þín? Enginn ætti að búa meðal fólks sem honum líður illa innan um og sem hann ber ekki virðingu fyrir. Í dag geta nánast allir verið nánast alls staðar. Það er nóga vinnu að hafa í Noregi. Vona þeir borgi jafn vel og Össur.

PS: Ég er ekki að segja þér að flytja eða óska þess þú gerir það. En fyrst þú fyrirlítur þína eigin þjóð væri það ef til vill skynsamlegast fyrir þig sjálfan til að viðhalda eigin geðheilsu. Til hvers að verða gamall hér ef þú álítur þig hafinn yfir landið þitt? Það eru mörg fleiri lönd til. Það er líka algjör óþarfi að berjast með kjafti og klóm fyrir að Ísland gangi í ESB, og beita til þess hvaða lúalegu belllibrögðum sem er. Einfalt er að flytja til Evrópusambandslanda og búa þar það sem eftir er. Sóttu bara um styrk til framhaldsnáms í tölvunarfræðum. Þú hlýtur að geta lifað án Össurar.

Karl (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 01:40

29 identicon

Ef einhver maður sýnir stillingu og festu, rökfestu og aðdáunarverða framkomu, hugrekki og dirfsku, þá er það Sigmundur.

Jón (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 01:42

30 Smámynd: Magnús Ágústsson

ekki fer nu mikid fyrir vornum fra nafna minum en eg hef alla tid verid a theyrri skodun ad thegar allir eru asnar og fifl i kringum mann tha er kominn timi til ad lita i eigin barm

Magnús Ágústsson, 11.4.2011 kl. 07:53

31 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Mikið ofboðslega held ég að þú eigir bágt væni minn. Í þínum augum eru allir þeir sem ekki hafa sömu skoðanir og þú,ASNAR. Ég er á öndverðum meiði við þig í öllum málum,en mér hefur aldrei dottið í hug að kalla þig asna. Ég frábið mér allar slíkar nafngiftir fyrir þá sök eina að vera ekki sammála einhverjum.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.4.2011 kl. 19:13

32 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Fyrirgefðu,ég gleymdi einu atriði,það að halda því fram að ég sé asni andskotans er verulega ósvífið.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 11.4.2011 kl. 19:16

33 identicon

Fólk lét æsa sig upp í þjóðernisbelging og með tilfinningarökum og frösum sem engu vatni halda.

Þetta eru öfgamenn.

Einar (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 12:13

34 Smámynd: Pétur Harðarson

Við getur verið sammála því, Magnús, að þeir eru ASNAR sem létu atkvæði sitt ráðast af því hvaða afstöðu einhver afdala "celeb" höfðu til samningsins. Kosningabarátta Áfram hópsins réðist til að mynda eingöngu af tilvitnunum frá slíkum "celebum" (ef undan er skilinn Jaws hákarlinn) og þannig mætti segja að Áfram hópurinn sé hópur af ÖSNUM sem og allir þeir sem mark tóku á þeirra sorglegu herferð. En getur verið að megin þorri fólks hafi einfaldega skoðað staðreyndir málsins og myndað sína skoðun út frá því? Ég held það og þannig séu 60% Íslendinga með sterka réttlætiskennd sem lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Sem betur fer!

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 14:13

35 identicon

Vissu ekki allir að þetta færi fyrir Alþjóðlega dómstóla!!! Málið er bara það að EFTA getur bara komið með leiðbeinandi ábendingar til Íslenskra dómstóla og ég held að Bretar og Hollendingar séu ekkert á leið fyrir Íslenska dómstóla. Þeir munu reyna að slá ryki í augu manna erlendis til að gera aðra tilraun til að brjóta okkur.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:43

36 Smámynd: Ragnar Einarsson

Evrópusambandið hefur ekki efni á að láta þetta fara fyrir dómstóla.

    Málið er raunverulega dautt, bara íslendingar ennþá að tala um þetta.

Þetta endar með því að þrotabú bankans borgar slatta og bresk og hollensk stjórnvöld hrósa sigri í fjölmiðlum.

Undirliggjandi sigur er íslendinga

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 18:28

37 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson, 12.4.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband