Leita í fréttum mbl.is

Sammál Birni Val þetta var með ólíkindum

Hér er tilvitnun í frétt af www.eyjan.is þar sem haft er eftir  Uffe Ellemann-Jensení grein á vef Berlingske.:

Greinin ber heitið: „Íslenskir kjósendur: Stoppið heiminn, við ætlum ekki vera með…“

Uffe segir Íslendinga hafa komið sér í mjög erfiða pólitíska og fjárhagslega stöðu með atkvæðagreiðslunni.

Íslendingar hafa nú sýnt fram á að þeir geta ekki gert alþjóðlega samninga – og þess vegna eru í vændum langvinn og dýr málaferli til að skera úr um deiluefnið. Það er lítill vafi á að Ísland tapar málinu – og það réttilega: Hvers vegna í ósköpunum ættu breskir og hollenskir skattgreiðendur að borga reikninginn fyrir þá íslensku?

Um leið er fulltrúalýðræðið á Íslandi farið veg allrar veraldar, þar sem tækifærissinni [d. populistisk] á forsetastóli hefur í tvígang brugðið fæti fyrir rétt kjörna ríkisstjórn og meiri hluta alþingis – og hingað til fengið til þess stuðning meiri hluta þjóðarinnar. En hvað er það sem íslenskir kjósendur vilja? Forsetaræði sem blæs á alþjóðalega samninga og reglur? Og hvert í veröldinni færir það Ísland?“

Uffe heldur áfram:

„Málið mun kveikja pólitískar umræður á Íslandi, ekki síst um hlutverk forsetans – en það er þeirra mál og við hin eigum ekki að blanda okkur í það. Við hljótum hins vegar að hafa áhuga á því hvort vænta megi þess að Ísland standi héðan í frá við alþjóðlega samninga og skuldbindingar.

Ísland hefur sótt um aðild að ESB og samningaviðræður hefjast brátt fyrir alvöru. Það er rétt að láta undan kröfum Íslendinga, sérstaklega í sjávarútvegsmálum – en ef útlit er fyrir að aðildarsamningur verði undir öllum kringumstæðum fellur í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er erfitt að veita slíkar tilslakanir. [...]

Allt gerir þetta Íslendingum erfiðara fyrir við koma sér út þeim efnahagslegu þrengingum sem fylgdu bankahruni, fjármálakreppu og náttúruhamförum. Ísland hefur meiri þörf fyrir ESB en ESB hefur fyrir Ísland – en það er staðreynd sem Íslendingar eiga erfitt með að skilja. Það er gagnslaust að segja skilið við samfélag þjóðanna, eins og íslenskir kjósendur hafa nú reynt að gera í annað sinn…“

En íslenska þjóðin kýs að trúa Sigmundi Davíð og Reimari Péturssyni frekar. En þetta eru náttúrulega ekki Financial Times eða Wasington Post sem forsetin les og segir að við njótum stuðnings um allan heim.

 


mbl.is Forsetinn ruglar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt svo mikið bull. Það er enginn "reikningur" til að borga. Breskir einstaklingar lögðu fé sitt í einkarekið fyrirtæki sem fór á hausinn og peningurinn glataðist. Hvernig verður til skuld úr því? Peningurinn var einfaldlega glataður. Bretar ákváðu að bæta þessu fólki skaðann. Það er ekkert lán. Það er engin skuld. Það eru engar skuldbindingar að standa við. Þetta mál er allt saman kjaftæði frá upphafi til enda. Þessi slæma umfjöllun í alþjóðasamfélaginu núna er til komin vegna þess að ríkisstjórnin okkar hefur EKKERT gert til að kynna sanna hlið málsins fyrir umheiminum. Þessi skítastaða er uppkomin vegna þess að við erum með hugleysingja í ríkisstjórn. Punktur.

Til eru eignir sem Bretar mega hirða mín vegna. Þeir geta selt þær ef þeir vilja. Eflaust fá þeir eitthvað fyrir þær og ná að bjarga hluta þeirra fjármuna sem þeir sjálfviljugir greiddu fólki eftir hrunið.

Jón Flón (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:25

2 identicon

Úff! Úffi hefur aldrei talað vel til íslendinga. Alltaf litið niður á þá. Ekki mark takandi á honum.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:43

3 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Uffe opinberar enn sínn grunna yfirborðsskilning á málinu.  Það hefur allt verið rekið ofaní kokið á honum með rökum á blogginu hans fyrir ári, og í dag að mér sýnist. Hann tekur engum sönsum.  Það er óskiljanlegt hvað þessi (mér liggur við að segja: sjálfbyrgingslegi vindhani) er í miklu áliti hjá mörgum á Íslandi.  Það álit er ekki verðskuldað.

Björn Ragnar Björnsson, 10.4.2011 kl. 20:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi Björn Valur er snælduruglaður, kallaði til dæmis samflokksmenn sína í VG hægri-öfgamenn. Hvernig er hægt að taka slíkan vindbelg alvarlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 23:27

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Trjóuhesti var komið inn á Vinstri Græna.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.4.2011 kl. 00:02

6 identicon

Glæpahyski og terroristi að reyna að grafa undan björgunarstarfsemi forsetans. Vildi að þeir sem þurfa að vera með svona undirróðursstarfsemi hefðu manndóm til að vísa sjálfum sér úr landi.

Ingólfur (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband