Leita í fréttum mbl.is

Ekki það að ég held að neinn eigi að leiðrétta fyrir Wall Street Journal!

En þetta er nú kannski ekki alveg það sem málið snýst um:

„Land ber aðeins ábyrgð á uppblásnu bankakerfi sínu upp að ákveðnu marki. Árið 2008 tóku ríkisstjórnir Breta og Hollendinga þá afstöðu, að það væri of áhættusamt fyrir eigin bankakerfi ef sparifjáreigendur í þessum löndum brenndu sig á íslenskum bönkum. Löndin höfðu rétt á því að taka þessa afstöðu, hvort sem hún var rétt eða röng. En það var of langt gengið að skilja Íslendinga eftir með reikninginn. Íslenskir kjósendur hafa í það minnsta tvívegis lýst þeirri skoðun," segir blaðið

Málið snýst náttúrulega ekkert um þetta. Þetta snýst um Innistæðutrygginar og að allar aðrar innistæður í Landsbankanum sem tilheyrðu einstaklingum voru óskertar og aðgengilegar. En látum það vera bara svona. Enginn að fara að skrifa þeim og leiðrétta þetta. Sem og að við sitjum náttúrulega alls ekki ein með reikninginn því Bretar og Hollendingar eru með sinn helming a.m.k. þar til að greitt hefur verið úr þrotabúinu.


mbl.is Uppörvandi staðfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert líka opinber asni,  ættir ekki að fá að tjá þig um hluti almennt en því miður ríkir ritfrelsi þegar asnar eins og þú fá að tjá þig. mundu nú að þú kallar ekki íslendinga asna þó þú sért asni sjálfur

melatonin (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já melatonin tek undir orð þín...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 21:20

3 identicon

Melatonin, snillingur.

Jóhann P. (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:27

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

jamm sammala Melatoninum

Magnús Ágústsson, 12.4.2011 kl. 07:11

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Hvort sem að málið snérist um innistæðutryggingar eða ekki þá var klárlega of langt gengið að láta Íslendinga sitja eftir með ALLAN reikninginn. Mér fannst alltaf skrítið að heyra í Já-sinnum fyrir kosningar talandi um að eignir Landsbankans myndu hvort sem er covera meirihlutann af skuldinni. Hvers vegna var þá verið að fara fram á ólögvarða ríkisábyrgð á einkaskuld sem engin var? Bretar og Hollendingar geta sótt sitt í þrotabú Landsbankans eins og aðrir.

Og varðandi þetta asnatal þá hefði ég örugglega kallað 60% Íslendinga asna ef þeir hefðu samþykkt Icesave.

Pétur Harðarson, 12.4.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband