Leita í fréttum mbl.is

Ætli þetta hafi verið svona "Ljóska"?

Mér finnst svona fréttir fyndnar:

Vísir, 05. feb. 2007 13:45

Kona við stýrið

Amy Brasher, 45 ára, var handtekin í San Antonio, í Texas á dögunum eftir að bifvélavirki tilkynnti lögreglunni um átján pakka af hassi sem höfðu verið faldir í vélarrúmi bílsins hennar. Amy hafði komið með bílinn á verkstæði til þess að láta skipta um olíu. Við yfirheyrslu sagði hún lögreglunni að hún hefði ekki vitað að það þyrfti að opna vélarhlífina til þess að skipta um olíu.

Og þessi frétt hér er fyndin líka:

Hinn fullkomni glæpur ?

Ástralska lögreglan er ekki alveg viss um hvernig hún á að orða ákæru á hendur fyrirtækis sem auglýsti svæsnar klámspólur, í dagblaði þar í landi. Verðið á þessum spólum var töluvert lægra en annarsstaðar, og því sendu margir pöntun og ávísun í pósti, eins og fyrir var lagt. Nokkrum vikum síðar barst svo bréf þar sem sagt var að samkvæmt núgildandi lögum væri ólöglegt að selja þessar spólur.

Fyrirtækið vildi ekki fá á sig kæru og því var ekki hægt að afgreiða pöntunina. Fyrirtækið endurgreiddi hinsvegar kaupverðið með eigin ávísun. Það var þó lítið um að þessar ávísanir væru innleystar. Af einhverjum ástæðum veigraði fólk sér við að fara í bankann með ávísun sem var merkt, STÓRUM stöfum: "Endaþarmsmaka og öfuguggafélagið"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hehehe.

svona fréttir létta manni lund í svartasta skammdeginu. 

Fannar frá Rifi, 5.2.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband