Leita í fréttum mbl.is

Gaman að Sigurður Kári er stoltur af þessu. Ég er það ekki

Sigurður Kári notaði fyrirspurnartíma á Alþingi til að fjalla um skýrstu Hagstofunar um Lágtekjumörk og tekjudreifingu og fór þar í leik við Geir Haarde þar sem þeir slógu um sig hvað Ísland kæmi vel út úr þessu. Þeir eru semsagt stoltir yfir því að um 30 þúsund Íslendingar eru undir fátækramörkum.

Í frétt á www.hagstofa.is segir m.a.

Lágtekjumörk og tekjudreifing 2003-2004

Hagstofa Íslands hefur gefið út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003 og 2004. Þessar niðurstöður eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).

Árin 2003 og 2004 voru tæplega 10% landsmanna á einkaheimilum fyrir neðan lágtekjumörk (at risk of poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 102.664 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem býr einn árið 2004 en 215.594 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.

Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum árið 2004, var hæst í aldurshópnum 16-24 ára, eða 15,4% , en lægst í aldurshópnum 50-64 ára, eða 5,9%.

Hlutfallslega fleiri sem bjuggu einir voru undir lágtekjumörkum en þeir sem bjuggu með öðrum. Sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði.

Ef maður skoðar svo hagtíðindi þá erum við á svipuðum stað og Tékkland  Þannig að árangurinn er ekkert svakalegur það munar litlu á okkur og öðrum þjóðum í Evrópu fyrir utan (Tyrkland, Grikkalnda og þjóðir Austur Evrópu.)

En ef við miðum við að við erum með ríkustu þjóða í heiminum þá er það rosalegt að 1 af hverjum 10 er undir fátæktarmörkum. Og mér finnst það ekkert til að hreykja sér af. Ríkissjóður sem skv. stjórnvöldum syndir í peningum gæti svo auðveldlega lagað þetta með því að hækka skattleysismörk, með því að laga örorkubætur og lífeyri.

Á www.capacent.is má finna eftirfarandi töflu úr Þjóðarpúlsi nú í febrúar.

Fjolskyldu_fataekt

23% þekkja einhvern fjölskyldumeðlim  sem býr við fátækt og 21% í viðbót einhvern í fjölskyldunni síðustu 10 ár sem hefur verið fátækur.

Og svo geta menn grínast með þetta og hreykt sér.

Frétt af mbl.is

  Leikrit eða ekki leikrit
Innlent | mbl.is | 5.2.2007 | 15:59
Frá Alþingi. Langar umræður um fundarstjórn forseta á Alþingi spunnust í dag eftir að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra í fyrirspurnartíma í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að orðaskipti þeirra Sigurðar og Geirs hefði verið vel undirbúið og leikstýrt leikrit og kvörtuðu yfir því að hafa ekki komið sínum fyrirspurnum að.


mbl.is Leikrit eða ekki leikrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Magnús Helgi !

Það er ekki að undra, þó að þú segir það...ég leiði stundum hugann að, hvað orðið hafi; um gamla góða Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem var brjóstvörn séríslenzkra hefða og menningar, nú samansafn grútarlýðs og sérhagsmunaseggja frjálshyggjutrúarinnar. Man ekki................. Magnús; hvort ég hafi verið búinn að koma á framfæri við Björn Bjarnason, nú í haust;;leið, þá hann varð að hopa fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, skammtímaminni mitt andskoti brogað; líklega þó ekki:; að þeir Björn, og aðrir af gamla skólanum endurreistu gamla góða Íhaldsflokkinn, og gæfu þar með kneckti því, sem um Geir H. Haarde svermir og vomar, hið lengsta nef.

Nei,................ Magnús Helgi ! alls lags skarkárar munu leika enn um stundir, um hinn aldna Sjálstæðisflokk, áður líða tekur að okkar nestisbarningi; Magnús minn !

Með beztu kveðjum, í Reykjavíkurskíri og nærsveitir /

Óskar Helgi Helgason 

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband