Leita í fréttum mbl.is

Ég neita að trúa þessu.

Ég tel að Samfylkingin eigi stóran hluta af þessu óákveðna fylgi. Ég neita að trúa því að fólk hafi nokkura ástæðu til að flykjast frá flokknum. Hann er búinn að móta sér stefnu í flestum þeim málum sem brenna á fólki.

Samfylkingin teflir fram formanni sem hefur sannað getu sína til að stjórna. Þó að andstæðingar flokksins hamri nú á henni. Gera mikð úr meintum svikum hennar við borgarbúa en gleyma því að það var samflokkur hennar framsókn sem gat ekki sætt sig við að Ingibjörg vildi taka 5 sæti á lista Samflylkingar í Reykjavík. Og settu henni úrslitakosti.

Ég neita að trúa því að fólk sé að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa gefið vinum sínum og framsóknar eignir okkar í bönkum og öðrum ríkisfyrirtækjum sem nú mala gull undir eigendur sína sem nokkrum árum seinna halda veislur með Elton John og Duran Duran.

Ég neita að trúa því að fólk sætti sig við að bönkum sé leyft að okra á okkur og fyrirtækjum þar sem samkeppniseftirlit er en í skötulíki hjá okkur

Ég trúi ekki að fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkin og opna fyrir að orkugeirin verði einkavæddu og gefinn góðum vinum flokksins.

Ég trúi ekki að fólk ætli að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn fyrir stóriðjustefnu hans.

Ég skil betur vöxt Vg en fólk. Hann hefur verið staðfastur í umhverfismálfum Fólk skildi skoða samt hvernig málflutningur hans hefur verið í mörgum framfaramálum okkar síðustu ár utan umhverfismála.

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Innlent | mbl.is | 6.2.2007 | 6:44
Ríkisstjórnin héldi velli væri gengið til kosninga nú.... Samfylkingin nýtur nú minna fylgis en Vinstri grænir, samkvæmt könnun Blaðsins á fylgi við flokkana fyrir þingkosningar. 19,1% sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna en 22,9% Vinstri græna. Samfylkingin hefur ekki áður verið með minna fylgi en Vinstri grænir, en hún fékk 31% atkvæða í seinustu kosningum, árið 2003. 39% aðspurðra höfðu ekki gert upp hug sinn.


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Samfylkingin teflir fram formanni sem hefur sannað getu sína til að stjórna."

Hvernig hefur hún sýnt það?

Og varðandi loforðið hennar í borgarstjórnarskosningunum þá lofaði hún kjósendum því að hún ætlaði að sitja í 4 ár nema þá hún ,,einfaldlega hrykki upp af" svo notuð séu hennar eigin orð. Það hefur ekkert með Framsóknarflokkinn að gera.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:26

2 identicon

Kæri Magnús Helgi 

 Menn þurfa að vera í fullu starfi við að skilja og greina síbreytilega stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin fyrrar sig allri ábyrð á gjörðum sínum með afsökuninni "Umræðan var ekki komin á þetta stig". Það getur enginn nema hart Samfylkingarfólk fyrirgefið þennan ruglanda hátt. Ég er ekki mjög pólitískur og fylgist einungis í meðallagi með umræðunni og ég get ekki skilið stefnu Samfylkingarinnar nema sem sundurleitt kosningabandalag sem hefur ekki getað komið stefnumálum sínum á hreint fyrir þjóðina. Það er ekki bara nóg að vilja fella ríkisstjórnina, Samfylkingin verður líka að koma fram sem flokkur sem hún er ekki, það get ég ekki séð.  Í þessu umróti seinustu daga þá hef ég spurt fólk bæði af vinnstri og hægri vængnum um stöðu Samfylkingarinnar og þetta er svar langflestra, Samfylkingin hélt að þjóðin hefði þolinmæði til þess að bíða eftir stefnu Samfylkingarinnar endalaust. Frá stofnun flokksins til dagsins í dag þá heyrir maður um stefnumótunarvinnu Samfylkingarinnar. VG hugnast mér ekki en ég kýs þá frekar en Samfylkingu því ég veit hvað ég er að kjósa. Samfylkingin er haldin sjúkdómi sem mætti helst lýsa sem einhverskonar "Stefnuleysis vacum flökti".

Nb. Það má sjálfsagt færa það sem ég hef sagt hér inní betra samhengi og þ.a.l. liti Samfylkingin mun betur út. En fyrir þann sem fylgist einungis í meðallagi með umræðunni þá lítur þetta svona út! Í þessu geta sjálfsagt þeir sem eru á fullu inní umræðunni kaffært mig með rökum sínum þar sem þeir þekkja vel til. En það hjálpar þeim ekkert. Samfylkingin þyrfti að biðja þjóðina afsökunnar á þessum hringlanda hætti, taka stefnu og sýna þolgæði þá gæti mönnum tekist eftir rúm 4 ár að fá sannfærandi kosningu og umboð frá þjóðinni til að vera leiðandi afl í íslenskri pólitík.

 Sá sem fylgist með af áhuga í meðallagi.

Sá sem hefur áhuga á umræðunni í meðallagi (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kæri "Sá sem fylgist með af áhuga í meðallagi." Bendi þér á þetta hér:

http://www.samfylking.is/Forsida/Stefnan/.

En ég er sammála því að þetta þyrfti að kynna betur. En síðan er það getur þú sagt mér hver stefnan er hjá t.d. Sjálfstæðismönnu og Framsókn. Hefur sýnst að fyrir utan einkavinavæðinugu stóriðju og virkjanir sé stefna þeirra mjög flöktandi. Eftirfarandi er t.d. það sem segir um stefnu Sjálfstæðisflokksins á www.xd.is :

"Sjálfstæðisstefnan er grundvöllur afstöðu flokksins í öllum málum. Kjarni hennar er trúin á frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri allra til að þroska og njóta hæfileika sinna. Sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar eru einnig mikilvægur þáttur í stefnunni. Svigrúm og athafnafrelsi fólks og fyrirtækja verður best tryggt með lágmarksafskiptum hins opinbera og stuðningur við þá sem á þurfa að halda með sterku öryggisneti.

Sjálfstæðisstefnan er í stöðugri mótun en um hana er rætt og hún ákveðin á landsfundum sem haldnir eru annað hvert ár að jafnaði. Þar er stefna flokksins sett fram í mörgum mismunandi málaflokkum og að þeirri vinnu kemur mikill fjöldi fólks. " Þetta eru nú loðið og teygjanlegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Komið þið sælir stefnumenn,

endilega kíkið á nýja heimasíðu Framsóknarflokksins þar sem finna má ýmsar upplýsingar, ályktanir frá flokksþingi, pistla, tengla og fleira. Málefnavinna okkar er í fullum gangi fyrir vorið í vinnuhópum og mikið af spennandi stefnumálum í farvatninu.

http://www.framsokn.is/framsokn/

Kristbjörg Þórisdóttir, 6.2.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kidda búinn að skoða hana. Marg gott að finna þar. Svo er bara spurning að fara eftir því. Annars þegar maður skoðar þessa stefnu þá sér maður að flokkarnir Samfylking og Framsókn eru í raun hlið við hlið í litrófi stjórnmála. Þetta eru aðeins spurning um aðferðafræði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.2.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband