Leita í fréttum mbl.is

Aldrei þessu vant er ég sammála Guðlaugi

Ég verð að segja að mér finnst það ekki spennandi hugmynd að Búa til upphækkaðan veg um Kjöl. Þetta hér fann ég á www.nordurvegur.is

. Gert er ráð fyrir að veggjald verði greitt af þeim sem nota veginn og er útlit fyrir að kort1gjaldið verði um 2.000 kr. á ferð fyrir fólksbíl en um 8.000 kr. fyrir þungaflutninga. Framkvæmdin á að geta borgað sig upp á 16 til 18 árum en gert er ráð fyrir að fyrsta rekstrarár árið 2010 verði um 500 bíla umferð á dag.
Vegurinn verður 8,5 metra breiður og upphækkaður um tvo til þrjá metra yfir nánasta umhverfi

Ég á erfitt með að sjá fyrir mér umferð á 100 km hraða þarna milli jöklanna og framhjá Hveravöllum. Þetta er leið sem er nokkuð greiðfarin yfir sumarið smá lækir og ár sem þarf að fara yfir.. Þarna er vegur/vegslóði sem fylgir landaslaginu og ekkert upphækkaður. Hann gerir það að verkum að fólk keyrir þarna hægt og nýtur landslagsins.

þá get ég séð fyrir mér að það verði nokkuð um að bjarga þurfi fólki þarna á veturna þegar veður versna snögglega. Þá finnst mér 2000 krónur nokkuð há upphæð..

Þessi fyrirhugaði vegur verður 2 til 3 metra upp úr landslaginu og sker í augum þarna á milli jöklana.

Þá segir eftirfarandi á sama vef:

Gert er ráð fyrir að því sem næst öllu efni verði ekið í veginn og efnið tekið á völdum stöðum úr námum meðfram veginum.

Maður hefur jú séð svona námur víðsvegar og þær eru ekki til prýði. Til að byggja veginn upp um 2 til 3 metra þarf alveg ofboðslega mikið af efni og því mikla efnistöku.

Ég er sammála Jónasi Kristjánssyni þegar hann segir:

06.02.2007
35 kílómetrar
Ráðgerður Kjalvegur með bundnu slitlagi styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ekki um 47 kílómetra. Aðeins um 35 kílómetra, ef miðað er við að stytta núverandi leið á smákafla með því að færa hana frá Blönduósi að Svínavatni. Þetta eru 22 mínútur, ótrúlega lítill árangur af miklu róti. Er þá eftir að taka tillit til ósnortinna víðerna á Kili og Eyvindarstaðaheiði, sem verða þá ekki lengur ósnortin. Kjalvegur hinn nýi er þáttur í hamslausri árás mannsins á landið, sem hefur alið hann. Hroki nútímans sést þarna í sömu mynd og í eyðingu Vesturöræfa og Kringilsárrana.

Og Guðlaugi Þór eins og segir hér í fréttinni.

Frétt af mbl.is

  Efasemdir um nýjan Kjalveg
Innlent | Morgunblaðið | 6.2.2007 | 5:30
Svara þarf þeirri grundvallarspurningu hvernig Íslendingar vilja að hálendið þróist. Ekki er sjálfgefið að aðgengi að því verði gert auðvelt með malbikuðum vegum. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfisnefndar Alþingis.


mbl.is Efasemdir um nýjan Kjalveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Bragason

Ég hef miklar efasemdir um framsýni Jónasar Kristjánssonar í samgöngumálum. 

Jónas Kristjánsson í forystugrein í DV 27. febrúar 1996:
"Til marks um þýlyndi Íslendinga má hafa, að engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum."

"Ef Íslendingar væru ekki þýlyndari en aðrar þjóðir, létu þeir ekki rugl af þessu tagi yfir sig ganga hljóðalaust. Stofnuð væru samtök til að gæta hagsmuna skattgreiðenda og vegfarenda til þess að berjast gegn því, að vandræðin yrðu meiri en þau eru þegar orðin."

"Stofna þarf virk almannasamtök til að vernda viðhald og framkvæmdir við veginn fyrir botn Hvalfjarðar og hindra frekari ábyrgð skattgreiðenda á göngunum."

Baldur Már Bragason, 6.2.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband