Leita í fréttum mbl.is

Og hvað vill Einar gera?

Það nú kannski eðlilegt að mbl.is gleypi upp röflið í Einari Guðfinni sérstaklega þegar manni sýnist að það sé gegn ríkisstjórninni.

En hvað vill þessi líka "afburða" þingmaður gera. Jú að allt verði gert eins og 2007. Búið til hérna gervi gengi á krónuna sem engin innistæða er fyrir. Rafmangið gefið útlendingum og útgerðarmenn haldi öllu sínu og gott betur. Það les maður minnstakosti út úr þessu hjá honum. Sem og að lækka skatta og þá væntanlega að skera niður skóla, heilbrigðisstofnanir og fleira.

Hvað á hann t.d. við með:

aðgerðaleysi sínu gagnvart hækkandi verðbólgu og lækkandi gengi krónunnar

Nú er t.d. ljóst að ríkið er með gjaldeyrishöft einmitt til að koma í veg fyrir hrun krónunar sem talið er fullvíst að verði þegar höftum yrði aflétt í einu og hvað vill hann að ríkið geri við þessu. Hann vill ekki:

  • Að við göngum í ESB og tökum upp evru
  • Hann vill halda í krónuna

Og hvað vill hann að ríkið geri varðand verðbólgu. Jú hann boðar stórframkvæmdir sem munu leiða til enn meiri verðbólgu.

Almennt þá hefur hann engar lausnir nema að hann vill halda áfram að standa vörð um vini sína í LÍÚ:


mbl.is Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Einar hefði getað fært Íslenskum almenningi mannréttindi sín aftur,

að fá að róa til fiskjar og mega fénýta aflann.

Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga, einar og sér, en Einar hafði ekki þann manndóm sem þarf til.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.5.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ESB

Sigurður Haraldsson, 27.5.2011 kl. 07:20

3 identicon

Maggi... mikið nær og meiri kjaraaukning er að berjast fyrir afnámi verðtryggingar.   Nú eða að vertryggja launin!

Þessi litla kjaraaukning skilar sér úr í verðlag hjá fyrirtækjum og við næstu útreikninga verður áhrif hennar á verðbólgu með því móti að kjörin verða aftur þau sömu.  Auk þess hækka svo afborganir af verðtryggðum lánum og í raun er fólk búið að samþykkja kjaraskerðingu!

Ég vitna nú bara í Silvíu Nótt og segi "til hamingju Ísland!"

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

StatCounter - Free Web Tracker and Counter

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband