Leita í fréttum mbl.is

Göfug markmið engin útfærsla

Þetta minnir mig á markmiðið um "Eiturlyfjalaust Ísland 2002". Það er ódýrt að setja svona markmið rétt fyrir kosningar. Það er á enganhátt hægt að sjá útfærslur á þessum markmiðum hvað þá að þarna sé tiltekin sá kosnaður sem þessu fylgir:

  • Hreyfing. Ráðist verður í viðamikið verkefni, „Hreyfing fyrir alla“, með það að markmiði að stórauka hreyfingu meðal almennings og gefa fólki kost á skipulagðri hreyfingu undir handleiðslu fagfólks. Áætlað er að þetta verkefni nái til 2/3 hluta landsmanna. Þá leggur ráðherra áherslu á að hreyfing undir handleiðslu fagfólks standi sjúklingum til boða og er hafið tilraunaverkefni í þá veru. Læknir gefur út „hreyfiseðil“ til sjúklings og sjúkraþjálfari aðstoðar viðkomandi við útfærslu æfingaprógramms sem hentar.  [Hver á að borga vinnu sjúkarþjálfa Væntanlega sjúklingurinn]
  • Geðheilbrigði. Áhersla hefur verið lögð á að efla sérþekkingu innan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins í þessum málafokki. Hefur m.a. verið mörkuð stefna í geðheilbrigðismálum barna og unglinga með hegðunar- og geðraskanir og unnin framkvæmdaáætlun. Stefnumótun hefur einnig verið sett fram í geðheilbrigðisþjónustu við aldraða.[Engin útfærsla og engin kosnaðargreining]
  • Aðgerðir gegn átröskun og ofþyngd. Áhersla er lögð á vitundarvakningu sem stuðlar að hollari lífsháttum, bættu mataræði og aukinni hreyfingu, m.a. með samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og sveitarfélaga í landinu. Þá ætlar ráðherra að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig draga megi úr auglýsingum og áróðri um óhollustu sem beint er að börnum.[Segir okkur í raun ekki neitt]
  • Tannheilsa. Fræðsla um tannvernd verður aukin á öllum skólastigum, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að komið verði á eftirlitskerfi, í samvinnu við tannlækna, þar sem ákveðnir árgangar barna og unglinga fá eftirlit og forvarnarmeðferð sér að kostnaðarlausu. Þá verður vægi tannverndar í öldrunarþjónustu aukið. [ Það er nú búið að vera í fréttum að vegna tregðu við að semja við tannlækna um greiðsluþátttöku Tryggingarstofnunar þá greiða foreldrar meira og meira sjálf. En nú á bara að bjóða upp á ókeypis forvarnir. Á eftir að sjá þetta gerast]

Og svona gæti maður haldið áfram. Mér finnst að þegar ráðherrar setja sér markmið þá eigi þeir að miða við að þau geti verið komin til framkvæmda á því tímabili sem þeir eru í starfi. Önnur stefnumótavinna á að skilast með frekar útfærslum, kosnaðargreiningu og útfærslum.

Svona almennar yfirlýsingar rétt fyrir kosningar eru ódýrt kosningatrix. Hún hefði alveg eins getað sett í áætlun að stuðla ætti að því að útrýma öllum sjúkdómum. Eða að stefnt væri að því að allir íslendingar gætu hlaupið maraþon. Ef að engin útfærsla er með þessu þá eru þetta bara orð á blaði loforð sem ekki á að standa við.

Frétt af mbl.is

  Heilbrigðisráðherra boðar nýja forvarnastefnu
Innlent | mbl.is | 7.2.2007 | 10:16
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag stefnu í forvarnarmálum undir kjörorðinu: Heilbrigði og forvarnir í sókn – með samtakamætti landsmanna.


mbl.is Heilbrigðisráðherra boðar nýja forvarnastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Magnús

Ég treysti þér til að fylgja þessu eftir!

kv. Lúðvík

Lúðvík Friðriksson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hjartanlega sammála þér Magnús Helgi.  Þetta er bara þar sem kallað er í útlöndum: "Blah, blah, blah!"
(Bla, bla og bla á íslensku).

Júlíus Valsson, 7.2.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband