Leita í fréttum mbl.is

Nei takk nú verður ekki lengra gengið!

Minni á það sem sagði á síðunni hjá Kristni H Gunnarssyni:

Nú er eðlilega rætt mikið um mikinn hagnað fjármálafyrirtækja og meðal annars bent á háar skattgreiðslur þeirra til ríkisins af hagnaðnum. Það er allt gott og vel, það er að segja ef fjármálafyrirtækin borga skattinn. En um það vil ég setja fram efasemdir, ég er ekki alveg viss um að reiknaðar skattgreiðslur skili sér í ríkiskassann þegar allt kemur til alls.

Þrjú dæmi vil ég draga fram til þess að færa rök fyrir efasemdunum. Það fyrsta er stórgróðafyrirtækið FL Group hf. Methagnaður varð á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári eða 44.559 milljónir króna. Reiknaður 18% tekjuskattur er 7.547 milljónir króna sem er vissulega væn summa í kassann, en þegar að er gáð í ársreikningunum kemur í ljós að ríkið fær ekkert, öllum skattinum er frestað. Fyrirtæki geta nefnilega frestað skattgreiðslum með nýjum fjárfestingum.

Annað dæmið er Straumur Burðarás Fjárfestingarbanki. Fréttablaðið greinir frá því á laugardaginn að fyrirtækið hafi frestað 10 milljarða króna skattgreiðslu með því að fjárfesta í dótturfyrirtæki sínu.

Loks nefni í Eyri hf. fjárfestingarfélag. Hagnaður þess skv. ársreikningi 2006 varð 1.994 milljónir króna. Af honum ætti fyrirtækið að greiða 330 milljónir í skatt til ríkisins, en skattgreiðslunni allri er frestað, þannið að sameiginlegur sjóður landsmanna fær á þessu ári ekki eyri frá Eyri hf. fjárfestingarfélagi frekar en frá FL Group hf. eða Straumi Burðarási.

Hluthafarnir fá hins vegar eitthvað fyrir sinn snúð og þannig sýnist mér að hluthafar í FL Group hf. fái greitt um 34% af hagnaðinum eða 15 þúsund milljónir króna. Hluthafar í Eyri hf. fá 10% eða um 200 milljónir króna.

Því vill ég að það sé tryggt að þessi fyrirtæki og einstaklingar sem eru að græða á skattaumhverfi og götum á því hér borgi eitthvað áður en við förum að lækka skatta enn ferkar.

Frétt af mbl.is

  Boðar frekari umbætur í skattamálum
Viðskipti | mbl.is | 7.2.2007 | 15:41
Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boðaði frekari umbætur í skattamálum í ræðu sinni á Viðskiptaþingi í dag og sagði að jákvæð reynsla Íslendinga af skattbreytingum á undanförnum árum styrki sig í þeirri trú, að ef við gegnið verði enn lengra í þessum efnum sé hægt að ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skili miklum skatttekjum.

 


mbl.is Boðar frekari umbætur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að ná fram bestun - halda fjármagninu hérlendis og skattleggja þannig að það flýi ekki landið.   Er það ekki málið?

Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:59

2 identicon

Tek undir með Bjarna. Annars er ég fylgjandi öllum skattalækkunum!

Haffi (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Flýja landið hvert. Í Hollandi eru hærri tekjuskattur en hér. En þar er ekki skattlagður söluhagnaður af sölu hlutabréfa. Þannig að þangað fara þessi fyrirtæki ekki. En stofna útibúa þar til að losna við að borga skatta af söluhagnað. Ég geri ráð fyrir að fyrirtækin eigi erfitt með að finna land þar sem þau fái að stunda sinn rekstur með svo litlu eftirliti og hér. Hér á landi eru með lægstu sköttum sem fyrirtæki bera nema á Írlandi. Því held ég að þau séu ekkert að fara.

Og ég neita því að Ísland verði land þar sem að fyrirtæki og bankar ráða öllu. Og þessar hótanir um að þeir fari bara er eitthvað sem gerir það að verkum að mér finnst enn frekar að þau verði bara eins og við að þreyja þorrann og bíða eftir því að önnur forgangsmál eins og samgöngur, sjúkrahús og svo efnahagslífið hér er komið í viðunandi horf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.2.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband